fimmtudagur, september 08, 2005

Pæling: Tónlistararfur neðansjávar

Ég kom í dag við á Borgarbókasafninu í Tryggvagötu á leiðinni heim úr vinnu. Á safninu er mjög myndarlegt safn af þjóðlaga- og heimstónlist til útláns (popp- og rokkgeirinn er ekki eins sómasamlegur). Ég tók mér eitthvað bitastætt, meðal annars disk sem heitir "The Mississippi - River of Song" með undirtitilinn "A Musical Journey Down the Mississippi). Diskurinn, sem er tvöfaldur, er gefinn út af Smithsonian Folkways. Þetta er óhemju veglegur diskur og flottur en þegar ég fór að gaumgæfa hann nánar áttaði ég mig á því að hann spannar að mestu tónlist frá því svæði sem akkúrat núna er á kafi í baneitruðu flóðvatni. Ég velti því óhjákvæmilega fyrir mér í framhjáhlaupi hversu margir tónlistarmannanna sem syngja og spila á diskinum hafi farist eða misst allt sitt í flóðinu. Sumir segja að þarna hafi horfið í heilu lagi vagga djassins, þess eina tónlistararfs sem kalla mætti séramerískan, burt séð frá öllum öðrum mannlegum harmleik.

Engin ummæli: