mánudagur, september 05, 2005
Fréttnæmt: Fæðingar víða og nærri
Ekki veit ég hvað ég hef haft fyrir stafni undanfarna daga annað en það að venja mig við að vakna á morgnana og fara gegnum hefðbundinn vinnudag. Það hefur gengið nokkuð vel, satt að segja, en hugurinn hefur hins vegar verið við tvær fæðingar að undanförnu. Fyrst eignaðist Siggi bróðir sinn fyrsta son rétt fyrir mánaðarmótin (hann á nokkrar dætur fyrir) og hann var að vonum alsæll með árangurinn. Bjartur Logi og Jóhanna eignuðust líka stálpaðan dreng (eins og sjá má á heimasíðu þeirra). Það er allt að gerast. Við Vigdís áttum að vonum mjög auðvelt með að lifa okkur inn í atburðarásina undanfarna daga en lúrum þó enn á okkar. Tíminn verður víst nógu fljótur að líða.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli