laugardagur, desember 18, 2010

Upplifun: Tvær leiksýningar

Í dag kíktum við á skemmtilega brúðuleiksýningu í Gerðubergi sem hét, að mig minnir: Minnsta tröllskessa í heimi. Sýningin var á vegum áhugahóps um brúðuleikhús sem kallast Unima. Stelpurnar höfðu sérlega gaman af þessu enda fengu þær ásamt öðrum krökkum að taka virkan þátt í atburðarásinni. Það er nóg að gera þessa dagana og þeim leiðist hreint ekki þeim Signýju og Hugrúnu. Begga systir eru dugleg að þefa uppi leiksýningar og tilboð og þær njóta góðs af því (og fá að gista hjá henni reglulega í tengslum við þetta). Fyrir um viku síðan fékk Signý til dæmis að fara með henni og Fannari og Guðnýju í Borgarleikhúsið á sýninguna: Jesú litli. Þar sat hún víst þægust af öllum, langt undir meðalaldri áhorfenda, og horfði gagntekin allan tímann. Svo fékk hún að fara baksviðs að heilsa upp á frænku sína sem lék í sýningunni (Halldóru Geirharðs). Það fannst henni ekki síður skemmtilegt og fékk teknar myndir af sér með henni. Þetta er N.B. fyrsta "Dóran" sem hún kynnist í alvörunni, á eftir landkönnuðinum fræga. Hún bar Dóru vel söguna og talaði mikið um hana eftir á við Hugrúnu (sem því miður varð að vera heima í þetta skiptið en fékk bara meiri athygli heima á meðan).

1 ummæli:

Begga frænka sagði...

Þetta var æðislegt...
Sýningin í Gerðubergi hét "Minnsta tröllastelpa í heimi" (Svuntuleikhúsið )var með þetta líka og hitt var "Jesús litli" .

Þetta var ótrúlega gaman.
Takk fyrir að leyfa mér að fá þær með mér...
Kv. Begga frænka