miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Daglegt líf: Ikea-ferð á óhefðbundnum tíma

Við fórum í IKEA í kvöld. Venjulega leyfir maður sér þetta bara um helgar en okkur datt í hug að það væri þess virði að fara jafnvel þó maður væri hálfþreyttur eftir vinnu ef viðdvölin í IKEA er þeim mun afslappaðri. Það var sannarlega þess virði. Við dvöldum þar í mestu rósemd og yfirvegun frá fimm til hálf átta og fundum ekki fyrir þreytu. Signý naut þess að valsa um að vild og tók langar hlauparispur um sýningarbása og mannlausa ganga. Hugrún naut góðs af frábærri aðstöðu verslunarinnar (gjafaherbergi) og öll fengum við okkur að borða. Ég var hissa á því hvað grænmetisbuffið var vel heppnað hjá þeim. Stundum hef ég fengið í magann af mötuneytisfæðinu en í þetta skiptið fannst mér vera herslumunur á gæðunum. Kannski bara ég. En við mælum alla vegana eindregið með heimsókn þangað um fréttaleytið í miðri viku. Það er allt önnur búð sem tekur á móti manni þá en um stappaðar helgar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ ég sakna fréttanna af stelpunum "mínum" og ykkur ....

Allt brjálað að gera hjá mér ....loka skil á morgun ...er að klára ernina á peysunni minni og restina....skila kl. 8 í fyrramálið....
Knús til ykkar allra.... Ætla líka að prófa óhefðbundinn tíma hjá IKEA get ekki hugsað í látunum sem eru venjulega.....
kv. BB