þriðjudagur, janúar 11, 2011

Daglegt líf: Vangaveltur Signýjar

Við vorum öll í bíltúr um daginn og Signý var eitthvað hugsi: "Af hverju fer strætó svona hratt, og það eru engin belti í honum?". Við Vigdís horfðum bara hvort á annað. Þetta er nú eiginlega ein af þessum spurningum sem maður getur ekki auðveldlega svarað svo henni var bara hrósað fyrir að velta þessu fyrir sér. Svo var ekið aðeins lengra og leiðin endaði úti í búð (Nóatún). Það var komið myrkur - hálfgerð nótt í augum stelpnanna - og þá velti Signý aftur fyrir sér upphátt: "Búðin er alltaf opin! Af hverju loka þeir aldrei búðinni?" spurði hún hálf hneyksluð. "Eiga þeir engan lykil, eða hvað?"

1 ummæli:

Begga sagði...

Hún er alveg ótrúleg þessi elska

kv.Begga frænka