mánudagur, október 30, 2006

Lestur: Mislestur

Ég var í Bónus í dag og stóð í biðröðinni þar sem við blöstu alls kyns tímarit. Allt í einu sá ég verulega undarlega fyrirsögn yfir mynd af Steingrími Hermannssyni og Guðmundi syni hans og mændi á blaðið. Þar fannst mér standa "Raðnauðganir". Eftir að hafa pússað augun sá ég betur hvað þar stóð: Rauðgrænir. Þar er verið að fjalla um hvernig græni pabbinn (Framsókn) styður við bakið á rauðum syninum (í framboði hjá Samfylkingunni). Þetta minnti mig á gamla mislesturinn á síðum Morgunblaðsins: "Nauðungaruppboð" sem ég misskildi árum saman með þessum sama hætti.

Engin ummæli: