miðvikudagur, mars 28, 2007
Daglegt líf: Tilhugsun
Rétt áðan minnti Vigdís mig á að í morgun "væri hún búin að eiga" ef hún hefði gengið jafn langt og með Signýju. En við göngum lengra :-) Páskarnir eru framundan og vonandi nýtast þeir vel til undirbúnings.
miðvikudagur, mars 21, 2007
Tilvitnun: "Frumbyggjar" í eigin landi
Ég var að lesa pistil í Mogganum (18. mars 2007) eftir Björk Bjarnadóttur, sem ég kann engin deili á, en hún skrifar þar um umhverfismál út frá reynslu sinni frá Kanada. Umfjöllunin var almenns eðlis að mestu en mér fannst ein hugmyndin (sem ég gerði að titli færslunnar) þó standa upp úr. Tilvitnun hefst:
"Í Manitoba hafa virkjanir verið reistar í stórum stíl. Landi hefur verið drekkt undir merki framfara og atvinnu. Frumbyggjar hafa þurft að flytja, því land þeirra hefur farið undir uppistöðulón og einnig hafa þeir þurft að horfa upp á forna grafreiti sína fara undir vatn uppistöðulónanna. Þeir hafa ekki séð framfarir eða atvinnu, því allur arðurinn hefur farið til stórfyrirtækjanna, sem veifa leyfum frá ríkinu framan í frumbyggjana sem eru einir fátækustu þegnar Kanada, en ættu að vera þeir ríkustu" ... "Ég er hrædd um að ef við Íslendingar tökum ekki í taumana og segjum nei við meiri stóriðju þá verðum við frumbyggjar í eigin landi. Þar sem erlend stórfyrirtæki fá að nýta okkar hreina land, hreina loft og hreina vatn án þess að leyfa okkur að fá eina krónu af öllum arðinum sem þeir kreista úr auðlindum okkar."
Tilvitnun lýkur.
Þetta virkar á mann eins og svartsýn og langsótt framtíðarspá. Strangt til tekið erum við að njóta ávaxtanna sjálf, til skamms tíma að minnsta kosti, en ef við horfum lengra fram í tímann getur dæmið hins vegar snúist við. Að undanförn hefur alþjóðasamfélagið rofið múrinn sem umlukti lengi vel þjóðir heims. Viðskipti eiga sér stað meira eða minna óháð landamærum. Stórfyrirtæki á heimsvísu eru margfalt öflugri en smærri ríki heims. Þetta á aðeins eftir að aukast, ef svo heldur fram sem horfir í heimsmálum. Hið þunga fótspor stórfyrirtækjanna, verksmiðjurnar og virkjanirnar, verður (ef álvæðingin heldur áfram hömlulaust) svo stór hluti okkar hagkerfis að við gætum þurft að neyðast til að beygja okkur undir duttlunga erlendra valdhafa þegar síst skyldi. Fyrir vikið erum við komin undir hælinn á erlendum aðilum (talandi um fótspor.)
Myndlíkingin um að verða með tímanum eins konar "frumbyggjar" í eigin landi gæti reynst skelfilega nærtæk.
"Í Manitoba hafa virkjanir verið reistar í stórum stíl. Landi hefur verið drekkt undir merki framfara og atvinnu. Frumbyggjar hafa þurft að flytja, því land þeirra hefur farið undir uppistöðulón og einnig hafa þeir þurft að horfa upp á forna grafreiti sína fara undir vatn uppistöðulónanna. Þeir hafa ekki séð framfarir eða atvinnu, því allur arðurinn hefur farið til stórfyrirtækjanna, sem veifa leyfum frá ríkinu framan í frumbyggjana sem eru einir fátækustu þegnar Kanada, en ættu að vera þeir ríkustu" ... "Ég er hrædd um að ef við Íslendingar tökum ekki í taumana og segjum nei við meiri stóriðju þá verðum við frumbyggjar í eigin landi. Þar sem erlend stórfyrirtæki fá að nýta okkar hreina land, hreina loft og hreina vatn án þess að leyfa okkur að fá eina krónu af öllum arðinum sem þeir kreista úr auðlindum okkar."
Tilvitnun lýkur.
Þetta virkar á mann eins og svartsýn og langsótt framtíðarspá. Strangt til tekið erum við að njóta ávaxtanna sjálf, til skamms tíma að minnsta kosti, en ef við horfum lengra fram í tímann getur dæmið hins vegar snúist við. Að undanförn hefur alþjóðasamfélagið rofið múrinn sem umlukti lengi vel þjóðir heims. Viðskipti eiga sér stað meira eða minna óháð landamærum. Stórfyrirtæki á heimsvísu eru margfalt öflugri en smærri ríki heims. Þetta á aðeins eftir að aukast, ef svo heldur fram sem horfir í heimsmálum. Hið þunga fótspor stórfyrirtækjanna, verksmiðjurnar og virkjanirnar, verður (ef álvæðingin heldur áfram hömlulaust) svo stór hluti okkar hagkerfis að við gætum þurft að neyðast til að beygja okkur undir duttlunga erlendra valdhafa þegar síst skyldi. Fyrir vikið erum við komin undir hælinn á erlendum aðilum (talandi um fótspor.)
Myndlíkingin um að verða með tímanum eins konar "frumbyggjar" í eigin landi gæti reynst skelfilega nærtæk.
Daglegt líf: Vinnan og tilhögun feðraorlofs
Nú eru tæpar tvær vikur í páskafrí og eftir það vinn ég aðeins í þrjá daga áður en feðraorlofið gengur í garð. Veri það velkomið. Ég mun teygja fríið fram í sumarbyrjun og fara þá í hefðbundið sumarfrí. Næsta haust verða eftir nokkrar vikur af orlofinu mínu. Ég hef ekki enn ákveðið hvenær best sé að taka það út (hef 18 mánaða svigrúm eftir fæðinguna).
Annars eyði ég ekki miklu púðri í að hlakka til frísins því það er nóg að gera í vinnunni - flest af því mjög skemmtilegt. Til dæmis er ég að vinna þróunarverkefni í samvinnu við smíðakennarann. Við erum að þróa og smíða ýmiss konar spil og þrautir fyrir krakka. Grunnhugmyndin er sú að talsverður fjöldi nemenda hjá okkur (og í skólakerfinu yfirleitt) á erfitt með að vinna í hefðbundnu námsefni og þarf að nálgast efnið á áþreifanlegri hátt. Sem dæmi má nefna Tangram-þrautir sem falla inn í þar til gert skapalón, Sudoku-þrautir sem byggja á spjöldum sem þarf að raða saman og svo landakort sem sagað er út í við og sett fram sem púsluþraut.
Annars eyði ég ekki miklu púðri í að hlakka til frísins því það er nóg að gera í vinnunni - flest af því mjög skemmtilegt. Til dæmis er ég að vinna þróunarverkefni í samvinnu við smíðakennarann. Við erum að þróa og smíða ýmiss konar spil og þrautir fyrir krakka. Grunnhugmyndin er sú að talsverður fjöldi nemenda hjá okkur (og í skólakerfinu yfirleitt) á erfitt með að vinna í hefðbundnu námsefni og þarf að nálgast efnið á áþreifanlegri hátt. Sem dæmi má nefna Tangram-þrautir sem falla inn í þar til gert skapalón, Sudoku-þrautir sem byggja á spjöldum sem þarf að raða saman og svo landakort sem sagað er út í við og sett fram sem púsluþraut.
sunnudagur, mars 18, 2007
Fréttnæmt: Fæðingarafmæli og skírnarafmæli
Jæja, þá er maður snögglega orðinn eldri en í gær. Reyndar er dagurinn í dag fyrsta stórafmæli mitt síðan við Vigdís kynntumst (en ég var einmitt nýorðinn þrítugur þegar það var). Við héldum upp á daginn með því að baka pönnukökur. Í tilefni af eigin afmæli ákvað ég að bjóða upp á óhefðbundna fyllingu ásamt þessari venjulegu með rjómanum og sultunni. Hún var fengin úr maíblaði Gestgjafans frá því í fyrra og hljóðaði svona: vanilluskyr og mascarpone-ostur með hlynsýrópi, pekan-hnetum og bláberjum. Ég hef lengi gælt við það að bjóða upp á svona pönsur en aldrei getað réttlætt slíka tilraunastarfsemi á kostnað saklausra gesta, ekki fyrr en nú (enda minn dagur, þannig séð). Þrátt fyrir vel heppnaða tilraun (hún þótti mjög bragðgóð blandan) þá hafði gamla góða rjómafyllingin samt vinninginn á endanum.
Ég fékk ósköp fínar gjafir. Ýmsar peysu, síðerma bol og sumarlega skyrtu; lítið og nett heimilistæki sem moppar fyrir mig gólfið (Robomop); útskorna sápu; ísskálasett (sem nýtast einnig sem morgunverðarskálar) og íslensku orðabókina frá Eddu. Orðabókina fékk ég frá Vigdísi og hana ákváðum við að fjárfesta í vegna þess að við erum svo miklir skrabblarar. Aldrei höfum við haft orðabók við höndina. Þetta mun því vera eins konar fyrirheit um spilamennsku framundan.
Afmælið var annars með rólegu sniði. Snjórinn brakaði í kuldanum úti og sterk vorsólin hitaði stofuna okkar. Signý sprangaði um á milli gestanna eins og hún væri sjálft afmælisbarnið. Að vissu leyti átti hún afmæli líka, því nú er ár liðið frá því hún var skírð. Rétt fyrir svefninn tókum við Vigdís okkur því til, rétt eftir að Signý var sofnuð, og horfðum á upptökur frá skírninni hennar. Mikið var hún lítil þá. Varla fær um að fókusera á neitt í umhverfinu, flöktandi augnaráð og alveg hjálparvana. Það fór eiginlega alveg um okkur að horfa á hana svona litla aftur. Á meðan létum við skírnarkertið hennar loga.
Ég fékk ósköp fínar gjafir. Ýmsar peysu, síðerma bol og sumarlega skyrtu; lítið og nett heimilistæki sem moppar fyrir mig gólfið (Robomop); útskorna sápu; ísskálasett (sem nýtast einnig sem morgunverðarskálar) og íslensku orðabókina frá Eddu. Orðabókina fékk ég frá Vigdísi og hana ákváðum við að fjárfesta í vegna þess að við erum svo miklir skrabblarar. Aldrei höfum við haft orðabók við höndina. Þetta mun því vera eins konar fyrirheit um spilamennsku framundan.
Afmælið var annars með rólegu sniði. Snjórinn brakaði í kuldanum úti og sterk vorsólin hitaði stofuna okkar. Signý sprangaði um á milli gestanna eins og hún væri sjálft afmælisbarnið. Að vissu leyti átti hún afmæli líka, því nú er ár liðið frá því hún var skírð. Rétt fyrir svefninn tókum við Vigdís okkur því til, rétt eftir að Signý var sofnuð, og horfðum á upptökur frá skírninni hennar. Mikið var hún lítil þá. Varla fær um að fókusera á neitt í umhverfinu, flöktandi augnaráð og alveg hjálparvana. Það fór eiginlega alveg um okkur að horfa á hana svona litla aftur. Á meðan létum við skírnarkertið hennar loga.
föstudagur, mars 16, 2007
Fréttnæmt: Tennur og meðganga
Loks nær maður að pústa í vikulokin. Þetta eru annasamar vikur eins og gefur að skilja, enda Signý komin á fullt og samtímis örstutt í fæðingu hjá Vigdísi. Ljósmóðir hennar reiknar með að fæðingin verði í fyrra fallinu (þ.e.a.s. fyrir settan dag, sem er fimmtándi apríl). Ekki veit ég hvað hún hefur fyrir sér í því en hef þó sterkan grun um að innsæi ljósmóður sé nokkuð marktækt. Vigdísi finnst sjálfri líka eins og það sé stutt í land. Fyrir vikið erum við með hugann við að undirbúa heimilið þessa dagana. Vaggan kom upp á ný fyrir um tveimur vikum og á sama tíma erum við að reyna að taka til og hagræða ýmsu á heimilinu.
Signý fór í skoðun í vikunni, fimmtán mánaða skoðun. Síðan hún leit við síðast hjá hjúkrunarkonunni (tólf mánaða skoðun) hefur ansi mikið gerst. Signý er náttúrulega farin að vafra um eins og sögufræg stjarna þöglu kvikmyndanna, eins og áður sagði, með göngulagið hæfilega útskeift. Hún virkar svo óskaplega sjalfstæð við það eitt að labba sjálf og skoða sig um. Svo er gómurinn allur að springa út, bókstaflega. Einar átta nýjar tennur eru að gægjast fram, bæði augntennur og fremsti jaxl í öllum fjórðungum. Eftir þessu hefur ansi lengi verið beðið. Í águst síðastliðnum var Signý þegar komin með átta tennur - og það þótti mjög mikið. Þetta var á sama tíma og systir Signýjar boðaði komu sína í heiminn, eins og menn muna, og á táknrænan hátt er eins og framskrið tannanna hjá Signýju hafi stöðvast við það. Upp úr áramótum hélt ferlið hins vegar áfram og á fárra vikna tímabili komu næstu átta tennur.
Signý fór í skoðun í vikunni, fimmtán mánaða skoðun. Síðan hún leit við síðast hjá hjúkrunarkonunni (tólf mánaða skoðun) hefur ansi mikið gerst. Signý er náttúrulega farin að vafra um eins og sögufræg stjarna þöglu kvikmyndanna, eins og áður sagði, með göngulagið hæfilega útskeift. Hún virkar svo óskaplega sjalfstæð við það eitt að labba sjálf og skoða sig um. Svo er gómurinn allur að springa út, bókstaflega. Einar átta nýjar tennur eru að gægjast fram, bæði augntennur og fremsti jaxl í öllum fjórðungum. Eftir þessu hefur ansi lengi verið beðið. Í águst síðastliðnum var Signý þegar komin með átta tennur - og það þótti mjög mikið. Þetta var á sama tíma og systir Signýjar boðaði komu sína í heiminn, eins og menn muna, og á táknrænan hátt er eins og framskrið tannanna hjá Signýju hafi stöðvast við það. Upp úr áramótum hélt ferlið hins vegar áfram og á fárra vikna tímabili komu næstu átta tennur.
mánudagur, mars 12, 2007
Tilvitnun: Um Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar
Ég las um helgina átakanlega frásögn manns sem sendur var í Breiðuvík á sínum tíma, samhliða frásögn móður hans (sem nú er orðin vel "fullorðin"). Allir vita í dag hvernig Breiðavík var, hvernig forstöðumaður staðarins fékk útrás fyrir pyntingarhvöt á strákunum sem þar voru vistaðir, hvernig reglulegar nauðganir áttu sér stað (og voru sumir þar meira í uppáhaldi en aðrir), hvernig kona forstöðumannsins stundaði sálrænar pyntingar á strákunum með ýmsum hætti og hvernig þeir voru í sjálfheldu á einum afskekktasta kima landsins og gátu ekki einu sinni sent óritskoðað bréf eða kvartað símleiðis (því andað var ofan í hálsmálið á þeim á meðan símtalinu stóð).
Í þessu viðtali kom hins vegar margt gruggugt í ljós varðandi fólkið fyrir sunnan, þá aðila sem stóðu fyrir því að drengirnir voru sendir vestur á Breiðuvík. Barnaverndaryfirvöld í Hafnarfirði ruddust inn á heimili fólks án leitarheimildar, án vitundar lögreglu yfir höfuð, og jafnvel í fjarveru íbúa (innbrot sem sagt), og tóku í þessu tilviki umræddan pilt og sendu hann án samþykkis móður með flugi vestur (þangað var hann farinn áður en móðirin gat klagað í lögregluyfirvöld). Eina sem hægt var að finna að heimilisrekstri þessarar fjölskyldu var það að móðirin var einstæð og þurfti að ala upp nokkur börn (þurfti því að vinna talsvert og bjó við takmörkuð efni). Einn sonanna hafði þar að auki verið staðinn að því að hnupla í félagsskap eldri drengja. Þeir sem eldri voru (og ábyrgir) í þeim hópi sluppu við að vera sendir vestur vegna þess að þeir höfðu sterkara bakland heima við. Í Hafnarfirði á þessum tíma var mikil stéttaskipting og mjög áberandi hvernig litið var niður á einstæð foreldri og fátæklinga (eins og eflaust var gert víðar á Íslandi á þeim tíma). Það er hér sem ég vil staldra við tvær eftirminnilegar klausur og set þær fram sem beinar tilvitnanir:
Móðir: "Barnaverndarnefnd tók af mér barnið mitt og gaf engar skýringar. Ég hef alltaf verið reglumanneskja, aldrei drukkið né reykt og eyddi öllum mínum frítíma heima hjá börnunum mínum. Ég gerði þessu fólki ekki neitt, ég skil ekki enni í dag af hverju það ofsótti mig og heimili mitt. Eldri drengirnir, sem báru væntanlega meiri ábyrgð en K., voru ekki teknir af sínum foreldrum - þeir hafa væntanlega mátt sín meira en ég. Þetta var mikið óréttlæti." (Mbl, 11. mars 2007, bls.20)
Ég get ekki betur séð en að grunngildin séu þarna í heiðri höfð á þessu heimili, samkvæmt skilningi okkar í dag. Sonurinn minnist á þetta sama og kemur með mjög skuggalegan samanburð:
Sonur: "Og mér finnst undarlegt til þess að hugsa að meðan barnaverndarnefndin var önnum kafin við að skipta sér af heimili okkar, þar sem hvorki var drykkjuskapur, ofbeldi né kynferðisleg misbeiting, þá gerði þessi sama nefnd ekkert til að hjálpa Thelmu Ásdísardóttur og systrum hennar, sem fjöldi fólks vissi að voru misnotaðar og höfðu reynt að gera aðvart þar um." (sama blað, bls. 22)
Þarna var meginsyndin sem sagt sú að vera lágt settur í þjóðfélagsstiganum. Aðrar syndir sem tengjast almennum ólifnaði voru léttvægar í samanburði. Hafa lifsgildin breyst svona mikið? Eða var drykkjuskapur það víða að erfitt var (eða ómögulegt) að amast við honum. Fátæktin var þægilegra bitbein því hún afmarkaðist við ákveðinn hóp (og gat því ekki snúist í höndunum á kúgaranum). Þarna var kannski ekki um að ræða raunverulegt siðferðismat heldur hreina og klára valdníðslu þar sem hvert tækifæri var notað til að traðka á þeim sem almennt voru hunsaðir í samfélaginu og gátu ekki varið sig. Sá grunur ágerist við það að heyra umræddan son segja frá því að Guðmunda í Breiðuvík (kona forstöðumannsins) hafi einhvern tímann (á seinni tímum) fengið sæti í "einhverri nefnd" á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Hvort það var barnaverndarnefnd fylgdi nú ekki sögunni, en það væri eftir öllu.
Í þessu viðtali kom hins vegar margt gruggugt í ljós varðandi fólkið fyrir sunnan, þá aðila sem stóðu fyrir því að drengirnir voru sendir vestur á Breiðuvík. Barnaverndaryfirvöld í Hafnarfirði ruddust inn á heimili fólks án leitarheimildar, án vitundar lögreglu yfir höfuð, og jafnvel í fjarveru íbúa (innbrot sem sagt), og tóku í þessu tilviki umræddan pilt og sendu hann án samþykkis móður með flugi vestur (þangað var hann farinn áður en móðirin gat klagað í lögregluyfirvöld). Eina sem hægt var að finna að heimilisrekstri þessarar fjölskyldu var það að móðirin var einstæð og þurfti að ala upp nokkur börn (þurfti því að vinna talsvert og bjó við takmörkuð efni). Einn sonanna hafði þar að auki verið staðinn að því að hnupla í félagsskap eldri drengja. Þeir sem eldri voru (og ábyrgir) í þeim hópi sluppu við að vera sendir vestur vegna þess að þeir höfðu sterkara bakland heima við. Í Hafnarfirði á þessum tíma var mikil stéttaskipting og mjög áberandi hvernig litið var niður á einstæð foreldri og fátæklinga (eins og eflaust var gert víðar á Íslandi á þeim tíma). Það er hér sem ég vil staldra við tvær eftirminnilegar klausur og set þær fram sem beinar tilvitnanir:
Móðir: "Barnaverndarnefnd tók af mér barnið mitt og gaf engar skýringar. Ég hef alltaf verið reglumanneskja, aldrei drukkið né reykt og eyddi öllum mínum frítíma heima hjá börnunum mínum. Ég gerði þessu fólki ekki neitt, ég skil ekki enni í dag af hverju það ofsótti mig og heimili mitt. Eldri drengirnir, sem báru væntanlega meiri ábyrgð en K., voru ekki teknir af sínum foreldrum - þeir hafa væntanlega mátt sín meira en ég. Þetta var mikið óréttlæti." (Mbl, 11. mars 2007, bls.20)
Ég get ekki betur séð en að grunngildin séu þarna í heiðri höfð á þessu heimili, samkvæmt skilningi okkar í dag. Sonurinn minnist á þetta sama og kemur með mjög skuggalegan samanburð:
Sonur: "Og mér finnst undarlegt til þess að hugsa að meðan barnaverndarnefndin var önnum kafin við að skipta sér af heimili okkar, þar sem hvorki var drykkjuskapur, ofbeldi né kynferðisleg misbeiting, þá gerði þessi sama nefnd ekkert til að hjálpa Thelmu Ásdísardóttur og systrum hennar, sem fjöldi fólks vissi að voru misnotaðar og höfðu reynt að gera aðvart þar um." (sama blað, bls. 22)
Þarna var meginsyndin sem sagt sú að vera lágt settur í þjóðfélagsstiganum. Aðrar syndir sem tengjast almennum ólifnaði voru léttvægar í samanburði. Hafa lifsgildin breyst svona mikið? Eða var drykkjuskapur það víða að erfitt var (eða ómögulegt) að amast við honum. Fátæktin var þægilegra bitbein því hún afmarkaðist við ákveðinn hóp (og gat því ekki snúist í höndunum á kúgaranum). Þarna var kannski ekki um að ræða raunverulegt siðferðismat heldur hreina og klára valdníðslu þar sem hvert tækifæri var notað til að traðka á þeim sem almennt voru hunsaðir í samfélaginu og gátu ekki varið sig. Sá grunur ágerist við það að heyra umræddan son segja frá því að Guðmunda í Breiðuvík (kona forstöðumannsins) hafi einhvern tímann (á seinni tímum) fengið sæti í "einhverri nefnd" á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Hvort það var barnaverndarnefnd fylgdi nú ekki sögunni, en það væri eftir öllu.
föstudagur, mars 09, 2007
Upplifun: Sókn er besta vörnin
Signý gerði sér lítið fyrir og beit mig í dag! Ég er ekki að tala um þetta venjulega þegar maður er með fingurna uppi í henni að reyna að ná í eitthvað sem hún stakk upp í sig. Það er ekki tekið með. Það er óvart. Þetta var hins vegar viljandi, held ég. Ég sem sagt hélt á henni og hún var orðin eitthvað þreytt og pirruð og lét sig "leka" í fanginu á mér og gaf frá sér söngl sem ég tengi við þreytu. Við það bar ég vísifingur að vörunum á henni og stríddi henni eiginlega með því að "bulla" í vörunum (hvað kallar maður þetta eiginlega?). Þá teygði hún sig fram og beit mig markvisst. Smástund. Ég var svo hissa að ég fann eiginlega ekkert til og reyndi ekkert að losa fingurinn. Það var skýrt og greinilegt far á fingrinum á eftir. "Ja, hérna", hugsaði ég með sjálfum mér. Það fyndna er að mér fannst ég eiga þetta skilið.
þriðjudagur, mars 06, 2007
Þroskaferli: Farin að ganga
Í gær var merkilegur dagur í lífi Signýjar. Hún byrjaði að ganga fyrir alvöru. Hér miðast dagurinn við það að hún er farin að ganga sér til gagns (þ.e. hún gengur núna meira á milli staða en hún skríður).
Aðdragandinn hefur verið býsna langur. Hún er búin að geta staðið nokkuð lengi, allt frá í desember síðastliðnum, og virtist lengi vel bara dunda sér við það að fara upp og setjast aftur niður. Þegar hún fór á milli staða prófaði hún yfirleitt bara að taka eitt skref en varð strax eitthvað óörugg við það og lét sig síga niður á fjóra fætur jafnharðan. Undanfarnar vikur hefur hún hins vegar sífellt daðrað meira við að ganga. Hún er greinilega mjög meðvituð um að það getur verið mjög vont að detta (hefur svosem lent í því eins og aðrir). Hún er því búin að stúdera það hvernig best er að bera fyrir sig hendurnar - þegar maður fellur fram á við. Hún beinlínis slær báðum lófunum sléttum niður, mjög markvisst, eins og maður lærir í júdó. Þetta er eiginlega svolítið flott hjá henni.
Um síðustu helgi fóru gestir og gangandi að taka eftir því að hún var farin að þora að stíga nokkur skref í einu. Oftast gekk hún ofurvarlega á milli tveggja hluta, yfirleitt til hliðar með fætur sundur og saman á víxl, eins og hún væri að þreifa sig eftir einstigi. Svo var það bara í gær að hún virtist allt í einu mjög örugg og fór að ganga fram á við sallaróleg eins og ekkert væri sjálfsagðara. Göngulagið minnti svolítið á Chaplin á köflum en það er svo sem ekki leið samlíking.
Aðdragandinn hefur verið býsna langur. Hún er búin að geta staðið nokkuð lengi, allt frá í desember síðastliðnum, og virtist lengi vel bara dunda sér við það að fara upp og setjast aftur niður. Þegar hún fór á milli staða prófaði hún yfirleitt bara að taka eitt skref en varð strax eitthvað óörugg við það og lét sig síga niður á fjóra fætur jafnharðan. Undanfarnar vikur hefur hún hins vegar sífellt daðrað meira við að ganga. Hún er greinilega mjög meðvituð um að það getur verið mjög vont að detta (hefur svosem lent í því eins og aðrir). Hún er því búin að stúdera það hvernig best er að bera fyrir sig hendurnar - þegar maður fellur fram á við. Hún beinlínis slær báðum lófunum sléttum niður, mjög markvisst, eins og maður lærir í júdó. Þetta er eiginlega svolítið flott hjá henni.
Um síðustu helgi fóru gestir og gangandi að taka eftir því að hún var farin að þora að stíga nokkur skref í einu. Oftast gekk hún ofurvarlega á milli tveggja hluta, yfirleitt til hliðar með fætur sundur og saman á víxl, eins og hún væri að þreifa sig eftir einstigi. Svo var það bara í gær að hún virtist allt í einu mjög örugg og fór að ganga fram á við sallaróleg eins og ekkert væri sjálfsagðara. Göngulagið minnti svolítið á Chaplin á köflum en það er svo sem ekki leið samlíking.
fimmtudagur, mars 01, 2007
Upplifun: Fæðingarorlofsumsóknarferli (27 stafir)
Þetta er ótrúlegt vesen! Við Vigdís þurfum að senda inn fæðingarorlofsumsókn þessa dagana og ég get svarið það að þetta er langtum flóknara en skattframtal nokkurn tímann. Jæja, ég hef nú aldrei verið mikil eignamaður gegnum tíðina þannig að þetta er ekki fyllilega sambærilegt en engu að síður skýtur það verulega skökku við að á meðan skattframtalið nýtir sér tölvutæknina til hins ýtrasta og verður sjálfvirkara með hverju árinu þá eru umsóknir um fæðingarorlofspeninga eins og aftan úr fornöld. Í fyrsta lagi þá er allt gert á pappír. Það er reyndar hægt að nálgast umsóknareyðublöð á netinu en það breytir því ekki að það þarf að kvitta fyrir og svoleiðis. Það kallar á pappír. Síðan þarf að senda gögnin. Nú er sjóðurinn ekki lengur til húsa við Hlemm (hjá Tryggingastofnun) heldur þarf maður að senda þau með gamaldags póstflutningum til Hvammstanga. Þessi tilfæring er alveg glæný. Siðast löbbuðum við bara á "Hlemm" og fengum þar ráð, afgreiddum málin hjá starfsmönnum, leyfðum þeim að renna augum yfir pappírana og fengum athugasemdir ef svo bar undir - og skiluðum svo inn með handabandi. Fínt að sniðganga tölvutæknina ef raunveruleg samskipti bæta það upp. Núna er maður bara í lausu lofti (ekki stoðar að rifja upp hvað maður gerði í fyrra því pappírsvesenið var í eðli sínu langt frá því að vera minnisstætt). Til að bæta gráu ofan á svart þá er starfsemi sjóðsins svo nýflutt norður að þau á Hvammstanga vita enn ekki almennilega hvernig á að aðstoða mann með útfyllinguna. Þau vísa manni bara á netið. Sú síða er til staðar en hún er takmörkuð og að auki meingölluð. Hún skilar til að mynda engu þegar maður ætlar sér að prenta út eyðublöðin (við fengum það gegnum aðra síðu).
Nú mætti spyrja sig hvort þetta sé nokkurt mál þrátt fyrir þetta? Þetta hlýtur að segja sig allt sjálft ef maður beitir skynseminni, ekki satt? Svarið er einfaldlega nei, það er búð að útrýma skynseminni í öllu þessu ferli. Sjáið til: Skila þarf svokallaðri "Tilkynningu" um fæðingarorlof til vinnuveitanda. Maður er jú að segja upp um stundarsakir og yfirmaður manns þarf ráðrúm til að fylla skarðið á meðan (þetta þarf að gerast með minnst átta vikna fyrirvara). Yfirmaður fer yfir þetta með manni og kvittar fyrir. Þetta gera báðir foreldrar í sitt hvoru lagi. Þetta er, merkilegt nokk, gert í tvígang á tvö nauðalík eyðublöð - annað þeirra fer á launaskrifstofu vinnustaðarins (mögulega gegnum yfirmann) en hitt fer í Fæðingarorlofssjóð. Sem sagt fjögur blöð. Síðan þurfa foreldrar að fylla út sameiginlegan þríblöðung sem er hin eiginlega "umsókn" um fæðingarorlof sem sendist til Sjóðsins (fyrir norðan). Þar koma fram nánast sömu upplýsingar og á "tilkynningunni" en það sem kom verulega aftan að mér var að yfirmaður manns þarf að kvitta undir þetta líka. (Ég spyr sjálfan mig: Til hvers var "tilkynningin" eiginlega ef "umsóknin" fer líka gegnum yfirmanninn? Dugar hún þá ekki sem tilkynning ein og sér ef hann þaf að samþykkja hana líka? Þetta veldur sem sagt þvi að ég þarf að mæta aftur á skrifstofu skólastjóra með eyðublað til kvittunar). Við þetta bætist að bæði þurfum við að skila inn tveimur síðustu launamiðum (eða afrit af þeim) ásamt vottorði læknis um að Vigdís sé raunverulega ólétt - ásamt vottaðri "settri" dagsetningu. Þannig að ... já, þetta er ansi mikið púsl. Hvergi á einum stað er ferlinu lýst almennilega þannig að maður þarf að reka sig á, pirra sig á sífelldum tvíverknaði og þríverknaði, og bera gögn á milli húsa. Að lokum þarf að senda gögnin með gamla póstkerfinu. Er þetta hægt?
Það liggur við að ég hlakki núna til að afgreiða skattframtalið því það er svo lipurt og löðurmannlegt í samanburði.
Nú mætti spyrja sig hvort þetta sé nokkurt mál þrátt fyrir þetta? Þetta hlýtur að segja sig allt sjálft ef maður beitir skynseminni, ekki satt? Svarið er einfaldlega nei, það er búð að útrýma skynseminni í öllu þessu ferli. Sjáið til: Skila þarf svokallaðri "Tilkynningu" um fæðingarorlof til vinnuveitanda. Maður er jú að segja upp um stundarsakir og yfirmaður manns þarf ráðrúm til að fylla skarðið á meðan (þetta þarf að gerast með minnst átta vikna fyrirvara). Yfirmaður fer yfir þetta með manni og kvittar fyrir. Þetta gera báðir foreldrar í sitt hvoru lagi. Þetta er, merkilegt nokk, gert í tvígang á tvö nauðalík eyðublöð - annað þeirra fer á launaskrifstofu vinnustaðarins (mögulega gegnum yfirmann) en hitt fer í Fæðingarorlofssjóð. Sem sagt fjögur blöð. Síðan þurfa foreldrar að fylla út sameiginlegan þríblöðung sem er hin eiginlega "umsókn" um fæðingarorlof sem sendist til Sjóðsins (fyrir norðan). Þar koma fram nánast sömu upplýsingar og á "tilkynningunni" en það sem kom verulega aftan að mér var að yfirmaður manns þarf að kvitta undir þetta líka. (Ég spyr sjálfan mig: Til hvers var "tilkynningin" eiginlega ef "umsóknin" fer líka gegnum yfirmanninn? Dugar hún þá ekki sem tilkynning ein og sér ef hann þaf að samþykkja hana líka? Þetta veldur sem sagt þvi að ég þarf að mæta aftur á skrifstofu skólastjóra með eyðublað til kvittunar). Við þetta bætist að bæði þurfum við að skila inn tveimur síðustu launamiðum (eða afrit af þeim) ásamt vottorði læknis um að Vigdís sé raunverulega ólétt - ásamt vottaðri "settri" dagsetningu. Þannig að ... já, þetta er ansi mikið púsl. Hvergi á einum stað er ferlinu lýst almennilega þannig að maður þarf að reka sig á, pirra sig á sífelldum tvíverknaði og þríverknaði, og bera gögn á milli húsa. Að lokum þarf að senda gögnin með gamla póstkerfinu. Er þetta hægt?
Það liggur við að ég hlakki núna til að afgreiða skattframtalið því það er svo lipurt og löðurmannlegt í samanburði.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)