þriðjudagur, október 04, 2011
Daglegt líf: Signý gerist búðakona
Signý er mjög uppátækjasöm þessa dagana. Núna er hún búin að telja undanfarna daga niður í morgundaginn vegna þess að það er dagurinn þegar hún "selur grænmeti". Þegar hún tjáði sig fyrst um þessa hugmynd sína, fyrir nokkrum dögum, sagði hún bara: "Ég hlakka svo til eftir fjóra daga" og þegar hún var spurð út í það þá svaraði hún bara "því þá er ég að fara að selja grænmeti". Hún er svo sannfærð í sinni tilhlökkun að ég get ekki annað en fylgt henni eftir og reynt að tryggja að þetta verði ánægjuleg reynsla. Planið er að draga nokkrar gulrætur upp úr garðinum okkar (við eigum feikinóg) og selja í litlum pokum fyrir gangandi vegfarendur í Granaskjólinu. Hundrað krónur pokinn, tíu litlar og sætar gulrætur með grasi og öllu. Það verður ekki ferskara. Kannski fylgir graslaukur með í kaupbæti :-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli