þriðjudagur, júlí 15, 2008
Fréttnæmt: Sumartilhögun
Enn ein bloggpásan að baki. Ég er farin að kalla það pásu þegar ég skrifa ekki í heila viku, enda er yfirskriftin "vikuþankar". Það er helst af okkur að frétta að ég er búinn að vera í fríi undanfarnar vikur, ekki bara frá vinnu (síðan í byrjun júní) og heldur líka frá fótbolta (það tók nú drjúgan tíma í júní). Nú er Signý búin að vera í fríi frá leikskólanum í heila viku og verður það áfram næstu þrjár. Ég hef verið að læðast með hana á leikvöllinn í grenndinni, þar sem við njótum góðs af gæslu fyrir og eftir hádegi. Yfirleitt dveljum við þar aðeins í tvo tíma eða svo, og ég get leyft mér að bregða mér frá um stund, út í búð eða heim kannski. Ég tjáði mig einmitt um þetta í fyrra þegar gæslan kom sem kærkomin búbót eftir erfitt veikindasumar og mikla inniveru af þeim sökum (sjá hér). Í kvöld er Vigdís að vinna sína síðustu kvöldvakt fyrir sumarfrí. Eflaust gerum við eitthvað skemmtilegt saman á næstu dögum. Hvort við bregðum okkur út á land skal hér ósagt látið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli