Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að birta uppskriftina að uppáhalds sumarsúpunni okkar Vigdísar. Við elduðum hana í tvígang í síðustu viku fyrir vini og vandamenn.
Tómatsúpa með ferskjum og rækjum
1 laukur og 1-3 hvítlauksrif eru léttsteikt í olíu ásamt 1-2 tsk. af karrí.
1 dós af niðursoðnum tómötum bætt út í ásamt 4 dl. af fisksoði (vatn + teningar). Látið krauma í 5-10 mín.
Bætið einni dós af niðursoðnum ferskjum (skerið þær í passlega stóra bita) og setjið út í ásamt einum pela af rjóma. Bragðbætið með örlitlum ferskjusafa úr dósinni (drekkið bara restina). Hleypið upp að suðu.
Takið pottinn af hellunni og setjið 200g af rækjum út í (látið ekki sjóða)
Skerið kínakál í mjóa strimla, setjið í skálar og hellið súpunni í.
Mælt er eindregið með góðu brauði sem meðlæti og einhverjum bragðmildum drykk að smekk hvers og eins.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli