föstudagur, mars 09, 2007

Upplifun: Sókn er besta vörnin

Signý gerði sér lítið fyrir og beit mig í dag! Ég er ekki að tala um þetta venjulega þegar maður er með fingurna uppi í henni að reyna að ná í eitthvað sem hún stakk upp í sig. Það er ekki tekið með. Það er óvart. Þetta var hins vegar viljandi, held ég. Ég sem sagt hélt á henni og hún var orðin eitthvað þreytt og pirruð og lét sig "leka" í fanginu á mér og gaf frá sér söngl sem ég tengi við þreytu. Við það bar ég vísifingur að vörunum á henni og stríddi henni eiginlega með því að "bulla" í vörunum (hvað kallar maður þetta eiginlega?). Þá teygði hún sig fram og beit mig markvisst. Smástund. Ég var svo hissa að ég fann eiginlega ekkert til og reyndi ekkert að losa fingurinn. Það var skýrt og greinilegt far á fingrinum á eftir. "Ja, hérna", hugsaði ég með sjálfum mér. Það fyndna er að mér fannst ég eiga þetta skilið.

Engin ummæli: