miðvikudagur, ágúst 10, 2005
Daglegt líf: Meðgöngusamvera
Í gær fórum við Vigdís í heimsókn til Bjarts og Jóhönnu í þeim tilgangi að bera saman bumbur, eins og okkur fannst við komast svo hnyttilega að orði, ásamt því að skiptast á meðgöngusögum. Eins og lesa má út úr þessum orðum er Jóhanna ólétt, rétt eins og Vigdís. Hún er því sem næst fjórum mánuðum á undan okkur. Við Vigdís nutum því ekki aðeins kaffiveitinga í góðu tómi heldur fengum við líka mikilvæga innsýn í þann kafla meðgöngunnar sem framundan er. Þau Jóhanna og Bjartur eru nefnilega búin að undirbúa sig mjög vel enda hafa þeim borist föt úr öllum áttum sem geymd eru í þartilgerðri kommóðu, allt sorterað í stærðarröð. Við sáum okkur strax í anda fara að undirbúa lokakafla vegferðarinnar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli