þriðjudagur, janúar 11, 2011

Pæling: Myndir sem allir virðast þekkja nema ég

Ég fór heim úr vinnu með bunka af pappír sem ég tók að mér að fara með í endurvinnslu. Ég reyni alltaf að halda tryggð við endurvinnsluhugsjónina, þó smátt sé (sbr. "think global, act local"). Þá sá ég tölublað Mynda Mánaðarins frá í September sem ég mundi eftir að hafa komið með sjálfur á sínum tíma í vinnuna til að sýna vinnufélögunum. Þetta var nefnilega sérstakt tölublað, einhvers konar afmælisblað, þykkara en venjulega með fullt af áhugaverðum umfjöllunum, þar á meðal samantekt á þeim hundrað kvikmyndum sem íslendingar halda mest upp á (samkvæmt könnun blaðsins).

Eruð þið búin að kíkja á listann (bls. 72 og áfram)? Mér fannst hann að mörgu leyti athyglisverður. Það fyrst nokkuð sláandi hvað gullfiskaminni neytenda nær skammt. Flestar myndirnar eru innan við tíu ára gamlar. Svo er frekar hátt hlutfall hasarmynda og ævintýramynda. Þessu mátti búast við enda var höfðað með könnuninni til þeirra sem lesa blaðið og eru almennt þyrstir eftir nýjustu afþreyingunni. Listinn er engu að síður fyrir smekk almennings á Íslandi og er ágætis samantekt á því sem hefur hrifið landann á undanförnum árum (ásamt nokkrum eldri gullmolum í bland).

En það sem vakti mig sjálfan til umhugsunar var hversu ferlega margar myndir ég átti eftir að sjá á listanum. Ég er greinilega eitthvað búinn að vanrækja þessa tegund afþreyingar á síðastliðnum árum svo ég einsetti mér að nota listann sem praktískan útgangspunkt og fyrst ég er að rekast á blaðið aftur rétt upp úr áramótum (eftir að hafa gleymt því í vinnunni mánuðum saman) er ekki úr vegi að tengja listann áramótunum og þeim ferskleika sem maður þykist búa yfir á þessum tímamótum. Sem sagt: Áramótaheit númer tvö er að sjá að minnsta kosti tólf myndir á listanum á árinu (eina á mánuði að meðaltali).

Það sem er praktískt við þennan "verkefnalista" er að flestar þessara mynda ætti að vera til á næstu leigu svo það ætti ekki að vefjast fyrir mér að keyra þetta í gegn. Hér fyrir neðan má sjá þann hluta listans sem ég hef ekki séð. Ég strikaði undir þær sem ég hef raunverulegan áhuga á. Þeir sem vilja hitta mig heima yfir poppkorni í ár mega því gjarnan kippa einhverri af þessum myndum með sér.

100. The Prestige (2006)
97. There Will Be Blood (2007)
94. Iron Man (2008)
92. Der Untergang (2004)
91. Harry Potter...(2005)
90. Harry Potter... (2007)
87. The Rock (1996)
84. Batman Begins (2005)
82. Dumb and Dumber (1994)
80. Magnolia (1999)
78. Blade Runner (1982)
77. The Pianist (2002)
74. Seven Samurai (1954)
72. V for Vendetta (2005)
70. Princess Mononoke (1997) - jap. teiknimynd
69. Spirited Away (2001) - jap. teiknimynd
68. Oldboy (2003)
67. 300 (2006)
66. The Departed (2006)
65. Heat (1995)
62. Shutter Island (2010)
60. Twilight Saga (2009)
57. Citizen Kane (1941)
55. Taxi Driver (1976)
52. Taken (2008)
51. Twilight Saga (2010)
50. The Hangover (2009)
49. City of God (2002)
45. Twelve Angry Men (1957)
44. The Notebook (2004)
42. One Flew over Cuckoo´s Nest (1975)
38. Kick-Ass (2010)
37. Twilight (2008)
36. Casablanca (1942)
35. American History X (1998)
32. Toy Story 3
31. Donnie Darko (2001)
29. Scarface (1983)
28. The Boondock Saints (1999)
27. Memento (2000)
24. Terminator 2 (1991)
18. Gladiator (2000)
13. Inception (2010)
2. The Dark Knight (2008)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bjóþum uppa endanleka lausn firir lækri kinþæddi
Bloð og heiður-combat18.
"Folk sem truir a islensku þjoðina"