föstudagur, ágúst 03, 2007

Þroskaferli: Mörg framfaraskref Hugrunar

Við höldum áfram að gefa Hugrúnu öðru hvoru úr pela og það gengur þokkalega, - stundum vel og stundum alls ekki - en þetta kemur með tímanum. Annars er helst af henni að frétta að hún er farin að halda snuði nokkuð vel. Það eru góðar fréttir því hún er með talsverða sogþörf (og hefur hingað til hafnað snuðinu). Reyndar sáum við hana á hliðinni á leikteppinu þar sem hún skoðaði leikföng í seilingarfjarlægð. Þar kom þetta skýrt í ljós (snuðið hélst uppi í henni allan tímann þó hún lægi ekki á bakinu) en í leiðinni föttuðum við það að hún er farin að fetta sig og snúa - og virðist fara létt með það. Núna í sömu vikunni tókum við líka eftir því að hún er hætt að barma sér þegar við látum hana á magann. Hún lyftir bara höfði og lítur fram á við eins og Sfinxinn í Egyptalandi Það er því margt að gerast samtímis hjá Hugrúnu, og allt helst þetta í hendur.


Höfðinu lyft

Engin ummæli: