Undanfarin ein og hálf vika hefur verið uppfull af uppákomum og viðburðum ýmiss konar. Fyrst var það Eurovision sem litaði dagana sínum skæru neonlitum - þrjú kvöld með stuttu millibili (þar af horfði ég á eitt og hálft kvöld). Þetta setti aldeilis mark sitt á tilveruna vegna þess hvað áhrifin á samfélagið voru mikil. Í fyrsta skipti síðan hrunið mikla átti sér stað heyrði maður fólk tala saman á jákvæðan hátt. Gleði var í loftinu. Fyrstu sumardagarnir voru nýlentnir á Fróni og fólk spókaði sig úti um allt með bros á vör. Mér skilst að úrslitakvöldið í Idolinu hafi verið nánast á sama tíma. Mikill uppskerutími almennings.
Á þessum tíma var mikið um að vera innan fjölskyldunnar og í nánasta umhverfi. Fannar og Guðný (börn Beggu systur) héldu upp á afmæli sitt. Þau halda stundum upp á afmælið sitt sameiginlega vegna þess hvað er stutt á milli þeirra á árinu. Svo var hún Begga systir að útskrifast úr námi í fatahönnun úr kvöldskóla F.B. Hún hélt nú ekki upp á það sérstaklega en tók þátt í athöfninni með pompi og prakt. Útskriftin reyndist vera með stærra móti. Skólastjórinn, hún Kristín Arnalds, var að láta af störfum vegna aldurs. Ég man að þegar ég byrjaði í skólanum að þá hafði hún nýhafið störf sem skólastjóri. Mér fannst allt í einu vera óralangt síðan. Rúm tuttugu ár síðan ég byrjaði í skólanum, haustið 1988. En fyrst við erum komin á þá braut að fjalla um óravíddir tímans þá héldum við Vigdís upp á sjö ára samband okkar (og fimm ára trúlofun) í vikunni sem leið (átjánda maí). Við ætluðum út að borða en breyttum áætluninni og náðum í mat heim úr nágrenninu, beint af Sjávarbarnum. Við mælum heilshugar með þessum stað. Ferskt sjávarfangið hitti aldeilis í mark og mettaði marga maga (hjá okkur voru nokkrir gestir).
Á hæðinni fyrir ofan okkur dró einnig heldur betur til tíðinda fyrir tveimur vikum síðan. Þá lést Matthildur, eigandi íbúðarinnar sem við leigjum. Hún hefur reyndar alltaf verið fjarverandi, veik og ófær um að snúa til baka. Við höfum alla tíð verið í beinu sambandi við son hennar en hann hefur annast íbúðina í hennar fjarveru. Á miðvikudaginn var kom stórfjölskyldan saman á efri hæðinni og hélt erfidrykkju og átti saman notalega stund, að mér skilst. Við Vigdís héldum okkur fjarri og veittum þeim það svigrúm sem okkur taldist eðlilegt. Vorum búin að taka vel til í garðinum og gera umhverfið sem skikkanlegast þannig að þau gátu verið utandyra í góðu veðri og spókað sig í garðinum sem gamla konan hafði svo mikið dálæti á. Sjálf jarðarförinn var svo á föstudaginn var.
Þetta er því búið að vera óneitanlega eftirminnilegur tími að mörgu leyti. Svo margt hefur gengið á að ég hef sjálfur þurft að afboða tvær læknaheimsóknir í vikunni vegna anna. það er þá á næsta leyti, ásamt (mögulega) einhverjum viðburðum af listahátíð. Vel á minnst: Fyrir aðeins tveimur dögum gerðum við Vigdís okkur dagamun, fengum pössun og skelltum okkur niður í bæ. Lhasa de Sela hélt tónleika á Nasa fyrir fullu húsi, eins og ég greindi frá nýlega. Við hittum góða vini og kunningja og áttum afar skemmtilega stund, bæði á tónleikunum sjálfum og í næsta nágrenni eftir á. Tónleikarnir voru vel heppnaðir og vantaði bara herslumuninn upp á að Lhasa næði af yfirvinna þá aumu staðreynd að vera stödd í ópersónulegum og kuldalegum súlnasal.
mánudagur, maí 25, 2009
föstudagur, maí 15, 2009
Þroskaferli: Stafameðvitund Hugrúnar
Í dag fór ekki á milli mála að Hugrún þekkir stafinn sinn. Við horfðum á veðurfréttir saman og hún rétti þá upp höndina og benti á skjáinn "Da minn" (Stafurinn minn). Það var auðvitað hið myndarlega "H" á veðurkortinu sem hún tók eftir. Þetta er greinilega allt að koma.
Upprifjun: Tónlist með í för
Nú er listahátið hafin og ekki nema um vika þangað til við Vigdís förum að sjá Lhasa de Sela. Ég var eitthvað búinn að ota þessari tónlist að henni fyrir nokkrum árum síðan svo hún var fljót að samþykkja miðakaupin. Þetta er ómótstæðileg blanda af kaffihðúsatónlist og sígaunatónlist, hæfilega mjúkt en samt sveipað dulúð. Akkúrat núna er ég að færa tónlistina hennar yfir á ipodinn, því við eigum tónlistina hennar ekki annars staðar en í tölvunni. Við erum búin að ráðgera spilakvöld í vikunni þar sem við skröbblum og hlustum á Lhösu (ef ég má fallbeygja hana). Það er tilhlökkunarefni.
Ipodinn (eða spilastokkurinn, eins og hægt er að kalla hann) fer í gegnum yfirhalningu um að bil mánaðarlega. Þá skiptir maður út kannski helmingnum fyrir eitthvað nýtt og spennandi. Þegar ég fer yfir hann núna vakna hins vegar skemmtilegar minningar um ferðalagið mitt til Indlands.
Þarna eru Jane´s Addiction sem buðu mér upp á létt geðveika rokktónlist á leiðinni út á völl, þegar ég var fullur eftirvæntingar. Nick Drake tók við á Heathrow og náði að þurrka út öll spennuhlaðin áreiti flugvallarins. Mér fannst ég vera við arineld þar sem ég hélt á ferðatöskum á löngu færibandi. Ómetanlegt. Eftir næturbrölt í London (þið munið að ég þurfti að vera yfir nótt áður en ég flaug til Indlands) þá tók ég næturstrætó til baka upp á flugvöll, um þrjú um nóttina, og hlustaði á eldgamlar BBC upptökur með Bowie frá þeim tíma þegar hann var enn í vísnasöng og þjóðlegri tónlist. Þá var gaman að vera á breskri grundu og horfa á myrkvuð stræti borgarinnar líða hjá. Ferðin framundan var hins vegar löng. Eftir svefnlausan sólarhring í viðbót, en þá var ég um það bil að lenda á áfangastað á Indlandi nóttina á eftir, reyndist stimamjúkur Leonard Cohen mér gríðarlega vel. Hann var eins og vögguvísa í næturmyrkrinu þegar ég var orðinn hálf stjarfur af svefnleysi og náði að mýkja mig allan eins og nuddari. Þegar til Indlands var komið hlustaði ég reyndar mjög lítið á tónlist því það eru svo gríðarlega mörg áreitin í loftin hvort eð er og nóg að gera. Hins vegar man ég eftir sérlega notalegum hvíldarstundum uppi á hótelherbergi með glitrandi stemningsfullri djasstónlist eftir John Surman (sem minnti mig að mörgu leyti á Talk Talk). Á leiðinni til baka frá Indlandi kom spilastokkurinn sér aftur vel - aðallega á flugvellinum. Þá tók PJ Harvey að sér hlutverk Nicks Drake og söng fyrir mig af nýlegri plötu (sem er undarlega angurvær miðað við hverju maður er vanur frá henni). Aftur fór ég inn í miðbæ Lundúna á leiðinni heim. Þá tók ég mig til í fyrsta skipti og ákvað að hlusta á fræga tónleika Radiohead frá 1997 þegar þeir slógu í gegn á Glastonbury (rétt eftir útgáfu OK Computer). Kennileiti Lundúna blöstu við á meðan úr lestinni. Að lokum, þegar heim var komið var hreint magnað eftir svona langt ferðalag að heyra í Sigur Rós á leiðinni í vinnuna fyrsta daginn. Sólin skein og birtan var óvenju falleg, að mér fannst. Ferðalagið hafði verið stutt en kraftmikið og magnað. Mér finnst gaman til þess að hugsa það komi til með að rifjast upp að einhverju leyti í hvert sinn sem ég hlusta á tónlistina að ofan aftur og eins og allir vita getur tónlist vakið upp sterkar minningar.
Ipodinn (eða spilastokkurinn, eins og hægt er að kalla hann) fer í gegnum yfirhalningu um að bil mánaðarlega. Þá skiptir maður út kannski helmingnum fyrir eitthvað nýtt og spennandi. Þegar ég fer yfir hann núna vakna hins vegar skemmtilegar minningar um ferðalagið mitt til Indlands.
Þarna eru Jane´s Addiction sem buðu mér upp á létt geðveika rokktónlist á leiðinni út á völl, þegar ég var fullur eftirvæntingar. Nick Drake tók við á Heathrow og náði að þurrka út öll spennuhlaðin áreiti flugvallarins. Mér fannst ég vera við arineld þar sem ég hélt á ferðatöskum á löngu færibandi. Ómetanlegt. Eftir næturbrölt í London (þið munið að ég þurfti að vera yfir nótt áður en ég flaug til Indlands) þá tók ég næturstrætó til baka upp á flugvöll, um þrjú um nóttina, og hlustaði á eldgamlar BBC upptökur með Bowie frá þeim tíma þegar hann var enn í vísnasöng og þjóðlegri tónlist. Þá var gaman að vera á breskri grundu og horfa á myrkvuð stræti borgarinnar líða hjá. Ferðin framundan var hins vegar löng. Eftir svefnlausan sólarhring í viðbót, en þá var ég um það bil að lenda á áfangastað á Indlandi nóttina á eftir, reyndist stimamjúkur Leonard Cohen mér gríðarlega vel. Hann var eins og vögguvísa í næturmyrkrinu þegar ég var orðinn hálf stjarfur af svefnleysi og náði að mýkja mig allan eins og nuddari. Þegar til Indlands var komið hlustaði ég reyndar mjög lítið á tónlist því það eru svo gríðarlega mörg áreitin í loftin hvort eð er og nóg að gera. Hins vegar man ég eftir sérlega notalegum hvíldarstundum uppi á hótelherbergi með glitrandi stemningsfullri djasstónlist eftir John Surman (sem minnti mig að mörgu leyti á Talk Talk). Á leiðinni til baka frá Indlandi kom spilastokkurinn sér aftur vel - aðallega á flugvellinum. Þá tók PJ Harvey að sér hlutverk Nicks Drake og söng fyrir mig af nýlegri plötu (sem er undarlega angurvær miðað við hverju maður er vanur frá henni). Aftur fór ég inn í miðbæ Lundúna á leiðinni heim. Þá tók ég mig til í fyrsta skipti og ákvað að hlusta á fræga tónleika Radiohead frá 1997 þegar þeir slógu í gegn á Glastonbury (rétt eftir útgáfu OK Computer). Kennileiti Lundúna blöstu við á meðan úr lestinni. Að lokum, þegar heim var komið var hreint magnað eftir svona langt ferðalag að heyra í Sigur Rós á leiðinni í vinnuna fyrsta daginn. Sólin skein og birtan var óvenju falleg, að mér fannst. Ferðalagið hafði verið stutt en kraftmikið og magnað. Mér finnst gaman til þess að hugsa það komi til með að rifjast upp að einhverju leyti í hvert sinn sem ég hlusta á tónlistina að ofan aftur og eins og allir vita getur tónlist vakið upp sterkar minningar.
föstudagur, maí 08, 2009
Upprifjun: Indlandsferð
Jæja, tíminn líður og núna er liðinn nákvæmlega mánuður frá því ég lagði af stað til Indlands. Kominn tími til að rifja upp.
Ég byrja á heildarmyndinni. Tilefnið var brúðkaup. Leonie, þýsk vinkona mín frá því fyrir um tíu árum síðan (sem bjó hér í eitt ár sem Au Pair) var að gifta sig indverskum manni. Þau eru bæði mjög víðförul og búa nú saman í Singapoor. Þau ákváðu sem sagt að gifta sig í fæðingarborg hans, en hann heitir Jayanth (svo að það komi fram). Nöfnin klingja nú ágætlega saman, þegar þau hafa verið stytt. Leo giftist Jay.
Ferðalag til Indlands er heilmikið mál og ekki sjálfgefið að komast þangað yfir langa helgi (ef maður hefur í huga að eyða hluta af páskafríinu heima). Samt tókst það, einhvern veginn. Ég var heima fram á skírdag. Fór þá út til London um kvöldið, var þar yfir nótt og flaug allan næsta dag til Indlands. Eftir millilendingu í Bombay lenti ég um nóttina í Chennai (sem var áfangastaðurinn). Eftir svefnlitla nótt (eins og ég hef áður fjallað um) var farið í verslunarleiðangur (meðal annars keypt indversk hátíðarklæði og svo prinsessuföt til að taka með heim). Um kvöldið var fyrsti áfangi brúðkaupsins: garðveisla með rausnarlegum mat og drykk. Það fól í sér ræðuhöld og aðra skemmtan, langt fram eftir hjá flestum, jafnvel þeim þreyttustu.
Þá um nóttina náði ég að sofa vel og var sérlega vel endurnærður fyrir kvöldið annars dags, enda var sá dagur frídagur framan af. Þá fólst annar liður brúðkaupsferlisins í sér að við komum okkur öll saman (eftir rútuferð) í einhvers konar samkomusal (líklega kirkju, en mér fannst staðurinn ekkert líkjast kirkju sérstaklega). Fyrst var komið saman í matsal þar sem fram var reiddur matur (á bananalaufblöðum - en ég fjalla um matinn sérstaklega síðar). Svo var farið aftur inn í sal. Þar var setið (eins og í kirkju) og fylgst með ýmsum sýningaratriðum (indverskum söng og dansi) í um tvo tíma og boðið upp á drykki á meðan og bara spjallað, gengið um. Frekar frjálslegt. Loks kom að þeim lið sem flestir biðu eftir. Þá birtust tilvonandi brúðhjón uppi á sviðinu, afar glæsilega skreytt, og settust eins og konungborið par með foreldrana sér á sitt hvora hönd. Við hin röðuðum okkur upp, handahófskennt, og biðum þess að geta gengið upp á svið til að afhenda brúðhjónum gjöf og óska þeim alls hins besta. Þetta minnti mig svolítið á altarisgöngu, svo maður vísi í eigin menningarheim. Þetta tók geysilega langan tíma því tekin var mynd reglulega. Að endingu var aftur safnast saman, nokkuð handahófskennt og frjálslega eins og áður, í matsalnum þar sem aftur var boðið upp á veislumáltíð á bananalaufblöðum.
Á þriðja degi var sjálf vígslan. Einhver spámaður hafði reiknað út að vænlegast yrði fyrir brúðhjónin að láta pússa sig saman um sjöleytið, árdegis. Það þýddi að þennan daginn var maður (aftur) svolítið syfjaður. Aftur fórum við í rútu á áfangaastað, sem reyndist vera sama samkomuhús og daginn á undan. Þar tók við brjálæðisleg indversk tónlist, blómskrúð og gangstéttar skreyttar með málningu. Uppi á sviði var Jayanth ásamt skyldmennum og prestum í lótusstellingu að taka á móti einhvers konar blessun. Reykelsi og einhver stærri eldur logaði þar uppi á sviði. Mikið blómskrúð - allt mjög framandi. Mikil lykt í loftinu. Verst er að myndavélin mín lognaðist út af þennan morguninn. Ég gleymdi að hlaða hana og verð að stóla á myndir frá ferðafélögum mínum (sem enn hafa ekki borist). En þegar Leonie birtist barst leikurinn út. Þar voru þau tvö hysjuð upp á axlir þeirra tveggja veislugesta sem hávaxnastir voru og var att saman í eins konar hanaslag, nema hvað það virtist ganga út á að sveipa hvort öðru blómsveig (eins og þau væru að ræna hvoru öðru). Síðan voru þau sett í rólu (ríkulega skreytta blómum) og þar sátu þau á meðan nánaustu aðstandendur köstuðu í þau hrísgrjónakúlum eftir kúnstarinnar reglum. Einhvers konar blessun, eflaust. Allt rann þetta saman en einvern veginn endaði þetta innandyra aftur með formlegum hætti, en fæstir okkar enskumælandi gesta áttuðu sig almennilega á því hvenær nákvæmlega þau Leo og Jay giftust. Það virtist ekki vera nein afmörkuð stund. Enginn koss. Bara flæði. Eins og að vera staddur úti í skógi og sjá heilmikið sjónarspil en ná ekki plottinu.
Þar sem giftingin átti sér stað eldsnemma vorum við hin laus upp úr hádegi og gátum eytt deginum eins og við vildum. Ég fór eitthvað að versla og fór svolítið að kynna mér menningu staðarins með því að bjarga mér á eigin spýtur. Það var heilmikið ævintýri. Um kvöldið var öllum svo hóað saman til kvöldverðar - sem var ágætt. Þá fyrst náði ég að spjalla við Leonie almennilega, þegar allt var um garð gengið.
Á fjórða degi (lokadegi) hafði ég það líka mjög náðugt og skoðaði ég mig um. Ég leyfði mér meira að segja að þvælast um fátækrahverfi og um ströndina (sem var ekki svo langt undan). Ég heillaðist af fólkinu sem þarna bjó. Eyddi líka meiri gæðastundum um eftirmiðdaginn með brúðhjónunum og við komum okkur saman um að endurfundir yrðu á Íslandi áður en langt um líði. Um kvöldið flaug ég svo heim (þ.e. í átt til London).
Morguninn eftir var ég kominn til London, eyddi þar deginum (og þó nokkrum seðlum í leiðinni) og var kominn heim á miðnætti. Þá var miðvikudagur og ekki nema fimm og hálfum dagur liðinn frá skírdegi. Lengri mátti giftingarferlið ekki vera til að áætlunin gengi upp. Mér skilst reyndar að hefðbundið indverskt brúðkaup geti varað í allt að viku. Þá er verið að gefa frá sér brúðina (sem kemur kannski ekki aftur) - og þá er víst mikið grátið. Slík dramatík var aldeilis ekki uppi á teningnum í þetta skiptið, athöfnin hin hófsamasta, og þau núna komin heim í kotið, í Singapoor.
Skyldi maður eiga eftir að ferðast þangað einhvern tímann?
Ég byrja á heildarmyndinni. Tilefnið var brúðkaup. Leonie, þýsk vinkona mín frá því fyrir um tíu árum síðan (sem bjó hér í eitt ár sem Au Pair) var að gifta sig indverskum manni. Þau eru bæði mjög víðförul og búa nú saman í Singapoor. Þau ákváðu sem sagt að gifta sig í fæðingarborg hans, en hann heitir Jayanth (svo að það komi fram). Nöfnin klingja nú ágætlega saman, þegar þau hafa verið stytt. Leo giftist Jay.
Ferðalag til Indlands er heilmikið mál og ekki sjálfgefið að komast þangað yfir langa helgi (ef maður hefur í huga að eyða hluta af páskafríinu heima). Samt tókst það, einhvern veginn. Ég var heima fram á skírdag. Fór þá út til London um kvöldið, var þar yfir nótt og flaug allan næsta dag til Indlands. Eftir millilendingu í Bombay lenti ég um nóttina í Chennai (sem var áfangastaðurinn). Eftir svefnlitla nótt (eins og ég hef áður fjallað um) var farið í verslunarleiðangur (meðal annars keypt indversk hátíðarklæði og svo prinsessuföt til að taka með heim). Um kvöldið var fyrsti áfangi brúðkaupsins: garðveisla með rausnarlegum mat og drykk. Það fól í sér ræðuhöld og aðra skemmtan, langt fram eftir hjá flestum, jafnvel þeim þreyttustu.
Þá um nóttina náði ég að sofa vel og var sérlega vel endurnærður fyrir kvöldið annars dags, enda var sá dagur frídagur framan af. Þá fólst annar liður brúðkaupsferlisins í sér að við komum okkur öll saman (eftir rútuferð) í einhvers konar samkomusal (líklega kirkju, en mér fannst staðurinn ekkert líkjast kirkju sérstaklega). Fyrst var komið saman í matsal þar sem fram var reiddur matur (á bananalaufblöðum - en ég fjalla um matinn sérstaklega síðar). Svo var farið aftur inn í sal. Þar var setið (eins og í kirkju) og fylgst með ýmsum sýningaratriðum (indverskum söng og dansi) í um tvo tíma og boðið upp á drykki á meðan og bara spjallað, gengið um. Frekar frjálslegt. Loks kom að þeim lið sem flestir biðu eftir. Þá birtust tilvonandi brúðhjón uppi á sviðinu, afar glæsilega skreytt, og settust eins og konungborið par með foreldrana sér á sitt hvora hönd. Við hin röðuðum okkur upp, handahófskennt, og biðum þess að geta gengið upp á svið til að afhenda brúðhjónum gjöf og óska þeim alls hins besta. Þetta minnti mig svolítið á altarisgöngu, svo maður vísi í eigin menningarheim. Þetta tók geysilega langan tíma því tekin var mynd reglulega. Að endingu var aftur safnast saman, nokkuð handahófskennt og frjálslega eins og áður, í matsalnum þar sem aftur var boðið upp á veislumáltíð á bananalaufblöðum.
Á þriðja degi var sjálf vígslan. Einhver spámaður hafði reiknað út að vænlegast yrði fyrir brúðhjónin að láta pússa sig saman um sjöleytið, árdegis. Það þýddi að þennan daginn var maður (aftur) svolítið syfjaður. Aftur fórum við í rútu á áfangaastað, sem reyndist vera sama samkomuhús og daginn á undan. Þar tók við brjálæðisleg indversk tónlist, blómskrúð og gangstéttar skreyttar með málningu. Uppi á sviði var Jayanth ásamt skyldmennum og prestum í lótusstellingu að taka á móti einhvers konar blessun. Reykelsi og einhver stærri eldur logaði þar uppi á sviði. Mikið blómskrúð - allt mjög framandi. Mikil lykt í loftinu. Verst er að myndavélin mín lognaðist út af þennan morguninn. Ég gleymdi að hlaða hana og verð að stóla á myndir frá ferðafélögum mínum (sem enn hafa ekki borist). En þegar Leonie birtist barst leikurinn út. Þar voru þau tvö hysjuð upp á axlir þeirra tveggja veislugesta sem hávaxnastir voru og var att saman í eins konar hanaslag, nema hvað það virtist ganga út á að sveipa hvort öðru blómsveig (eins og þau væru að ræna hvoru öðru). Síðan voru þau sett í rólu (ríkulega skreytta blómum) og þar sátu þau á meðan nánaustu aðstandendur köstuðu í þau hrísgrjónakúlum eftir kúnstarinnar reglum. Einhvers konar blessun, eflaust. Allt rann þetta saman en einvern veginn endaði þetta innandyra aftur með formlegum hætti, en fæstir okkar enskumælandi gesta áttuðu sig almennilega á því hvenær nákvæmlega þau Leo og Jay giftust. Það virtist ekki vera nein afmörkuð stund. Enginn koss. Bara flæði. Eins og að vera staddur úti í skógi og sjá heilmikið sjónarspil en ná ekki plottinu.
Þar sem giftingin átti sér stað eldsnemma vorum við hin laus upp úr hádegi og gátum eytt deginum eins og við vildum. Ég fór eitthvað að versla og fór svolítið að kynna mér menningu staðarins með því að bjarga mér á eigin spýtur. Það var heilmikið ævintýri. Um kvöldið var öllum svo hóað saman til kvöldverðar - sem var ágætt. Þá fyrst náði ég að spjalla við Leonie almennilega, þegar allt var um garð gengið.
Á fjórða degi (lokadegi) hafði ég það líka mjög náðugt og skoðaði ég mig um. Ég leyfði mér meira að segja að þvælast um fátækrahverfi og um ströndina (sem var ekki svo langt undan). Ég heillaðist af fólkinu sem þarna bjó. Eyddi líka meiri gæðastundum um eftirmiðdaginn með brúðhjónunum og við komum okkur saman um að endurfundir yrðu á Íslandi áður en langt um líði. Um kvöldið flaug ég svo heim (þ.e. í átt til London).
Morguninn eftir var ég kominn til London, eyddi þar deginum (og þó nokkrum seðlum í leiðinni) og var kominn heim á miðnætti. Þá var miðvikudagur og ekki nema fimm og hálfum dagur liðinn frá skírdegi. Lengri mátti giftingarferlið ekki vera til að áætlunin gengi upp. Mér skilst reyndar að hefðbundið indverskt brúðkaup geti varað í allt að viku. Þá er verið að gefa frá sér brúðina (sem kemur kannski ekki aftur) - og þá er víst mikið grátið. Slík dramatík var aldeilis ekki uppi á teningnum í þetta skiptið, athöfnin hin hófsamasta, og þau núna komin heim í kotið, í Singapoor.
Skyldi maður eiga eftir að ferðast þangað einhvern tímann?
fimmtudagur, maí 07, 2009
Daglegt líf: Endurnýjun á sál og líkama
Í gær gerði ég svolítið sem ég hef ekki látið eftir mér mánuðum saman: Ég fór út að hjóla í tíu mínútur og eyddi svo um kortéri í innhverfa íhugun. Hvort tveggja hreinsaði mig svo um munaði. Mér fannst ég nánast ósnertanlegur og gjörsamlega laus við streitu í kjölfarið þrátt fyrir að hafa verið talsvert þreyttur klukkustundu fyrr.
Hjólatúrinn var sérlega endurnærandi. Vegna plássleysis geymum við hjólin okkar hálft árið inni í geymslu og drögum ekki út fyrr en á vorin. Sem hreyfing slær þetta skokkinu auðveldlega við. Maður þarf ekki að eyða tíu mínútum í að "hitna" áður en maður tekur á því vegna þess að hreyfingin er svo miklu mýkri. Umhverfið breytist líka talsvert hraðar og gerir manni því kleift að upplifa hverfið í miklu stærra samhengi heldur en skokkið. Svo er vindurinn kringum hjólið alltaf frískandi. Ég semsagt þurfti ekki langan tíma til að koma heim eins og gormur.
Þá var stutt í að ég stigi inn í svæfingarferlið hjá Signýju og Hugrúnu. Vigdís hafði tekið það að sér til að hleypa mér út á hjólinu (útiveran tók reyndar lengri tíma en tíu mínútur því ég þurfti að yfirfara hjólin í leiðinni). Þegar ég kom inn voru Signý og Hugrún ekki alveg sofnaðar enn. Búið var að lesa og fara í gegnum rútínuna en vantaði bara herslumuninn. Hugrún á það til að brölta út í hið endalausa, jafnvel þó hún sé dauðþreytt. Ég ákvað því að setjast inn til þeirra, loka augunum og hverfa inn á við. Mér fannst þær upplifa sérstaka ró á sama tíma. Það er nefnilega ekki súrrealískur hugarburður hjá David Lynch að áhrif innhverfrar íhugunar nái til umhverfisins. Þetta hefur verið rannsakað í bak og fyrir. Sjálfur hef ég hug á að láta á þetta reyna hér heima. Í stað þess að halla höfðinu og þykjast sofna - og gera mér jafnvel upp hrotur (og verða smám saman syfjaður sjálfur) - er langtum skynsamlegra að nýta sér þennan tíma sjálfur til slökunar og til að fínstilla hugann. Íhugun er nefnilega vökuástand og hefur þann augljósa og eftirsóknarverða kost umfram "lúr" að maður staulast ekki fram í svefnrofunum eftir á.
Hjólatúrinn var sérlega endurnærandi. Vegna plássleysis geymum við hjólin okkar hálft árið inni í geymslu og drögum ekki út fyrr en á vorin. Sem hreyfing slær þetta skokkinu auðveldlega við. Maður þarf ekki að eyða tíu mínútum í að "hitna" áður en maður tekur á því vegna þess að hreyfingin er svo miklu mýkri. Umhverfið breytist líka talsvert hraðar og gerir manni því kleift að upplifa hverfið í miklu stærra samhengi heldur en skokkið. Svo er vindurinn kringum hjólið alltaf frískandi. Ég semsagt þurfti ekki langan tíma til að koma heim eins og gormur.
Þá var stutt í að ég stigi inn í svæfingarferlið hjá Signýju og Hugrúnu. Vigdís hafði tekið það að sér til að hleypa mér út á hjólinu (útiveran tók reyndar lengri tíma en tíu mínútur því ég þurfti að yfirfara hjólin í leiðinni). Þegar ég kom inn voru Signý og Hugrún ekki alveg sofnaðar enn. Búið var að lesa og fara í gegnum rútínuna en vantaði bara herslumuninn. Hugrún á það til að brölta út í hið endalausa, jafnvel þó hún sé dauðþreytt. Ég ákvað því að setjast inn til þeirra, loka augunum og hverfa inn á við. Mér fannst þær upplifa sérstaka ró á sama tíma. Það er nefnilega ekki súrrealískur hugarburður hjá David Lynch að áhrif innhverfrar íhugunar nái til umhverfisins. Þetta hefur verið rannsakað í bak og fyrir. Sjálfur hef ég hug á að láta á þetta reyna hér heima. Í stað þess að halla höfðinu og þykjast sofna - og gera mér jafnvel upp hrotur (og verða smám saman syfjaður sjálfur) - er langtum skynsamlegra að nýta sér þennan tíma sjálfur til slökunar og til að fínstilla hugann. Íhugun er nefnilega vökuástand og hefur þann augljósa og eftirsóknarverða kost umfram "lúr" að maður staulast ekki fram í svefnrofunum eftir á.
mánudagur, maí 04, 2009
Daglegt líf: Seinni afmælisveisla Hugrúnar
Daginn eftir afmælisveisluna hvíldum við okkur heima. Hugrún var svolítið slöpp og ég með kvefpest (eða ofnæmi, í bland). Á sunnudaginn fengum við hins vegar annan vænan hóp af góðum gestum í tilefni af afmæli Hugrúnar. Þetta var hópurinn sem fór á mis við hina veisluna, gamlir vinir með börn á sama aldri og okkar. Aftur gerðist það að íbúðin fylltist. Í þetta skiptið voru ívið færri innanhúss en þeim mun fleiri börn (Signý, Hugrún, Friðrik Valur, Dagmar Helga, Melkorka, Áslaug Edda og Þórdís Ólöf). Við foreldrarnir undruðumst hversu vel þeim gekk að leika sér saman. Í ábyggilega tvo heila tíma umgengust þau hvert annað í sátt og samlyndi. Það var unun að fylgjast með þeim í sjálfstæðum leik. Einhvern veginn grunar mig að þrönga rýmið hafi stuðlað að rósemi barnanna (það gat enginn rasað almennilega út). Sjálfum fannst mér mjög huggulegt að þurfa ekki nema að snúa mér hálfhring eða smeygja mér yfir einn af þröskuldunum til að renna inn í nýjar samræður. Maður er manns gaman. Matarhlaðborðið var einfalt og frjálslegt með sætindum í bland við mat: Grænmetisbaka ásamt salati var á boðstólum, léttur ostabakki með kexi og vínberjum, kökuleifar frá fyrri veislunni (sem náðu að klárast) og hunangsmelóna sem svalaði þörf barnanna.
Mikið er ég farinn að hlakka til sumarsins. Þá verður sko hægt að útfæra þessa veislu frekar í blíðviðri, utandyra, með krakkana valsandi um garðinn. Vonandi hefur kreppan ekki áhrif á veðrið í sumar :-)
Mikið er ég farinn að hlakka til sumarsins. Þá verður sko hægt að útfæra þessa veislu frekar í blíðviðri, utandyra, með krakkana valsandi um garðinn. Vonandi hefur kreppan ekki áhrif á veðrið í sumar :-)
föstudagur, maí 01, 2009
Daglegt líf: Afmælisveisla Hugrúnar
Nú er dagur að kveldi kominn. Þessi var fremur annasamur vegna þess að við héldum upp á tveggja ára afmæli Hugrúnar (sem er tveggja ára frá í gær). Við buðum öllum nánustu aðstandendum heim til okkar en gátum ekki (frekar en áður fyrr) boðið vinum okkar líka, vegna plássleysis (vonandi verður sú takmörkun úr sögunni að ári). Erum hins vegar mjög opin fyrir heimsóknum um helgina án þess að stefna fólki sérstaklega saman. Það er alltaf gaman að fá góða gesti :-)
Afmælisagurinn var tiltölulega hefðbundin, sem slíkur. Veitingar plús gestir. Það sem var óvenjulegt var hins vegar tvennt. Annars vegar sáu gestirnir um veitingarnar að mestu leyti. Vigdís bjó reyndar til dýrðarinnar brauðtertur en sjálf afmæliskakan (súkkulaðikakan) kom frá tengdó (ríkulega skreytt með jarðarberjum). Mamma mín kom með rausnarlegan skammt af pönnukökum og tvær rjómatertur til viðbótar og Begga systir mætti með sínar eðal-hjónabandssælur. Ég ætlaði reyndar upphaflega að leggja bananabrauð í púkkið en fannst það fullmikið þegar allt kom til alls.
Hitt sem gerði afmælisboðið sérstakt var mætingin, sem var vægast sagt góð. Varla nokkur forföll og það vildi svo sérstaklega til að mætingin dreifðist lítið sem ekkert yfir tímabilið sem við gáfum upp (2-6). Yfirleitt hefur þetta gengið fyrir sig í hollum þannig að ca. 6-10 manna hópur er á staðnum hverju sinni en í þetta skiptið voru nánast allir mættir fyrir þrjú (og því fullsnemmt fyrir þá fyrstu að yfirgefa samkvæmið). Þá var tímabært að syngja og blása. Á þeim tímapunkti reiknaðist okkur Vigdísi (eftir á) til að í íbúðinni væru saman komnir sautján gestir. Með okkur húsráðendum gerir það 21 manneskju (og líklega voru allir í stofunni um tíma). Svona mannmergð hef ég ekki upplifað síðan ég kom heim frá Indlandi :-) En það virtist fara vel um alla sem er fyrir öllu. Hugrún og Signý voru kampakátar með gjafirnar sínar og hafa í kvöld verið að leika sér af miklu kappi. Þær fóru frekar seint í háttinn.
Takk fyrir okkur
Afmælisagurinn var tiltölulega hefðbundin, sem slíkur. Veitingar plús gestir. Það sem var óvenjulegt var hins vegar tvennt. Annars vegar sáu gestirnir um veitingarnar að mestu leyti. Vigdís bjó reyndar til dýrðarinnar brauðtertur en sjálf afmæliskakan (súkkulaðikakan) kom frá tengdó (ríkulega skreytt með jarðarberjum). Mamma mín kom með rausnarlegan skammt af pönnukökum og tvær rjómatertur til viðbótar og Begga systir mætti með sínar eðal-hjónabandssælur. Ég ætlaði reyndar upphaflega að leggja bananabrauð í púkkið en fannst það fullmikið þegar allt kom til alls.
Hitt sem gerði afmælisboðið sérstakt var mætingin, sem var vægast sagt góð. Varla nokkur forföll og það vildi svo sérstaklega til að mætingin dreifðist lítið sem ekkert yfir tímabilið sem við gáfum upp (2-6). Yfirleitt hefur þetta gengið fyrir sig í hollum þannig að ca. 6-10 manna hópur er á staðnum hverju sinni en í þetta skiptið voru nánast allir mættir fyrir þrjú (og því fullsnemmt fyrir þá fyrstu að yfirgefa samkvæmið). Þá var tímabært að syngja og blása. Á þeim tímapunkti reiknaðist okkur Vigdísi (eftir á) til að í íbúðinni væru saman komnir sautján gestir. Með okkur húsráðendum gerir það 21 manneskju (og líklega voru allir í stofunni um tíma). Svona mannmergð hef ég ekki upplifað síðan ég kom heim frá Indlandi :-) En það virtist fara vel um alla sem er fyrir öllu. Hugrún og Signý voru kampakátar með gjafirnar sínar og hafa í kvöld verið að leika sér af miklu kappi. Þær fóru frekar seint í háttinn.
Takk fyrir okkur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)