föstudagur, september 30, 2005

Daglegt líf: Innkaupaferð í Kringlunni

Einstöku sinnum gerum við Vigdís okkur markvissa innkaupaferð, eins og í gær þegar við skelltum okkur í Kringluna á löngum fimmtudegi. Við grömsuðum eitthvað í H&M og keyptum helling af fötum á áfar góðu verði. Jack & Jones hefur hins vegar löngum verið uppáhaldsbúðin mín enda hefur þeim í gegum tíðina tekist að koma mér skemmtilega á óvart. Það hélt ég þangað til í gær. Ég var sem sé búinn að kaupa helstu nauðsynjar á sjálfan min hjá J&J þegar ég álpaðist inn í Bison með Vigdísi. Það var eins og fötin þar hafi beinlínis verið að bíða eftir manni. Ég var líka minnugur þess að síðast þegar ég gekk þarna inn keypti ég mjög góð föt. Jafnvel nærbolina sem ég keypti þar hef ég notað meira en aðra. Ég lét því slag standa og neyddist eiginlega til að læðast út í Íslandsbanka til að kanna innistæðuna á debetkortinu mínu. Mér var eiginlega hætt að lítast á blikuna en hugsaði til þess í leiðinni að líklega þarf ég ekki að kaupa mikið af fötum næstu mánuðina.

Engin ummæli: