mánudagur, ágúst 08, 2005

Fréttnæmt: Meðgangan. Sónarmyndir.

Í dag fórum við í reglubundna skoðun hjá ljósmóður, og enn virðist allt vera með felldu. Eftir það kíktum við upp á fósturgreiningardeild Landspítalans og sáum barnið í fyrsta skipti með eigin augum þar sem það bylti sér í leginu. Magnað að sjá þetta svona. Við fengum svo að fara heim með fjórar myndir til að sýna vinum og ættingjum. Í dag hefur því verið töluverður gestagangur og notaleg stemning. Við höfum verið spurð töluvert um kynið en enn sem komið er vitum það ekki. Þær upplýsingar geymum við í lokuðu umslagi þar til okkur finnst tímabært að vita það. Hins vegar er fæðingardagsetningin komin á hreint, hún er sett á 31. desember, en það er enn einhverjum breytingum háð. Þegar á hólminn er komið vonumst við til að dagurinn verði hinum megin við áramótin. Kannski þrettándinn...

Engin ummæli: