laugardagur, desember 18, 2010
Uppákoma: Jólasveinninn komst ekki til byggða
Síðustu dagar hafa verið erilsamir, jólaball bæði í leikskólanum og í vinnunni, en sem betur fer er ég sloppinn hér með í jólafrí. Það er frábært að fá góða viku fyrir jól til að hnýta saman alla lausa enda. Erillinn að undanförnu hefur að einhverju leyti bitnað á stelpunum. Þegar jólasveinninn fór að gefa í skóinn hefur til að mynda gleymst öðru hvoru að tékka á súkkulaðimolanum í dagatalinu. Það var afar heppilegt í morgun því þá var ekkert í skónum. Hvað gerðist eiginlega? Trassaskapur? Þeirri skýringu var hins vegar haldið á lofti að sveinki hafi ekki komist vegna óveðursins sem gekk yfir landið. Grýla hélt honum heima og lofaði að hleypa honum út í kvöld í staðinn. Það er því eins gott að það verði veglegt um að litast í fyrramálið. Kannski gjöf og smá nammi að auki. Söguskýringuna tóku Hugrún og Signý að minsta kosti mjög trúanlega. Þær voru mjög þægar í gærkvöldi og tóku skóinn ekki persónulega. Í staðinn gæddu þær sér stóískar á uppsöfnuðum súkkulaðiforða úr dagatalinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli