þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Sjónvarpið: Veraldarrökkvun

Í sjónvarpinu í gærkvöldi var magnaður fræðsluþáttur um "global dimming" eða svokallaða veraldarrökkvun sem virðist vega upp á móti gróðurhúsaáhrifunum. Jón Már kíkti í heimsókn til okkar Vigdísar og sá þáttinn með okkur. Dómsdagsspáin ýtti við okkur öllum. Maður man nú eftir þættinum hér um árið um flóðbylgjuna frá Kanaríeyjum sem átti að geta valdið stórtjóni á Atlantshafi en varð síðan skyndilega að raunveruleika annars staðar á hnettinum fyrir tæpu ári síðan. Global dimming útskýrir vel hvers vegna gróðurhúsaáhrifin skelfilegu séu ekki lengra á veg komin í samanburði við gamlar dómsdagsspár. Nú virðist þetta allt vera að koma heim og saman.

Engin ummæli: