laugardagur, október 23, 2010

Gullmoli: Löggurnar í maganum

Nú þegar tölvumálin eru komin í eðlilegt horf get ég með lágmarks fyrirhöfn bloggað um hversdagslega hluti jafnóðum. Núna í morgun datt til dæmis gullmoli út úr munni Hugrúnar. Þær systur voru að horfa á Einu sinni var... lífið sem fjallar um líkamsstarfssemi mannsins. Umfjöllunarefnið er persónugert með þeim hætti að hvítu blóðkorninn eru her hvítklæddra vera og bakteríurnar eins konar innrásarher. Öll líkamsstarfsemin er sett undir þetta sama stækkunargler og sýnir þannig flókinn veruleikann á aðgengilegan hátt. Eða hvað? Signý spurði mig í morgun: "Pabbi, af hverju eru löggur í maganum?" Ég átta mig sjálfur oft ekkert á því sem er verið að útskýra í þáttunum og sýndi henni fullan skilning með því að reyna ekkert að útskýra það frekar. Sagði bara: "Þetta er bara grín" þannig að hún þyrfti ekkert að hafa áhyggjur af "löggunum í maganum". En þá fann Hugrún sig knúna til að útskýra þetta frekar: "Signý, það eru bara börn í maganum!".

Engin ummæli: