þriðjudagur, ágúst 23, 2011

Þroskaferli: Fyrsti skóladagurinn

Á morgun er stór dagur í lífi Signýjar. Hún byrjar í grunnskóla. Við erum búin að kynnast skólanum í áföngum, mætti í viðtal og setið skólasetningu. Á morgun er hins vegar fyrsti alvöru dagurinn. Þá verður mætt samkvæmt stundaskrá og hún verður ein heilan dag í skólanum. Mér finnst þetta eiginlega nokkuð brött byrjun en kennararnir sem taka á móti henni eru ákaflega traustvekjandi og svo er hún með nokkra vini í bekknum sér til halds og trausts. Ég er hálf kvíðinn, satt að segja, en líka spenntur fyrir því að vita hvernig gengur þegar ég sæki hana á morgun.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hún á eftir að standa sig vel
stelpan ,hún er nagli eins ogþú !!!
kv.BB