mánudagur, október 10, 2011

Daglegt líf: Leiksýningar

Nú erum við búin að sækja tvær leiksýningar með stuttu millibili, báðar tær snilld. Önnur var í bókasafninu á Seltjarnarnesi, brúðuleiksýningin Pétur og úlfurinn. Þetta var opin sýning í frekar þröngum salarkynnum safnsins. Annað hvert barn úr Vesturbænum virtist vera mætt til að njóta góðs af. Það fór misjafnlega vel um okkur sem sátum á jaðrinum en sýningin var frábær - eins og venjulega (sjá Brúðuheima). Hin sýningin sem við fórum á var i Borgarleikhúsinu. Þar voru Eldfærin flutt af Þresti Leó og Góa. Sú sýning var svo sannarlega fyrir alla fjölskylduna með skírskotunum hingað og þangað fyrir þá sem eldri eru. Sýningin var skemmtilega "hrá" þannig að krakkarnir fengu á tilfinninguna að þeir Þröstur og Gói væru bara að spinna söguna jafnóðum og kynntu í leiðinni veröld leikhússins. Við keyptum leikhúskort hjá Borgarleikhúsinu í tilefni af þessu og ætlum svo sannarlega að fylgja þessu eftir og fara fljótlega á Galdrakarlinn frá Oz.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þröstur Leó og Gói voru æðislegir.
kv.Begga