Síðasta sumar trassaði ég mánuðum saman að setja myndir á myndasíðuna. Síðan hef ég verið nokkuð duglegur að bæta úr því. Hins vegar tekur það nokkuð langan tíma að vinna upp margra mánaða eyðu. Það bitnar á nýlegum myndum sem birtast fyrir vikið allar nokkurra vikna gamlar. Ég hef því ákveðið að gera þetta í bland. Fyrir hvern skammt af gömlum myndum (og nú er ég kominn í ágústmánuð) set ég alltaf inn nokkrar nýjar myndir. Þannig lokast hringurinn úr tveimur áttum samtímis.
Nýjustu myndirnar eru frá eftirminnilegu kvöldi í Kópavoginum þar sem við Kristján & Stella, Einar & Sólveig og við Vigdís ákváðum að hittast og leyfa dætrum okkar að kynnast svolítið. Þær eru allar í kringum ársgamlar (fyrir utan eldri dóttur Einars og Sólveigar) en við hittumst ekki fyrr en nú þar sem Kristján og Stella eru búsett erlendis. Þetta var heilmikið fjör.
laugardagur, október 07, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli