mánudagur, september 01, 2008

Daglegt líf: Bókabíllinn

Signý fór í bókabílinn í fyrsta skipti í dag. Honum er lagt við KR-völlinn um fjögurleytið á mánudögum og eiginlega rakið að stunda hann héðan í frá þegar ég sæki Signýju. Furðulegt að maður skuli ekki hafa fattað þetta fyrr. Þetta er eiginlega sniðugra en bókasöfn vegna þess að það er ekki hægt að valsa um og hverfa úr augsýn. Þarna sitjum við bara tvö í ró og næði og getum átt einfalda og notalega stund. Signýju fannst að minnsta kosti mikið til bílsins koma og fékk að taka með sér tvær nettar bækur - sem Vigdís las fyrir svefninn rétt áðan.

Engin ummæli: