laugardagur, október 01, 2005
Lestur: Líffræði. The Evolution of Fatherhood
Eins og lesa má í síðustu færslu er maður búinn að klæða sig upp fyrir næstu mánuði. Þegar barnið stekkur inn í heiminn verður pabbinn mættur í flauelsbuxum til að taka á móti. Eða þannig. En ég keypti líka þennan sama dag litla bók helgaða sama tilgangi. Hún heitir "The Evolution of Fatherhood" og fjallar um það hvernig hinar og þessar dýrategundir sinna feðrahlutverki sínu. Sumar dýrategundir eru svokallaðir "fjarverandi feður" en aðrir sinna afkvæmum sínum stöðugt út alla ævina. Þetta hefur líka breyst svolítið í mannlegu samfélagi gegnum tíðina. Ég vænti þess að "þróunarsaga föðuhlutverksins" komi til með að varpa áhugaverðu ljósi á þetta allt saman. Hún hefur að minnsta kosti fengið frábæra dóma og umsagnir, meðal annars frá Jane Goodall og Elizabeth Marshall Thomas (sem skrifaði eina af mínum uppáhaldsbókum "The Tribe of Tiger"). Spennandi lesning og vonandi uppbyggileg.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli