þriðjudagur, október 14, 2008
Fréttnæmt: Foreldrafundur og Hugrúnarupphitun
Í dag var foreldrafundur í Vesturborg þar sem leikskólakennararnir á deildinni hennar Signýjar (Miðbæ) kynntu starfsemina fyrir foreldrum. Við Vigdís fórum bæði, með Hugrúnu. Nú vill svo til að það er ekki nema um vika þangað til Hugrún byrjar aðlögun sína á yngstu deildinni (Norðurbæ). Miðað við líðan hennar í morgun (og hennar atgervi yfir höfuð) þá er það fyrirsjáanlegt að hún kemur til með að renna inn mjög mjúklega. Hún naut sín til hins ítrasta innan um allt dótið og arkaði eins og herforingi á milli sala. Ég hlakka bara til að byrja á mánudaginn kemur :-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli