föstudagur, nóvember 10, 2006

Matur: Sætur morgunmatur

Ég fékk mér frábæran morgunmat í dag sem eg hef haldið svolítið upp á undanfarið. Um er að ræða óvenjulega samsetningu af tiltölulega venjulegu hráefni. Fyrst fyllir maður skál af sætri ávaxtasúrmjólk (eða jógúrti) og setur út á hana þurrkaða ávexti. Þetta gerir sætleikann fjölbreyttari og áhugaverðari. Siðan er óbragðbættu en fingerðu morgunkorni (ekk músli) bætt út á svo að tannavinnan verði fjölbreyttari.

Mín útgáfa er nákvæmlega þessi:
Perusúrmjólk
Þurrkað ananas/papaya nasl
Óbragðbætt Cheerios (ekki hunangs eða neitt svoleiðis)

Útkoman er svo suðræn að ég fæ mér alltaf tvo diska.

Engin ummæli: