þriðjudagur, ágúst 09, 2011
Neysla: Cocoa Puffs á raðgreiðslum
Ég kíkti í bakarí í hverfinu um daginn og var verulega sjokkeraður á verðlagningunni á aukavarningnum sem þeir selja. Þar er jú mjólk og svona ýmislegt oná brauð . En mig rak í rogastans þegar ég sá Kókópöffs á 1200 krónur! Kornflexið og Seríósið 1100! Mig minnti að þessir morgunverðarpakkar væru á bilinu 600-750 krónur og fór fljótlega á eftir að kanna það sérstaklega í Hagkaup - og það stóð heima. Það er nú ekki langt síðan maður hristi hausinn yfir því þegar þetta fór yfir fjögurhundruðkallinn, en þetta er nú einum of. Eins gott að hugsa sig tvisvar um þegar maður fer út í búð þessa dagana.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli