þriðjudagur, október 05, 2010
Netið: Landmælingar Íslands
Ég var að uppgötva frábæra síðu Landmælinga Íslands. Þar er gagnvirkt kort sem er stillanlegt á ýmsan máta. Það sem í fljótu bragði er praktískast við vefinn, og gerir hann umsvifalaust nothæfan fyrir mig frá degi til dags, er möguleikinn á að draga línu hvert sem er um kortið fá út reiknaðan þann fjölda kílómetra sem línan spannar. Frábært þegar maður vill átta sig á gönguleiðum og hlaupaleiðum í nágrenni við sig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli