Fyrir utan vel heppnaða ferð með Jóni Má og fjölskyldu um Suðurnesin norðanverð þá höfum við í Granaskjólinu haldið okkur mikið til innandyra undanfarið. Suðurnesjaferðin var reyndar mjög eftirminnileg þrátt fyrir mikla rigningu. Þar stendur upp úr frábært stopp í Garðinum á lóð Garðskagavita. Þar eru tveir mjög ólíkir vitar, hannyrðasafn, byggðasafn og frábært kaffihús með útsýni yfir hafið. Þar brögðuðum við á bestu bláberjaskyrtertu í manna minnum.
Þetta hefur verið vætutíð að undanförnu eftir mjög þurrt sumar og Þá kom sér nú vel að vera með myndbandabunkann sem ég minntist á síðast. Margar þeirra vorum við að sjá í annað eða þriðja skiptið. Sem sagt, myndir í uppáhaldi, margar hverjar. Ég stikla aðeins yfir þær og stjörnumerki þær allra bestu :-)
About a Boy
A History of Violence
Festen*
Fame
Tilsammans
Thelma & Louise
Paris, Texas*
Big Lebovsky
Fargo*
Síðustu tvær eru úr smiðju Coen bræðra og sú þriðja bíður áhorfunar í bunkanum: Oh Brother Where Art Thou?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli