fimmtudagur, janúar 29, 2009

Daglegt líf: Vinna og veikindi

Aldrei þessu vant er ég lasinn heima. Fékk bæði "upp og niður" í gær og var með hita í nótt. Er mun betri í dag - bara orkulaus og slappur. Ég er hitalaus og vafalaust á batavegi.

Það er gott að nýta svona stundir heima, þá sjaldan sem maður hefur íbúðina út af fyrir sig, og sinna ýmsum verkum heima við. Að lokum leiðist maður í átt að tölvunni þar sem ýmislegt hefur setið á hakanum. Nú hef ég sett nokkrar nýjar myndir inn á myndasíðuna (til dæmis fullt af jólamyndum) og kem með nýja bloggfærslu von bráðar - um orðaforða og framburð Signýjar (hvað hefur það verið eiginlega lengi í bígerð?). Kominn tími til áður en maður gleymir sérkennum í framburði hjá henni og setningarskipan.

Annars er allt meinhægt af okkur að frétta. Nóg að gera í vinnunni og hún er mjög krefjandi þessa dagana (nemendasamsetningin er mjög breytingum háð en hún er erfið akkúrat núna). Vigdís vinnur sína vaktavinnu og er ýmist á morgnana eða kvöldin. Enn höfum við ekki orðið vör við neinn niðurskurð en vonumst til að ekki þurfi að grípa til afdrifaríkra aðgerða á borð við það að loka deildum á spítalanum eða leggja niður sérskóla á borð við þann sem ég vinn í. Ég held að allir yrðu sáttari við flatan niðurskurð - lækkun yfir línuna. Það er vel hægt að laga sig að því.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll brósi...
Það eru veikindi hér líka þ.e. Fannar er lasinn en hann var með 38 °hita í gærkvöld og ég leyfði honum að vera heima hitalausum einn dag...
Annars er ég bara á fullu ískólanum í sjónlistum og spænsku..
Yo estudio espaniol
rétt eða ???
Það er ruglingslegt að vera með pínulitla frönsku því ég á það til að rugla þessu saman...svo og þýskunni.... :-(((
kv. Begga
Knús til allra...
Ég er hæfilega bjartsýn á að ríkistjórnin meti að verðleikum skólann þinn og vinnuna hennar Vigdísar því þeim virðist vera mest umhugað um eigið "rassgat"
Að skera mikilvæga þætti niður og þiggja svo biðlaun í 6 mánuði finnst mér ekki vera í samræmi...
.Afsakaðu orðaforðann en þetta er samt orðaval við hæfi svona framkomu stjórnvaldanna.... :-(
heyrumst.... knús Begga

Steini sagði...

Já, maður bindur vissa trú við nýju ríkisstjórnina - þ.e. ef Framsókn fer ekki að tefla henni í einhverja óvissu.

Annars var spænskan alveg rétt, svona eins og hægt er að skrifa það með íslensku letri. Ég get að sjálfsögðu verið þér innan handar ef með þarf.