föstudagur, ágúst 31, 2007
Upplifun: Fagnaðarfundir
Það er alltaf gaman að taka á móti Signýju í leikskólanum. Hún hrópar upp yfir sig "pa-ba" og ljómar öll. Ég hef tekið eftir því að þetta er líka ákveðið ánægjuefni hjá starfsfólkinu. Þegar ég gægist fyrir hornið á hana leika sér (og læt lítið fara fyrir mér) þá er sá starfsmaður sem fyrstur tekur eftir mér mjög fljótur að vekja athygli Signýjar á því að ég sé kominn og brosir svo í kampinn. Í gær var hún stödd í "salnum" (sem er ílöng stofa með púðum og grindum) og var stödd í fjærendanum þegar ég gægðist inn. Við það að taka eftir mér kom hún hlaupandi, tiplandi á táberginu, og stökk í fangið á mér (svona eins og "Húsið á sléttunni", ef menn muna eftir því). Þetta var í fyrsta skiptið sem ég sá hana virkilega hlaupa með þessum hætti. Ég tók þess vegna sérstaklega eftir því hvernig hún hljóp (hún er táfeti mikill). Ég velti því fyrir mér ósjálfrátt hvort hún væri að ná þessari hreyfifærni fyrst núna eða hvort hún gæti einfaldlega ekki hlaupið heima sökum plássleysis (þar sem þröskuldar og hurðir eru á alla kanta og herbergin frekar þröng). Seinna um daginn komu gestir í heimsókn til okkar og þá sá ég hana rjúka að dyrum, skoppandi með sínum hætti, á svipaðan hátt og í leikskólanum. Hún er bara orðin býsna örugg með sig. Það munar greinilega um leikskólann því hér heima hefði hún fengið minni hvatningu til að hlaupa um (í göngutúrum erum við svo róleg, að það er eiginlega heldur ekki að marka). Nú er hún búin að vera í leikskólanum samfellt í þrjár vikur án þess að veikjast, og það er gleðiefni fyrir okkur sem erum minnug þess hvað sumarið var erfitt að þessu leyti.
mánudagur, ágúst 27, 2007
Daglegt líf: Ýmis stórinnkaup
Undanfarnar vikur höfum við Vigdís látið verða af ýmsum fyrirhuguðum stórinnkaupum sem lengi hafa vaxið okkur í augum. Okkur vantaði stærra rúm fyrir Hugrúnu (sem er vaxin upp úr vöggunni), ég þurfti nauðsynlega að uppfæra tölvuna mína (sem var orðinn dragbítur í öllum verkefnum) og svo langaði mig mikið til að kaupa vagn fyrir Signýju sem hægt er að tengja við hjól þannig að við getum saman stundað alvöru útivist.
Við létum fyrst vaða rétt upp úr verslunarmannahelgi og keyptum þá þennan frábæra reiðhjólavagn í Erninum. Þetta er rándýr græja sem ég hafði haft í sigtinu vikum saman, en ákveðið að bíða með að kaupa þar til á haustútsölunni. Vagninn er hægt að tengja við hjól eins og ég reiknað með en alls kyns aukafylgibúnaður gerir manni kleift að breyta honum í ýmislegt annað. Það er hægt að breyta honum í skokkvagn (með stóru hjóli að framanverðu) og venjulega kerru (með tveimur nettum kerruhjólu) auk þess sem hægt er að festa hann við mittið og ganga fjöll eða setja undir hann skíði og arka með hann á göngusíðum. Við Signý erum bæði hæstánægð með vagninn og njótum þess að fara yfir torfærur í honum. Hann þolir það vel að skrönglast yfir stórgrýti á stóru hjólunum og þá samsetningu höfum við helst notað til þessa enda dugleg að fara í fjörurnar allt í kring.
Signý í nýju kerrunni
Originally uploaded by Steiniberg.
Nokkrum dögum eftir að ég keypti vagninn frétti ég (hjá sérlegum Macintosh-útsendara mínum) af mjög öflugri tölvu til sölu á ekki nema fjörtíu-þúsundkall! Eftir að hafa gaumgæft tölvuna vel og skoðað með fyrrum eiganda komst félagi minn að því að þetta væri afbragðstölva, mjög öflug (tveir gígabæta örgjörvar), með gott minni og hraðvirk. Hún klárar verkefni á augabragði sem hin réði varla við. Það sem var einna mest traustvekjandi við tölvuna var að fyrrum eigandi notaði hana til að klippa kvikmyndir (starfandi hjá Sjónvarpsstöð) og þurfti bara að losa sig við hana vegna þess að hann var að flytja til útlanda. Gæti ekki verið flottara!
Að endingu, ekki löngu síðar, keyptum við rúm handa Signýju. Hún fékk sem sagt nýtt rúm (eins og þetta hér nema í furu, gult semsagt) á meðan Hugrún fékk, í leiðinni, gamla rúmið hennar Signýjar. Báðar græddu þær á kaupunum. Reyndar var Signý ekkert allt of hress með þetta til að byrja með. Hún hristi hausinn þegar hún kom heim úr leikskólanum (við vorum búin að stilla öllu upp) og tuldraði "nei" fyrir munni sér. Það tók hana nokkra daga að átta sig almennilega á breytingunni og það sem meira var, hún sá að Hugrún fékk rúmið hennar.
Er þetta ekki rúmið mitt?
Originally uploaded by Steiniberg.
Kannski varð hún afbrýðisöm eða upplifði höfnun (Hugrún sefur inni hjá okkur en hún ekki), það vitum við ekki. Kannski fannst henni bara óþægilegt að hafa ekki rimlana. Við brugðum hins vegar á það ráð, til að hvekkja hana ekki frekar, að leyfa henni að sofa uppí hjá okkur fyrstu dagana. Þá vorum við þar saman í einu herbergi öll fjögur - mjög huggulegt - en á endanum fór Signý að sætta sig við nýja rúmið sem næturstað. Það fylgir hins vegar sögunni að Hugrúnu líður afar vel í stóra rúminu, enda var hún farin að bylta sér ansi mikið í vöggunni. Hún sefur lengur og værar en áður.
Breytt herbergi
Originally uploaded by Steiniberg.
Á meðan á öllu þessu stóð vorum við Vigdís nokkuð duglega að skoða íbúðir og fundum reyndar eina sem okkur langaði mikið í. Það munaði því pínulitlu að við keyptum íbúð í mánuðinum. Hún var bara verulega á mörkum þess að við réðum við hana og við þurftum að hugsa okkar gang. Á meðan fór hún tiltölulega snögglega (með manni og mús :-) og við skimum enn eftir nýrri. Reyndar er enginn asi á okkur. Við erum enn í traustu húsnæði á lágri leigu. Það er bara orðið ansi þröngt og farið að reynda fullmikið á þolinmæðina og leiðinlegt að horfa upp á íbúðarverð hækka mun hraðar en maður nær að safna.
En þetta er nú það helsta sem á daga okkar hefur drifið að undanförnu (fyrir utan það að ég skuli vera byrjaður að vinna aftur). Vegna tölvubreytinganna hef ég trassað það að setja myndir á netið (sem ég hafði lofað nýlega að gera) en það fer að detta inn heill hellingur núna í vikunni. Þá sýni ég m.a. nýja rúmið, nýja vagninn og eitthvað fleira.
Við létum fyrst vaða rétt upp úr verslunarmannahelgi og keyptum þá þennan frábæra reiðhjólavagn í Erninum. Þetta er rándýr græja sem ég hafði haft í sigtinu vikum saman, en ákveðið að bíða með að kaupa þar til á haustútsölunni. Vagninn er hægt að tengja við hjól eins og ég reiknað með en alls kyns aukafylgibúnaður gerir manni kleift að breyta honum í ýmislegt annað. Það er hægt að breyta honum í skokkvagn (með stóru hjóli að framanverðu) og venjulega kerru (með tveimur nettum kerruhjólu) auk þess sem hægt er að festa hann við mittið og ganga fjöll eða setja undir hann skíði og arka með hann á göngusíðum. Við Signý erum bæði hæstánægð með vagninn og njótum þess að fara yfir torfærur í honum. Hann þolir það vel að skrönglast yfir stórgrýti á stóru hjólunum og þá samsetningu höfum við helst notað til þessa enda dugleg að fara í fjörurnar allt í kring.
Signý í nýju kerrunni
Originally uploaded by Steiniberg.
Nokkrum dögum eftir að ég keypti vagninn frétti ég (hjá sérlegum Macintosh-útsendara mínum) af mjög öflugri tölvu til sölu á ekki nema fjörtíu-þúsundkall! Eftir að hafa gaumgæft tölvuna vel og skoðað með fyrrum eiganda komst félagi minn að því að þetta væri afbragðstölva, mjög öflug (tveir gígabæta örgjörvar), með gott minni og hraðvirk. Hún klárar verkefni á augabragði sem hin réði varla við. Það sem var einna mest traustvekjandi við tölvuna var að fyrrum eigandi notaði hana til að klippa kvikmyndir (starfandi hjá Sjónvarpsstöð) og þurfti bara að losa sig við hana vegna þess að hann var að flytja til útlanda. Gæti ekki verið flottara!
Að endingu, ekki löngu síðar, keyptum við rúm handa Signýju. Hún fékk sem sagt nýtt rúm (eins og þetta hér nema í furu, gult semsagt) á meðan Hugrún fékk, í leiðinni, gamla rúmið hennar Signýjar. Báðar græddu þær á kaupunum. Reyndar var Signý ekkert allt of hress með þetta til að byrja með. Hún hristi hausinn þegar hún kom heim úr leikskólanum (við vorum búin að stilla öllu upp) og tuldraði "nei" fyrir munni sér. Það tók hana nokkra daga að átta sig almennilega á breytingunni og það sem meira var, hún sá að Hugrún fékk rúmið hennar.
Er þetta ekki rúmið mitt?
Originally uploaded by Steiniberg.
Kannski varð hún afbrýðisöm eða upplifði höfnun (Hugrún sefur inni hjá okkur en hún ekki), það vitum við ekki. Kannski fannst henni bara óþægilegt að hafa ekki rimlana. Við brugðum hins vegar á það ráð, til að hvekkja hana ekki frekar, að leyfa henni að sofa uppí hjá okkur fyrstu dagana. Þá vorum við þar saman í einu herbergi öll fjögur - mjög huggulegt - en á endanum fór Signý að sætta sig við nýja rúmið sem næturstað. Það fylgir hins vegar sögunni að Hugrúnu líður afar vel í stóra rúminu, enda var hún farin að bylta sér ansi mikið í vöggunni. Hún sefur lengur og værar en áður.
Breytt herbergi
Originally uploaded by Steiniberg.
Á meðan á öllu þessu stóð vorum við Vigdís nokkuð duglega að skoða íbúðir og fundum reyndar eina sem okkur langaði mikið í. Það munaði því pínulitlu að við keyptum íbúð í mánuðinum. Hún var bara verulega á mörkum þess að við réðum við hana og við þurftum að hugsa okkar gang. Á meðan fór hún tiltölulega snögglega (með manni og mús :-) og við skimum enn eftir nýrri. Reyndar er enginn asi á okkur. Við erum enn í traustu húsnæði á lágri leigu. Það er bara orðið ansi þröngt og farið að reynda fullmikið á þolinmæðina og leiðinlegt að horfa upp á íbúðarverð hækka mun hraðar en maður nær að safna.
En þetta er nú það helsta sem á daga okkar hefur drifið að undanförnu (fyrir utan það að ég skuli vera byrjaður að vinna aftur). Vegna tölvubreytinganna hef ég trassað það að setja myndir á netið (sem ég hafði lofað nýlega að gera) en það fer að detta inn heill hellingur núna í vikunni. Þá sýni ég m.a. nýja rúmið, nýja vagninn og eitthvað fleira.
föstudagur, ágúst 24, 2007
Upplifun: Fljótandi bókamarkaður
Í vikunni fór ég ítrekað um borð í geysistórt trúboðsskip sem lá við Ægisgarð (eða er það Ægishöfn?). Skipið er nefnilega stórmerklegt. Það er jú kristilegt, sem er í raun aukaatriði í mínu tilviki. Aðalmálið er að skipið er fljótandi bókamarkaður með bækur utan úr heimi (amerískar) á lygilega lágu verði (undir markaðsverði þar ytra). Helmingurinn tengist trúboði og kristilegu efni með ýmsum hætti eins og búast mátti við (fyrirlestrar um andleg málefni, tilraunir til að afhjúpa "lygi" þróunarkenningarinnar, Biblíur, sniðugar myndabækur fyrir börn og svo framvegis). Hinn helmingurinn er hins vegar gulrótin. Sá bókakostur bitastæður í meira lagi: Fræðibækur af öllum toga auk mjög vandlega úthugsaðra barnabóka og kennslubóka í ýmsum greinum. Sérstaklega leist mér vel á kennslubækurnar frá mileskelly útgáfunni (Smellið svo á "reference titles" ef þið viljið sjá dæmi um vel heppnað kennsluefni fyrir börn og unglinga).
Ég fór fyrst á stúfana sjálfur á sunnudaginn var, lét síðan skólann minn vita og fékk leyfi til að láta greipar sópa í kjölfarið, ásamt kollegum mínum (til að styðjast við ígrundað meirihlutaálit). Við misstum okkur hins vegar öll og komum til baka með fimm troðfulla poka af vönduðum skólabókum (á ekki nema um tíu þúsund kall!) Betra en markaðurinn í Perlunni, svo mikið er víst. Sjálf keyptum við líka bækur handa okkur sjálfum, svona til hliðar. Síðan þá hef ég kíkt aftur í þeim tilgangi að finna góðar bækur hana Signýju (frábærar barnaorðabækur, límmyndabækur og fleira). Næst kíki ég á matreiðslubækurnar og huga að afmælisgjöfum og jólagjöfum í leiðinni.
Skipið er í höfn fram á þriðjudaginn 28. þessa mánaðar (sem er síðasti opnunardagur). Ekið fram hjá Búllunni.
Ég fór fyrst á stúfana sjálfur á sunnudaginn var, lét síðan skólann minn vita og fékk leyfi til að láta greipar sópa í kjölfarið, ásamt kollegum mínum (til að styðjast við ígrundað meirihlutaálit). Við misstum okkur hins vegar öll og komum til baka með fimm troðfulla poka af vönduðum skólabókum (á ekki nema um tíu þúsund kall!) Betra en markaðurinn í Perlunni, svo mikið er víst. Sjálf keyptum við líka bækur handa okkur sjálfum, svona til hliðar. Síðan þá hef ég kíkt aftur í þeim tilgangi að finna góðar bækur hana Signýju (frábærar barnaorðabækur, límmyndabækur og fleira). Næst kíki ég á matreiðslubækurnar og huga að afmælisgjöfum og jólagjöfum í leiðinni.
Skipið er í höfn fram á þriðjudaginn 28. þessa mánaðar (sem er síðasti opnunardagur). Ekið fram hjá Búllunni.
mánudagur, ágúst 20, 2007
Daglegt lif: Menningarnóttin
Menningarnóttin var aldeilis stórskemmtilegur dagur. Dagurinn (sem kennir sig við nótt) byrjaði á því að við Signý fórum í fjöruferð við Ægissíðuna. Þar sá ég gæslumann standa á miðjum veginum, á einhverjum nýmáluðum línum. Ég var alveg búinn að gleyma maraþonhlaupinu en var ekki lengi að vinda mér að kallinum og spyrja hann hver staðan væri. Hann sagði að fjöldi hlaupara hefði farið fram hjá fyrir stuttu en að rétt á eftir ætti hann von á þúsundum í viðbót (skemmtiskokkararnir voru ræstir seinna en hinir). Við Signý vorum hvort eð er í skoðunarferð um Ægissíðuna og komum okkur bara vandlega fyrir í grjótinu og horfðum á fólkið streyma fram hjá. Þetta var svolítið magnað. Næst verð ég með myndavél, það er alveg klárt.
Eftir hádegi, þegar Signý var vöknuð af hádegisblundinum, fórum við fjögur niður í bæ. Veðrið var glimrandi allan daginn og ekki hægt að hugsa sér betri Menningardag. Við fórum markvisst í bæinn án nokkurrar áætlunar (vegna þess að með tvö börn er harla ólíklegt að maður geti haldið striki þannig að það byði bara upp á svekkelsi að byggja upp væntingar). Við komum okkur bara fyrir á Austurvelli og skoðuðum mannlífið. Hittum Ólöfu systur Vigdísar og héldum hópinn þar í góðu tómi. Hittum auðvitað fullt af fólki. Mér fannst gaman að sjá hvað mannlífið var líflegt og afslappað. Venjulega á degi sem þessum finnst mér eins og fólk sé á fullu að elta eitthvað, spenna sig upp og arka út og suður. Núna var andrúmsloftið allt öðruvísi. Kannski var það vegna þess að tónleikarnir á Miklatúni voru á sama tíma og léttu þar með verulega á þvögunni (það var vel hægt að labba um með barnavagna í miðbænum). Borgin minnti mig í fyrsta skipti á alvöru stórborg þar sem iðandi mannlíf er meira en bara þreytt þvaga. Fólk alls staðar spókaði sig og naut alls þess sem var í boði, sitjandi, flatmagandi eða sötrandi.
Ekki fylgdumst við með neinu af viti svosem, en mér fannst sérlega skemmtileg uppákoma í litlu hvítu útihátíðartjaldi á Austurvelli. Þar var búið að reisa "Lifandi bókasafn". Nafnið eitt vakti furðu mína, svo ég kíkti inn. Þá sá ég aðra fyrirsögn "Skoraðu fordóma þína á hólm!". Svo fattaði ég þetta: Þarna sátu fyrir svörum talsmenn ýmissa minnihlutahópa og buðust til að ræða við hvern sem er um lífsstílinn og menninguna sem þeir standa fyrir. Þarna voru skráðir til leiks forsvarar múslima, lesbía, útlendinga, klæðaskiptinga, svertingja, fatlaðra og svo framvegis. Frábær hugmynd, vægast sagt, en mér fannst heldur tómlegt um að litast í tjaldinu. Ætli fólk hafi ekki haft hugann frekar við það að slappa af í bænum en að velta sér upp úr svona áleitnum viðfangsefnum?
Þegar heim kom hvatti ég Vigdísi til að fara í bæinn aftur og hitta vinkonur sínar um stund og horfa á flugeldana. Ég treysti mér fyllilega til að vakta dætur okkar á meðan þær sofa, að sjálfsögðu. Þetta gerum við allt of sjaldan, að skipta liði svona (það er þá oftar á hinn veginn), en Vigdís tók boðinu fegins hendi. Á meðan heyrði ég í flugeldunum og virti fyrir mér mannlífið í götunni. Ég get svarið það, ég hef aldrei séð gestkvæmt í eins mörgum húsum í götunni áður. Þetta kvöld er að verða nokkuð rótgróið í þjóðarvitundinni. Það þykir ábyggilega nokkuð dannað að fara í heimahús og skemmta sér á menningarnótt. Að minnsta kosti sá ég furðu margt vel fullorðið fólk ráfa um Granaskjólið, vel í glasi og hresst, á meðan ómurinn af spjallinu eða hlátrasköllunum úr að minnst kosti fjórum húsum barst út á götu. Mér fannst þetta allt afar huggulegt. Þetta var eins og að vera í miðju samkvæmi, en samt algjörlega óáreittur.
Eftir hádegi, þegar Signý var vöknuð af hádegisblundinum, fórum við fjögur niður í bæ. Veðrið var glimrandi allan daginn og ekki hægt að hugsa sér betri Menningardag. Við fórum markvisst í bæinn án nokkurrar áætlunar (vegna þess að með tvö börn er harla ólíklegt að maður geti haldið striki þannig að það byði bara upp á svekkelsi að byggja upp væntingar). Við komum okkur bara fyrir á Austurvelli og skoðuðum mannlífið. Hittum Ólöfu systur Vigdísar og héldum hópinn þar í góðu tómi. Hittum auðvitað fullt af fólki. Mér fannst gaman að sjá hvað mannlífið var líflegt og afslappað. Venjulega á degi sem þessum finnst mér eins og fólk sé á fullu að elta eitthvað, spenna sig upp og arka út og suður. Núna var andrúmsloftið allt öðruvísi. Kannski var það vegna þess að tónleikarnir á Miklatúni voru á sama tíma og léttu þar með verulega á þvögunni (það var vel hægt að labba um með barnavagna í miðbænum). Borgin minnti mig í fyrsta skipti á alvöru stórborg þar sem iðandi mannlíf er meira en bara þreytt þvaga. Fólk alls staðar spókaði sig og naut alls þess sem var í boði, sitjandi, flatmagandi eða sötrandi.
Ekki fylgdumst við með neinu af viti svosem, en mér fannst sérlega skemmtileg uppákoma í litlu hvítu útihátíðartjaldi á Austurvelli. Þar var búið að reisa "Lifandi bókasafn". Nafnið eitt vakti furðu mína, svo ég kíkti inn. Þá sá ég aðra fyrirsögn "Skoraðu fordóma þína á hólm!". Svo fattaði ég þetta: Þarna sátu fyrir svörum talsmenn ýmissa minnihlutahópa og buðust til að ræða við hvern sem er um lífsstílinn og menninguna sem þeir standa fyrir. Þarna voru skráðir til leiks forsvarar múslima, lesbía, útlendinga, klæðaskiptinga, svertingja, fatlaðra og svo framvegis. Frábær hugmynd, vægast sagt, en mér fannst heldur tómlegt um að litast í tjaldinu. Ætli fólk hafi ekki haft hugann frekar við það að slappa af í bænum en að velta sér upp úr svona áleitnum viðfangsefnum?
Þegar heim kom hvatti ég Vigdísi til að fara í bæinn aftur og hitta vinkonur sínar um stund og horfa á flugeldana. Ég treysti mér fyllilega til að vakta dætur okkar á meðan þær sofa, að sjálfsögðu. Þetta gerum við allt of sjaldan, að skipta liði svona (það er þá oftar á hinn veginn), en Vigdís tók boðinu fegins hendi. Á meðan heyrði ég í flugeldunum og virti fyrir mér mannlífið í götunni. Ég get svarið það, ég hef aldrei séð gestkvæmt í eins mörgum húsum í götunni áður. Þetta kvöld er að verða nokkuð rótgróið í þjóðarvitundinni. Það þykir ábyggilega nokkuð dannað að fara í heimahús og skemmta sér á menningarnótt. Að minnsta kosti sá ég furðu margt vel fullorðið fólk ráfa um Granaskjólið, vel í glasi og hresst, á meðan ómurinn af spjallinu eða hlátrasköllunum úr að minnst kosti fjórum húsum barst út á götu. Mér fannst þetta allt afar huggulegt. Þetta var eins og að vera í miðju samkvæmi, en samt algjörlega óáreittur.
þriðjudagur, ágúst 14, 2007
Tilvitnun: Mótmæli útlendinga
Ég var að renna í gegnum Fréttablaðið frá í gær (13. ágúst) og fann þar stórskemmtilega grein um Saving Iceland félagsskapinn undir titlinum "Biluð sjónvörp" (eftir Guðm. Andra Thorsson). Mig langar að vitna í hana hér og varðveita í leiðinni eftirminnilegustu vangavelturnar. Höfundurinn veltir fyrir sér viðhorfum okkar Íslendinga til mótmælenda sem eru í hróplegu ósamræmi við aðgerðir þeirra. Þeir fóru meðal annars í Kringluna þar sem þeir "hoppuðu um í Hare-Krisna-fíling og einhver Ameríkani átaldi Kringlugesti fyrir neysluæði". Um þetta sagði höfundurinn nánar:
"Þetta var eins og Stubbarnir að hnoðast um og virkaði meira sætt en ógnandi á flesta - nema kannski lögregluna sem fagnaði því að fá loks hryðjuverkaógn að kljást við. Samtökin virka vissulega á almenning eins og óútreiknanleg öfgasamtök en þær öfgar birtast í kunnuglegum vandalisma og óþekkt sem löngum hefur fylgt íslenskum unglingum: þau sletta skyri og málningu, klifra upp í krana og fleygja sér gólandi á lögregluna... Eiginlega er Saving Iceland eins og al-kaída krúttkynslóðarinnar.
Mér fannst líka skemmtileg athugasemd höfundarinns um þá staðreynd að flestir mótmælendur séu komnir utan úr heimi sérstaklega til að mótmæla:
" komist undan því að minnast á hinn stóra þátt útlendinga í aðgerðum hópsins, þótt vissulega komi öllu mannkyni við þegar íslenskri náttúru er spillt. Óneitanlega fannst manni þetta sérkennileg birtingarmynd alþjóðavæðingarinnar: ekki þyrfti aðeins að flytja inn vinnuaflið til framkvæmdanna við Kárahnjúka heldur líka mótmælendurna; og ófagur vitnisburður um neysludoða Íslendinga"
Flott orðalag og hnitmiðað. Við þetta vil ég bæta að það er athygisvert að virkjanasinnar skuli finna að mótmælendum fyrir það eitt að vera innfluttir (enda vinnuaflið innflutt eins og bent var á hér að ofan). Forsendan er víst sú að þeir ættu ekki að hafa á málunum nokkra skoðun né vit enda komi það þeim ekki við hvað gerist hér innanlands. Á sama tíma er orkuframleiðslan, og virkjunarframkvæmdin þar af leiðandi, réttlætt í alþjóðlegu samhengi (þar sem sömu orku hefði að öðrum kosti þurft að afla annars staðar með mjög loftlagsspillandi afleiðingum). Því er troðið ofan í kokið á mótmælendum að það sé alþjóðleg skylda okkar Íslendinga að láta "vistvæna" orku í té á sama tíma og útlendingar mega ekki hafa skoðun á framkvæmdunum. Í rökfræði er til sérstakt hugtak yfir svona þversagnir enda auðvelt að snúa út úr málflutningi andstæðingsins með orðagjálfri.
"Þetta var eins og Stubbarnir að hnoðast um og virkaði meira sætt en ógnandi á flesta - nema kannski lögregluna sem fagnaði því að fá loks hryðjuverkaógn að kljást við. Samtökin virka vissulega á almenning eins og óútreiknanleg öfgasamtök en þær öfgar birtast í kunnuglegum vandalisma og óþekkt sem löngum hefur fylgt íslenskum unglingum: þau sletta skyri og málningu, klifra upp í krana og fleygja sér gólandi á lögregluna... Eiginlega er Saving Iceland eins og al-kaída krúttkynslóðarinnar.
Mér fannst líka skemmtileg athugasemd höfundarinns um þá staðreynd að flestir mótmælendur séu komnir utan úr heimi sérstaklega til að mótmæla:
"
Flott orðalag og hnitmiðað. Við þetta vil ég bæta að það er athygisvert að virkjanasinnar skuli finna að mótmælendum fyrir það eitt að vera innfluttir (enda vinnuaflið innflutt eins og bent var á hér að ofan). Forsendan er víst sú að þeir ættu ekki að hafa á málunum nokkra skoðun né vit enda komi það þeim ekki við hvað gerist hér innanlands. Á sama tíma er orkuframleiðslan, og virkjunarframkvæmdin þar af leiðandi, réttlætt í alþjóðlegu samhengi (þar sem sömu orku hefði að öðrum kosti þurft að afla annars staðar með mjög loftlagsspillandi afleiðingum). Því er troðið ofan í kokið á mótmælendum að það sé alþjóðleg skylda okkar Íslendinga að láta "vistvæna" orku í té á sama tíma og útlendingar mega ekki hafa skoðun á framkvæmdunum. Í rökfræði er til sérstakt hugtak yfir svona þversagnir enda auðvelt að snúa út úr málflutningi andstæðingsins með orðagjálfri.
fimmtudagur, ágúst 09, 2007
Daglegt líf: Leikskólinn byrjaður aftur
Nú er Signý byrjuð aftur á leikskólanum. Hún er býsna kát með það allt saman og hefur kvatt mig á morgnana með bros á vör. Fríið undanfarnar tvær vikur hefur samt farið mjög vel í hana. Við uppgötvuðum leikvöll í grenndinni þar sem ÍTR starfrækir barnagæslu. Þar var huggulegt að koma sér fyrir og leyfa Signýju að leika sér að vild og fylgjast með henni með öðru auganu. Þetta var fastur punktur á morgnana. Seinni partinn fórum við hins vegar gjarnan út á Gróttu þar sem hún naut sín í fjöruborðinu. Við höldum þeim sið til streitu um helgar héðan í frá enda fátt eins endurnærandi en að spóka sig í fjörunni, hvernig sem viðrar.
Signý var einnig dugleg að hitta jafnaldra sína í fríinu. Við fengum margar góðar heimsóknir og fórum líka sjálf út úr húsi, meðal annars í heimsókn á Álftanesið þar sem Einar og Sólveig eru nýbúin að byggja yfir sig glæsilegt hús. Þangað komu einnig Kristján og Stella með Áslaugu Eddu. Öll eigum við tvær dætur (ein þeirra reyndar enn á leiðinni) og höfum sérlega gaman af að leyfa þeim að hittast.
Myndir úr þessari heimsókn, fjörumyndir og leikvallamyndir birtast á myndasíðunni fljótlega.
Signý var einnig dugleg að hitta jafnaldra sína í fríinu. Við fengum margar góðar heimsóknir og fórum líka sjálf út úr húsi, meðal annars í heimsókn á Álftanesið þar sem Einar og Sólveig eru nýbúin að byggja yfir sig glæsilegt hús. Þangað komu einnig Kristján og Stella með Áslaugu Eddu. Öll eigum við tvær dætur (ein þeirra reyndar enn á leiðinni) og höfum sérlega gaman af að leyfa þeim að hittast.
Myndir úr þessari heimsókn, fjörumyndir og leikvallamyndir birtast á myndasíðunni fljótlega.
föstudagur, ágúst 03, 2007
Þroskaferli: Mörg framfaraskref Hugrunar
Við höldum áfram að gefa Hugrúnu öðru hvoru úr pela og það gengur þokkalega, - stundum vel og stundum alls ekki - en þetta kemur með tímanum. Annars er helst af henni að frétta að hún er farin að halda snuði nokkuð vel. Það eru góðar fréttir því hún er með talsverða sogþörf (og hefur hingað til hafnað snuðinu). Reyndar sáum við hana á hliðinni á leikteppinu þar sem hún skoðaði leikföng í seilingarfjarlægð. Þar kom þetta skýrt í ljós (snuðið hélst uppi í henni allan tímann þó hún lægi ekki á bakinu) en í leiðinni föttuðum við það að hún er farin að fetta sig og snúa - og virðist fara létt með það. Núna í sömu vikunni tókum við líka eftir því að hún er hætt að barma sér þegar við látum hana á magann. Hún lyftir bara höfði og lítur fram á við eins og Sfinxinn í Egyptalandi Það er því margt að gerast samtímis hjá Hugrúnu, og allt helst þetta í hendur.
Höfðinu lyft
Höfðinu lyft
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)