sunnudagur, ágúst 28, 2005
Matur: Dýrðarinnar samloka
Við Vigdís fórum í gær í berjamó (við erum búin að vera nokkuð dugleg við það að undanförnu). Fórum Nesjavallaleiðina í átt að Þingvöllum og svo heim. Þá leið hafði ég aldrei farið áður og fannst mikið til þess koma. Veðrið var alveg svakalega fallegt og skemmtilegt að sjá fólk í hverri einustu hlíð að bograst þetta með fötur og skálar. Á Þingvöllum stoppuðum við hins vegar til að borða og þá tók ég upp samloku sem nánast stal senunni. Þetta var mjög svo óhefðbundin túnfiskssamloka þar sem túnfiskurinn hafði ekki verið kurlaður eða blandaður við sósusull heldur naut hann sín í áþreifanlegum flykkjum innan um léttsúra ætiþistla og rauðlauk. Brauðið var smurt með sætu sinnepi, lagt með íssalati. Ekki spillti heiðríkan á Þingvöllum fyrir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli