þriðjudagur, janúar 25, 2005

Netið: Uppfærsla. Umfjöllun um hálkutækni

Nú er snjórinn á undanhaldi og klakabráðin tekur við með pollum og stórvarasamri hálku. Ég hef lengi stært mig af því að vera "sleipur á svellinu" í merkingunni að ég detti sárasjaldan og þá aðeins mjúklega. Þetta er viss kúnst sem ég lærði í fótboltanum í gamla daga, á svellköldum völlum. Það er ekki sama hvernig maður ber sig að. Ég tók mig því til og skrifaði niður nokkur heillaráð fyrir þá sem óttast aðstæður þessa dagana og setti á heimasíðuna mína (hálkubjörg). Margt af því sem ég tel upp á þessari síðu er augljóst en þegar á heildina er litið reynist það vera ansi margbrotið samspil sem á sér stað þegar við höldum jafnvægi. Það þarf allt að ganga upp ef maður á að vera sleipari en svellið.

Engin ummæli: