sunnudagur, janúar 09, 2005

Netið: National Geographic og tsunami

Nú er frekar langt síðan ég skrifaði síðast og í millitíðinni hefur ríkisstjórnin lagt fram 150 milljónir sem fara í neyðarhjálpina í Indlandshafi. Þetta er farið að verða sómasamlegt, - að minnsta kosti í samanburði við þessar fimm sem upphaflega var ráðstafað. Öll heimsbyggðin virðist heltekin af þessari nýjustu ógn náttúrunnar. Hún hefur sannarlega verið við lýði frá ómunatíð en aldrei fyrr hefur hún "hrifið" vesturlandabúa með jafn stórtækum hætti og nú. Öll vorum við græn fyrir jól. Flóðbylgjur voru þá bara fjarlæg dómsdagsspá. Núna erum við skyndilega miklu upplýstari um hættuna og ekki síður um rétt viðbrögð við henni. Heimurinn hefur einfaldlega vaknað til vitundar um fyrirbærið flóðbylgjur. Ég er sjálfur jafn heltekinn og aðrir og var fljótur að slá upp "tsunami" þegar ég uppgötvaði fyrr í dag frábæra heimasíðu National Geographic. Þar er virkilega ítarlegur fróðleikur um sögu flóðbylgna, eðli þeirra og viðbrögð. Smellið bara á "Full site index" og því næst á "Search our Publications". Þar er hægt að komast í kynni við allt það sem National Geographic skrifar um, sem er ansi mikið og margt.

Engin ummæli: