fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Upplifun: Ekki hundi út sigandi

Þetta er nú meira andstyggilega veðrið. Ekki nóg með að það skelli á með djúpri lægð í tvígang í síðustu viku heldur tekur að kólna í skyggilega í þessari viku. Fimm til tíu stiga frost er svo sem engin nýmæli en að það skuli viðgangast á meðan það er bálhvasst úti á sama tíma gerir upplifunina mannfjandsamlega. Við Signý erum búin að halda okkur innandyra síðustu tvo daga og er farið að leiðast pínulítið. Það er nauðsynlegt að skjótast að heiman, í göngutúr eða bíltúr, svona til að brjóta upp daginn en eins og ég lýsti þá er það óskynsamlegt.

Við förum þó nauðsynlega rúnta, til að skutla Vigdísi í vinnuna og sækja hana. Það lýsir ástandinu hvað best að Signý er vön að leika sér með litla platflösku sem innihélt örlítlar leifar af gosvatni. Núna hringlar í flöskunni, jafnvel hálftíma eftir að lagt var af stað í hægt bílnum (sem hitnar allt of hægt).

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Brrr, manni verður bara kalt á því að lesa þetta...