Aftur kominn sunnudagur. Það er farið að verða fyrirsjáanlegt að ég hafi ekki tíma fyrir bloggfærslur nema á sunnudögum. Ég er sjálfur farinn að reikna með því og lít á alla viðbót sem hreinan bónus.
Annars er það helst úr vikunni að frétta að við kíktum í skoðun, litla fjölskyldan. Signý sat á hnénu á mér á meðan ljósmóðirin skoðaði Vigdísi, þ.e.a.s. bumbuna og hjartsláttinn þar. Við feðginin fengum líka að heyra og ég er ekki frá því að Signý hafi kannast við hljóðið. Hún snarhætti að leika sér og var einhvern veginn hugsi yfir þessu. Eiginlega vissi hún ekki hvort henni ætti að þykja þetta sniðugt því hún brosti hálf vandræðalega og var næstum því alvarleg yfir þessu.
Það vill svo til að einmitt í þessari viku sem við fórum í skoðun erum við farin að sjá talsverðan mun á Vigdísi. Hún er farin að finna fyrir spörkum öðru hvoru síðustu daga og bumban hefur snarstækkað á nokkrum dögum. Nú er meðgangan komin á það stig að vera orðin "áþreifanleg" og sýnileg.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli