Um helgina fór ég í skemmtilega ferð með Birki Frey. Við stukkum á skipulagða Varnarliðsferð frá BSÍ og upp á Miðnesheiði. "Litla Ameríka" er orðin að draugabæ og nöturlegt um að litast. Ekki sála á ferli. Ferðin var þannig skipulögð að það mátti ekki stoppa og fara út. Við urðum að gera okkur að góðu að sitja í rútunni og hlusta á vandaða leiðsögn um svæðið. Það sem sat eftir í mér var hvað ótrúlega miklir fjármunir hafa farið í endurbætur á húsunum og öðrum byggingum á liðnum misserum, sem síðan eru skilin eftir auð (og verða mörg hver rifin). Það er líka fáránlegt hvað miklum verðmætum var beinlínis hent eftir að herinn fór. Það mátti ekki gefa neitt því það hefði komið "markaðnum" utan girðingar úr jafnvægi. Sama máli gegnir um húsnæðið allt sem nú er ónotað. Ekki er búið að skipuleggja nýtingu þess enn þá. Sumt verður rifið en annað fær að standa. Það þarf að huga hratt að nýtingunni þvi íbúðarhúsnæði getur gereyðilagst á einu ári standi það autt. Það þarf ekki nema saklausan leka sem enginn verður var við.
Ég setti nokkrar myndir úr þessari ferð á myndasíðuna ásamt nokkrum öðrum nýlegum úr Granaskjólinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli