3. dagur á spítala
Síðasti dagurinn á spítala var undarlegastur þeirra allra. Þá var ég ekki lengur "veikur" (hitalaus síðan kvöldið á undan) og vaknaði býsna sprækur um sjöleytið, eftir sýklalyfjagjöf í æð. Fékk mér morgunmat og fór af stað, rölti um, fór í sturtu og undirbjó daginn. Ég átti nefnilega von á heimsóknum. Begga systir kom fyrir hádegi og Bjartur eftir hádegi. Síðar um kvöldið átti ég von á Jóni Má í sömu erindagjörðum. Ég var snöggur að sjá Borgarspítalann fyrir mér sem lipurt kaffihús á níu hæðum. Mér fannst tilhugsunin skemmtileg að geta boðið upp á allar þessar setustofur í almennu rýmunum, auk huggulegs herbergis með kaffi innst á sjálfri deildinni. Ég hafði svo sem ekkert sérstakt í hyggju annað en að hvíla mig, borða, lesa blöð og bækur og taka á móti gestum. En þar sem ég var orðinn mjög sprækur fannst mér erfitt að liggja langtímum saman, jafnvel þó lesefnið væri áhugavert. Ég gleypti þó í mig þrjú eintök af "Skakka turninum" og lá á meltunni lengi yfir sérkennilegum og oftar en ekki óhugnanlegum greinum þar. Einnig komst ég í eina almennilega bók í setustofunni inni á deildinni, sem heitir því drungalega nafni "Verónika ákveður að deyja", eftir Paolo Coehlo. Kannski óviðeigandi bók á þessum stað. Kannski ekki. Ég var að minnsta kosti mjög hrifinn af fyrstu fimmtíu blaðsíðunum og hef nú keypt hana eftir að ég kom heim, til að lesa áfram af áfergu.
Dagurinn leit því vel út en upp úr hádegi en þá fór ég að taka eftir takmörkunum mínum í fyrsta skipti síðan ég var "veikur". Bjartur var í heimsókn, upp úr hádegismat, og ég fann fyrir talsverðu úthaldsleysi og þreytu í höfðinu. Ég hafði verið á fótum meira eða minna frá því fyrir átta og það kom í ljós að ég gat bara ekki meira en þetta. Ég vissi að til stæði að útskrifa mig fljótlega, kannski seinna um kvöldið, eða morguninn eftir, og ég hafði alltaf tekið vel í það. Núna fóru hins vegar að renna á mig tvær grímur. Eftir heimsóknina fór ég inn á herbergi og reyndi að leggja mig. Kliðurinn af ganginum hélt mér hins vegar vakandi. Hálf afsakandi rölti ég fram og bað um leyfi til að loka að mér. Vissi ekkert hvort vinnureglan væri sú að geta gengið rakleitt inn til sjúklinganna. Svo vissi ég ekki hvort þau ætluðu að sinna herbergisfélaga mínum, sem þurfti miklu meiri aðstoð en ég. Þetta fannst þeim bara fyndið og ég var eiginlega vandræðalegur yfir því (höfuðið enn svo sljótt að mér datt ekki í hug neitt skemmtilegt tilsvar). Ég horfði eftir ganginum og sá að allar stofurnar voru galopnar. Fannst ég vera með vesen, með sérþarfir, en samt ekki. Ég kunni bara ekki almennilega á mig, allt í einu. Fór inn, tókst ekki að sofna. Setti á mig tónlist, tókst samt ekki að sofna. Þá kom að því að félaganum var sinnt í talsverðan tíma. Það var einhvern veginn alltaf þannig að þegar ég lá og beið eftir að einhver birtist, þá kom enginn langtímum saman. Þegar ég vildi hvílast, þá var nóg um að vera, inn og út. Ég fann hvernig ég náði ekki almennilega að hvílast. Svo kom matur um þrjúleytið og loks heimsókn: mamma. Þá kom læknirinn rétt á eftir.
Læknirinn treysti sér til að útskrifa mig. Sýnaræktunin hafði leitt í ljós að það var vírus sem hafði komist inn í mænuvökvann, en ekki baktería. Á þessu væri mikill hættumunur þó að fyrstu einkenni séu mjög svipuð. Vírusinn er þannig að sýklalyf verka ekki á hann. Líkaminn sjálfur yfirstígur hindrunina á viku til tíu dögum. Að 2-3 vikum liðnum ætti ég að vera orðinn fullfrískur. Mér bauðst að útskrifast þegar mér hentaði og mætti þess vegna vera til morguns - að öllu óbreyttu (ekki var beðið eftir rúminu). Mér leist í fljótu bragði vel á að vera til morguns. Um klukkutíma seinna talaði ég við Vigdísi og hún sannfærði mig um að koma heim, enda væru Signý og Hugrún farnar að spyrja um mig og sakna mín og svo ætlaði hún sjálf að dekra við mig og leyfa mér að hvíla mig eins og ég þyrfti. Það virkaði allt ákaflega sterkt á mig svo ég hugleiddi málið og sá í hendi mér hvernig "heimsókn" Jóns Más síðar um kvöldið gæti breyst í skutl heim. Eftir að hafa ráðfært mig við hann sló ég til. Ég meina: Vigdís er jú starfsmaður á deildinni. Það eru ekki allir sem geta farið heim og verið áfram í beinum tengslum við spítalann, ef því er að skipta. Réttlætingin var því tiltölulega einföld. Ég misreiknaði hins vegar úthaldið sem ég hafði enda átti þetta eftir að vinda verulega upp á sig.
Þá hófst mikill vandræðagangur af minni hálfu. Klukkan var tæplega sex og Jón ætlaði að koma í heimsókn upp úr átta. Ég þurfti að tilkynna lækninum um brottförina með einhverjum fyrirvara en náði ekki í starfsmanninn sem sinnti mér sérstaklega, sem hefði átt að vera milliliður í þessum efnum. Hún var fjarverandi nokkra stund við að ná í pitsur fyrir kvöldvaktina. Eftir nokkra bið, þegar maturinn var loks kominn í hús, kunni ég heldur ekki að trana mér fram og trufla starfsfólkið skófla í sig pitsum. Ég hummaði þetta líka hálfpartinn fram af mér vegna þess að ég hafði stuttu fyrr viljað loka að mér og vildi ekki að það liti núna út fyrir að ég væri að útskrifast út af pirringi. Að lokum, þegar kaffistofa starfsmanna geymdi eingöngu yfirgefnar pitsusneiðar, leitaði ég tengiliðinn minn uppi. Ég gætti þess að bera nógu trúverðuga ástæðu um að "Vigdís hafði gert mér tilboð sem ég gat ekki hafnað". Það uppskar smá bros, en var samt eiginlega hálf hallærislegt.
Af hverju þessi vandræðagangur? Jú, sú sem sinnti mér sérstaklega allan þann tíma sem ég lá á deildinni var fyrrverandi nemandi minn frá Hellu. Upphaflega hafði mér brugðið við að sjá hana vinda sér að mér fyrirvaralítið og dæla í mig sýklalyfum. Mín fyrsta hugsun var ósjálfrátt hálf súrrealísk: "Ja, hérna! Ég sem var fyrsti efnafræðikennarinn hennar og nú stendur hún yfir mér og dælir í mig einhverjum efnasamböndum sem ég kann engin skil á. En hvað hlutirnir þróast hratt!". Þar sem ég var vanur að tala við hana sem kennari og hún sem nemandi fannst okkur þessi staða kyndug og það tók heilt eftirmiðdegi að yfirvinna undarlegheitin. Ísinn brotnaði ekki fyrr en ég ávarpaði hana þar sem hún stóð í hvarfi og sinnti öðrum sjúklingi bak við skjóltjald. Bara svona almenn spurning um hvernig væri að vinna hérna og svoleiðis og hún spurði svo til baka hvað ég hefði haft fyrir stafni sjálfur eftir að ég fór frá Hellu. Þá gerðist nokkuð skrítið: Ég þurfti að hugsa mig um til að muna hvað gerðist strax eftir Hellu (og áður en ég kynntist Vigdísi). Það kom hálf vandræðalega út, eins og ég hefði eitthvað að fela. Þá kom allt í einu læknir aðvífandi og rauf samtalið og ávarpaði mig með nýjustu upplýsingar (sem ég man ekki einu sinni eftir). Stuttu síðar var hann farinn og sömuleiðis allir aðrir á bak og burt. Samtalið hélt aldrei áfram þann daginn.
Daginn eftir voru samskiptin takmörkuð og alltaf eitthvað vandræðaleg, af beggja hálfu. Að lokum þegar styttist í brottför hugaði ég að því að kveðja hana sérstaklega, svo það yrði ekki of flókið með "gest" mér við hlið. Kannski til að vinda aðeins ofan af þessum "ókláruðu" samskiptum frá deginum á undan. Þá var ég búinn að pakka saman og tæma herbergið mitt. Var kominn með dótið inn á kaffistofu. Ég sem sagt heilsaði henni eins og úti á götu, í mínum eigin klæðum (ekki hvítklæddur sjúklingur lengur). Þá var eins og samskiptin yrðu fyrst verulega undarleg. Hún hafði sinnt mér allan tíman markvisst og kunnað sitt hlutverk vel en mér fannst hún snarlega breytast í nemanda um leið og ég gerði mig líklegan til að spjalla eitthvað aukalega. Vanlíðanin var augljós og satt að segja veit ég ekki hvor átti þar frumkvæðið að henni. Ég fór að stama einhverju bulli út úr mér. Á endanum kvaddi ég hana eftir gjörsamlega samhengislaust spjall og forðaði mér aftur inn á kaffistofu. Þar beið ég eftir Jóni áfram.
Klukkan átta frétti ég af töfum frá Jóni. Hann beið eftir að Margrét kæmi heim úr göngutúr (var heima með Melkorku) og einn göngufélaganna hafði fótbrotið sig. Ég sagðist bara bíða rólegur. Hlutirnir verða að hafa sinn gang. Á meðan fann ég hins vegar hvað ég var orðinn þreyttur. Áttaði mig á því að ég hafði ekki getað hvílt mig neitt af viti allan daginn og hausverkurinn var farinn að minna verulega á sig. Ég rölti eirðarlaus fram öðru hvoru og mætti starfsfólki sem var frekar hissa að sjá mig því það hélt ég væri farinn. Það var ekki fyrr en tæplega hálf tíu sem Jón gat staðfest að hann væri á leiðinni og þá ákvað ég að hitta hann frammi - fyrir utan deildina. Klukkan var orðin of margt til að spjalla saman inni á deildinni (margir farnir að hvíla sig). Svo var ég orðinn gjörsamlega orkulaus og ekki í neinu sérstöku kaffihúsastuði lengur. Ég læddi mér með mitt hafurtask eftir ganginum og kvaddi látlaust þá sem ég fann. Þeir voru ekki margir. Flestir voru inni á herbergjum að gefa lyf. Mér fannst lítil reisn yfir þessari brottför minni, eins og þetta væri eitthvert laumuspil. Sniglaðist loks út og hitti Jón þar, orðinn örmagna, satt að segja. Gott var að hitta hann en ég hafði óskaplega lítið að segja. Eftir um tíu mínútna spjall ákváðum við að fara vestur í bæ. Þar staldraði hann við heima í aðrar tíu mínútur áður en ég afsakaði mig með þreytu. Leið verulega undarlega með það skilja hann bara eftir í stofunni og þaðan af síður þar sem hann hafði haft fyrir því að skutla mér heim. Hefði verið notarlegra að bjóða upp á heitt te eða eitthvað. Vigdís fylgdi honum eftir á meðan ég lét mig hverfa.
Signý og Hugrún voru steinsofnaðar, enda klukkan orðin rúmlega tíu. Náði ekkert að knúsa þær eins og til stóð. Fór upp í rúm og starði út í loftið. Sá varla svefnherbergið okkar. Fannst útsýnið af herberginu mínu á A7 birtast í hugskotssjónum hvað eftir annað eins og það væri nærtækara og raunverulegra. Augljóslega var ég orðinn of þreyttur þegar ég fór þaðan. Ég fór allt of skyndilega, var illa undirbúinn (of þreyttur í höfðinu til að hugsa skýrt) og hafði hreinlega ekki ráðrúm til að aðlagast heimkomunni. Svaf vægast sagt illa.
Næstu daga átti ég eftir að vera mjög vankaður, bæði út af þessu og vegna þess að þreytan í höfðinu, eftir veikindin, var enn til staðar.
föstudagur, febrúar 27, 2009
miðvikudagur, febrúar 25, 2009
Upplifun: Spítalareynsla, 2. hluti
1. dagur á spítala:
Þegar ég var kominn niður á spítala, með hraði í leigubíl, fór ég inn á bráðamótttöku. Þar var ég skoðaður aftur með tilliti til ljósfælni og hnakkastífni, en það eru tvö af helstu einkennum bráðaheilahimnubólgu. Sú athugun benti til að annað hvort var um vægt tilfelli að ræða eða þá að ferlið væri á byrjunarreit enn þá. Ég var ósmeykur vegna þess að ég hafði það á tilfinningunni að við Vigdís værum snemma á ferðinni og hefðum staðið vaktina vel. Fljótlega var ég beðinn um að fara úr mínum eigin fötum og skipta yfir í spítalaföt. Það fannst mér vera sálrænn vendipunktur því þá gerði ég mér grein fyrir að ég yrði þarna að minnsta kosti yfir nótt. Þetta yrði í fyrsta skipti sem ég legðist inn á spítala á ævinni og tilhugsunin um að verða "spítalamatur" eða "eign spítalanna" var mér framandi. Sú hugsun staldraði reyndar ekki lengi við því fjölmargir stafsmenn sinntu mér og ég var ég skoðaður og "endurskoðaður" í bak og fyrir - blóðþrýstingur, blóðprufur og mikið rýnt í augun. Þau tóku sýni úr mænuvökva (þá hringaði ég mig í kuðung og fékk mænurótardeyfingu áður en sýnið var tekið) og síðan tekin sniðmynd af heila. Mænuvökvinn leit vel út en ræktun leiddi hins vegar fljótt í ljós aukinn fjölda hvítra blóðkorna (skýrt merki um sýkingu). Hvers eðlis sýkingin væri (bakteríur eða veirur) var ekki ljóst enn þá en það kom að minnsta kosti ekki gröftur út. Heilasniðmyndin kom hins vegar vel út (við þær niðurstöður var ég einhverra hluta vegna smeykari). Fór á "skammerinn" (skammverudeild) og var þar góða stund. Hitinn var um miðjan daginn kominn upp í 39 gráður. Mátti ekki standa á fætur og var fljótt orðinn þreyttur í baki á ný (endurnýjun sundsins dugði ekki lengra en þetta). Fékk fullt af gestum, og mér þótti mjög vænt um þann stuðning sem ég fann fyrir, en þess á milli stytti ég mér stundir með galdratækinu iPod sem ég hafði nýlega hlaðið. Ég gerði mér eiginlega ekki almennilega grein fyrir alvarleika málsins á þessari stundu og frétti af miklum áhyggjum aðstandenda ekki fyrr en eftir á. Fór um kvöldið upp á gjörgæsludeild og var tengdur við alls kynst tæki og tól. Blóðþrýstingurinn var mældur vélrænt á korters fresti auk þess sem ég var tengdur hjartalínuriti. Það átti sko að fylgjast með öllum breytingum jafn óðum. Var mjög "víraður" og það var satt að segja óþægilegt að liggja svona, endalaust stunginn fyrir blóðprufum. Þorði ekki að hrefa mig frjálslega og bakverkurinn ágerðist við hreyfingarleysið. Var einn í herbergi og náði að sofna öðru hvoru. Svaf hins vegar ekki vel um nóttina. Lá þá í svitakófi um tíma, enda skilst mér að hitinn hafi þá náð 40 stigum. Hausverkurinn var alltaf til staðar og reyndar fann ég enn meira fyrir þreytu bak við augun þannig að ég gat ekki með góðu móti skimað kringum mig eða teygt mér um öxl (átti í basli með að finna bjölluna á tímabili sem lá við hliðina á höfðinu). Þetta var óþægileg nótt en andlega var ég samt afslappaður og óhræddur því mér fannst hausverkurinn ekki vera að ágerast neitt.
2. dagur á spítala
Um morguninn var mér boðið í sturtu. Venjulega er um þvottapokahreinsun að ræða á þessari deild en ég treysti mér til að standa. Þau ráku eiginlega upp stór augu sem unnu á þessari deild því þau eru ekki vön því að sjúklingar gangi um gjörgæsludeildina. Ég var beinlínis stoppaður af þegar ég reyndi eftir fremsta megni að gera bakæfingar vegna eymslanna í bakinu (að hluta til mænustungunni að kenna). Þá var mér gert að hvíla mig með þeim orðum: "Þú átt að hvíla þig - þú SKALT hvíla þig". Ein hjúkunarkonan samsinnti mér í því að oft væri spítalalegan sem slík jafn erfið og sjúkdómurinn og að maður þyrfti eiginlega að vera mjög hraustur til að leggjast inn, eins þversagnarkennt og það nú hljómar. En ég var orðinn býsna brattur þegar Vigdís kom til mín rétt fyrir útskrift af gjörgæslunni. Þá stóð til að skrifa mig inn á A7 en þar er hún einmitt sjálf að vinna. Reyndar kom ekki til þess að hún sinnti mér því hún var í nokkurra daga vaktaeyðu. Í staðinn sinnti hún Hugrúnu og Signýju heima af alúð og heimsótti mig bara yfir daginn (á meðan leikskólinn stóð sína pligt) þannig að þær fyndu ekki fyrir neinum óþægindum eða mikluðu fyrir sér fjarveru pabba síns. Þær eru reyndar svo læknavanar að þeim fannst ekkert mikið til þess koma að ég væri "hjá læknunum". Það var notalegt að finna fyrir því öryggi. Á deildinni hennar Vigdísar þekki margt starfsfólk sem tók auðvitað mjög vel á móti mér. Ég hef alltaf komið upp á deild til hennar öðru hvoru gegnum tíðina þannig að ein þeirra fann sig knúin til að spyrja mig: "Af hverju ertu svona klæddur?" og vísaði þá að sjálfsögðu í spítalaklæðin. Annars er mjög létt andrúmsloft á þessari deild. Mér fannst stundum þegar ég læddist fram og horfði út ganginn til beggja hliða eins og ég væri staddur um borð í lest og væri að horfa á brautarpallinn. Mikið líf og starfsemi sem blasti þar við. Svo lagðist maður oftast aftur og reyndi að hvíla sig. Það var nefnilega ekkert smá slor útsýnið sem ég hafði af níundu hæð og gat fylgst náið með því hvernig þokuslæðingurinn lagðist yfir hverfin, hægt og rólega. Mér leið samt hálf undarlega á þessari deild af því ég var allur að frískast, fær um að rölta að vild (ekki lengur tengdur við tæki og tól) og það hvarflaði að mér á tímabili að ég væri boðflenna. Of frískur til að vera á spítala. Hitinn minnkaði jafnt og þétt og um kvöldið var ég orðinn hitalaus og ég mjög vel hvíldur. Ég fékk náttslopp og lesefni frá mömmu og Vigdísi. Hún leiddi mig í allan helsta sannleika um starfsemina á deildinni og merkti vandlega við grænmetisfæði á matarlistanum. Það tryggði mér stórgóðan mat allan tímann sem ég átti eftir að dvelja á deildinni, reglulega á þriggja tíma fresti. Í hönd átti eftir að fara nokkuð notarlegur tími afþreyingar og slökunar, sem ég greini aðeins betur frá næst.
Þegar ég var kominn niður á spítala, með hraði í leigubíl, fór ég inn á bráðamótttöku. Þar var ég skoðaður aftur með tilliti til ljósfælni og hnakkastífni, en það eru tvö af helstu einkennum bráðaheilahimnubólgu. Sú athugun benti til að annað hvort var um vægt tilfelli að ræða eða þá að ferlið væri á byrjunarreit enn þá. Ég var ósmeykur vegna þess að ég hafði það á tilfinningunni að við Vigdís værum snemma á ferðinni og hefðum staðið vaktina vel. Fljótlega var ég beðinn um að fara úr mínum eigin fötum og skipta yfir í spítalaföt. Það fannst mér vera sálrænn vendipunktur því þá gerði ég mér grein fyrir að ég yrði þarna að minnsta kosti yfir nótt. Þetta yrði í fyrsta skipti sem ég legðist inn á spítala á ævinni og tilhugsunin um að verða "spítalamatur" eða "eign spítalanna" var mér framandi. Sú hugsun staldraði reyndar ekki lengi við því fjölmargir stafsmenn sinntu mér og ég var ég skoðaður og "endurskoðaður" í bak og fyrir - blóðþrýstingur, blóðprufur og mikið rýnt í augun. Þau tóku sýni úr mænuvökva (þá hringaði ég mig í kuðung og fékk mænurótardeyfingu áður en sýnið var tekið) og síðan tekin sniðmynd af heila. Mænuvökvinn leit vel út en ræktun leiddi hins vegar fljótt í ljós aukinn fjölda hvítra blóðkorna (skýrt merki um sýkingu). Hvers eðlis sýkingin væri (bakteríur eða veirur) var ekki ljóst enn þá en það kom að minnsta kosti ekki gröftur út. Heilasniðmyndin kom hins vegar vel út (við þær niðurstöður var ég einhverra hluta vegna smeykari). Fór á "skammerinn" (skammverudeild) og var þar góða stund. Hitinn var um miðjan daginn kominn upp í 39 gráður. Mátti ekki standa á fætur og var fljótt orðinn þreyttur í baki á ný (endurnýjun sundsins dugði ekki lengra en þetta). Fékk fullt af gestum, og mér þótti mjög vænt um þann stuðning sem ég fann fyrir, en þess á milli stytti ég mér stundir með galdratækinu iPod sem ég hafði nýlega hlaðið. Ég gerði mér eiginlega ekki almennilega grein fyrir alvarleika málsins á þessari stundu og frétti af miklum áhyggjum aðstandenda ekki fyrr en eftir á. Fór um kvöldið upp á gjörgæsludeild og var tengdur við alls kynst tæki og tól. Blóðþrýstingurinn var mældur vélrænt á korters fresti auk þess sem ég var tengdur hjartalínuriti. Það átti sko að fylgjast með öllum breytingum jafn óðum. Var mjög "víraður" og það var satt að segja óþægilegt að liggja svona, endalaust stunginn fyrir blóðprufum. Þorði ekki að hrefa mig frjálslega og bakverkurinn ágerðist við hreyfingarleysið. Var einn í herbergi og náði að sofna öðru hvoru. Svaf hins vegar ekki vel um nóttina. Lá þá í svitakófi um tíma, enda skilst mér að hitinn hafi þá náð 40 stigum. Hausverkurinn var alltaf til staðar og reyndar fann ég enn meira fyrir þreytu bak við augun þannig að ég gat ekki með góðu móti skimað kringum mig eða teygt mér um öxl (átti í basli með að finna bjölluna á tímabili sem lá við hliðina á höfðinu). Þetta var óþægileg nótt en andlega var ég samt afslappaður og óhræddur því mér fannst hausverkurinn ekki vera að ágerast neitt.
2. dagur á spítala
Um morguninn var mér boðið í sturtu. Venjulega er um þvottapokahreinsun að ræða á þessari deild en ég treysti mér til að standa. Þau ráku eiginlega upp stór augu sem unnu á þessari deild því þau eru ekki vön því að sjúklingar gangi um gjörgæsludeildina. Ég var beinlínis stoppaður af þegar ég reyndi eftir fremsta megni að gera bakæfingar vegna eymslanna í bakinu (að hluta til mænustungunni að kenna). Þá var mér gert að hvíla mig með þeim orðum: "Þú átt að hvíla þig - þú SKALT hvíla þig". Ein hjúkunarkonan samsinnti mér í því að oft væri spítalalegan sem slík jafn erfið og sjúkdómurinn og að maður þyrfti eiginlega að vera mjög hraustur til að leggjast inn, eins þversagnarkennt og það nú hljómar. En ég var orðinn býsna brattur þegar Vigdís kom til mín rétt fyrir útskrift af gjörgæslunni. Þá stóð til að skrifa mig inn á A7 en þar er hún einmitt sjálf að vinna. Reyndar kom ekki til þess að hún sinnti mér því hún var í nokkurra daga vaktaeyðu. Í staðinn sinnti hún Hugrúnu og Signýju heima af alúð og heimsótti mig bara yfir daginn (á meðan leikskólinn stóð sína pligt) þannig að þær fyndu ekki fyrir neinum óþægindum eða mikluðu fyrir sér fjarveru pabba síns. Þær eru reyndar svo læknavanar að þeim fannst ekkert mikið til þess koma að ég væri "hjá læknunum". Það var notalegt að finna fyrir því öryggi. Á deildinni hennar Vigdísar þekki margt starfsfólk sem tók auðvitað mjög vel á móti mér. Ég hef alltaf komið upp á deild til hennar öðru hvoru gegnum tíðina þannig að ein þeirra fann sig knúin til að spyrja mig: "Af hverju ertu svona klæddur?" og vísaði þá að sjálfsögðu í spítalaklæðin. Annars er mjög létt andrúmsloft á þessari deild. Mér fannst stundum þegar ég læddist fram og horfði út ganginn til beggja hliða eins og ég væri staddur um borð í lest og væri að horfa á brautarpallinn. Mikið líf og starfsemi sem blasti þar við. Svo lagðist maður oftast aftur og reyndi að hvíla sig. Það var nefnilega ekkert smá slor útsýnið sem ég hafði af níundu hæð og gat fylgst náið með því hvernig þokuslæðingurinn lagðist yfir hverfin, hægt og rólega. Mér leið samt hálf undarlega á þessari deild af því ég var allur að frískast, fær um að rölta að vild (ekki lengur tengdur við tæki og tól) og það hvarflaði að mér á tímabili að ég væri boðflenna. Of frískur til að vera á spítala. Hitinn minnkaði jafnt og þétt og um kvöldið var ég orðinn hitalaus og ég mjög vel hvíldur. Ég fékk náttslopp og lesefni frá mömmu og Vigdísi. Hún leiddi mig í allan helsta sannleika um starfsemina á deildinni og merkti vandlega við grænmetisfæði á matarlistanum. Það tryggði mér stórgóðan mat allan tímann sem ég átti eftir að dvelja á deildinni, reglulega á þriggja tíma fresti. Í hönd átti eftir að fara nokkuð notarlegur tími afþreyingar og slökunar, sem ég greini aðeins betur frá næst.
mánudagur, febrúar 23, 2009
Upplifun: Spítalareynsla, 1. hluti
Fyrst ég er farinn að skríða saman (er rétt farinn að geta setið lengi við og skrifað án þreytu) og vika er liðin frá innlögn á spítalann, þá er ekki úr vegi að rifja upp og skrá hjá sér atburðarásina.
Ég var býsna ferskur á föstudaginn fyrir viku en fann fyrir þreytu á laugardag. Vaknaði aumur í baki og með seyðing í höfði. Ég tengdi þreytuna við álag og taldi bakverkinn ástæðu óþægindanna í höfðinu. Var rétt nógu brattur til að fara út úr húsi með bæði Signýju og Hugrúnu. Ég var hins vegar hlédrægur og laslegur að sjá (sögðu menn mér eftir á). Man að ég kom pirraður heim - var þá kominn með hausverk hægra megin - en reyndi að slappa af það sem eftir var dags. Daginn eftir var áfram jafn slappur, fann áfram fyrir eymslum í baki og átti bágt með að liggja á hlið í sófanum fyrir framan sjónvarpið. Þegar nær dró kvöldi fór seyðingurinn að magnast upp. Ég var enn sannfærður um að bakið væri orsakavaldurinn og tók mér "frí" frá kvöldverkunum og skellti mér í sund. Ætlaði að hrista þetta af mér og mýkja mig upp á ný. Það gekk svo sem ágætlega. Að minnsta kosti leið mér vel í sundi og ég synti bæði hraðar og lengra en ég er vanur og ég fann nokkuð snarlega að bakið var mun styrkara á eftir. Eftir góðan heitan pott og gufubað kom ég býsna mjúkur heim en samt örlaði áfram á hausverknum. Við sátum saman yfir sjónvarpinu (Sommer - snilldarþættir) og ég náði að gleyma mér stundarkorn en fann fljótlega er ég reisti mig við að hausverkurinn var kominn yfir í bæði heilahvelin, með dúndrandi hjartslætti. Mér var hætt að lítast á blikuna því bakið var núna í góðu standi (það var þá varla ástæðan) og ég er alls ekki vanur að fá hausverk yfir höfuð (afsakið orðaleikinn). Þá hvatti Vigdís mig til að mæla mig. Ég fussaði eiginlega yfir því enda fannst mér ég ekkert "lasinn" en reyndist svo vera með nokkrar kommur (37,8 gráður). Þá var ljóst að eitthvað væri í ólagi. Klukkan var tæplega ellefu (sunnudagskvöld) svo við frestuðum þess að ég hreinsaði mig af þessu með góðum nætursvefni, annars færi ég til læknis strax í bítið. Nóttin reyndist síðan ömurleg. Hitinn hækkaði (38.7) og hausverkurinn versnaði við það eitt að liggja út af. Tímunum saman átti ég erfitt með að festa svefn. Að morgni fórum við Vigdís saman, fyrst með Signýju og Hugrúnu (í leikskólann) og því næst fór ég til heimilislæknis. Það eitt að renna yfir hraðahindranir var svo sársaukafullt að ég lokaði augunum (undir stýri, eins skuggalega og það hljómar). Ég fór einn til læknisins og skildi bílinn eftir hjá heilsugæslunni. Hann átti ég ekki eftir að stíga upp í á næstunni. Eftir langa og ítarlega læknisskoðun (þar sem hnakkastífni, jafnvægi og ljósfælni var meðal annars skoðuð) var ég sendur með leigubíl upp á spítala. Þar hófst önnur og lengri atburðarás (sem tekin verður fyrir í næstu færslu).
Ég var býsna ferskur á föstudaginn fyrir viku en fann fyrir þreytu á laugardag. Vaknaði aumur í baki og með seyðing í höfði. Ég tengdi þreytuna við álag og taldi bakverkinn ástæðu óþægindanna í höfðinu. Var rétt nógu brattur til að fara út úr húsi með bæði Signýju og Hugrúnu. Ég var hins vegar hlédrægur og laslegur að sjá (sögðu menn mér eftir á). Man að ég kom pirraður heim - var þá kominn með hausverk hægra megin - en reyndi að slappa af það sem eftir var dags. Daginn eftir var áfram jafn slappur, fann áfram fyrir eymslum í baki og átti bágt með að liggja á hlið í sófanum fyrir framan sjónvarpið. Þegar nær dró kvöldi fór seyðingurinn að magnast upp. Ég var enn sannfærður um að bakið væri orsakavaldurinn og tók mér "frí" frá kvöldverkunum og skellti mér í sund. Ætlaði að hrista þetta af mér og mýkja mig upp á ný. Það gekk svo sem ágætlega. Að minnsta kosti leið mér vel í sundi og ég synti bæði hraðar og lengra en ég er vanur og ég fann nokkuð snarlega að bakið var mun styrkara á eftir. Eftir góðan heitan pott og gufubað kom ég býsna mjúkur heim en samt örlaði áfram á hausverknum. Við sátum saman yfir sjónvarpinu (Sommer - snilldarþættir) og ég náði að gleyma mér stundarkorn en fann fljótlega er ég reisti mig við að hausverkurinn var kominn yfir í bæði heilahvelin, með dúndrandi hjartslætti. Mér var hætt að lítast á blikuna því bakið var núna í góðu standi (það var þá varla ástæðan) og ég er alls ekki vanur að fá hausverk yfir höfuð (afsakið orðaleikinn). Þá hvatti Vigdís mig til að mæla mig. Ég fussaði eiginlega yfir því enda fannst mér ég ekkert "lasinn" en reyndist svo vera með nokkrar kommur (37,8 gráður). Þá var ljóst að eitthvað væri í ólagi. Klukkan var tæplega ellefu (sunnudagskvöld) svo við frestuðum þess að ég hreinsaði mig af þessu með góðum nætursvefni, annars færi ég til læknis strax í bítið. Nóttin reyndist síðan ömurleg. Hitinn hækkaði (38.7) og hausverkurinn versnaði við það eitt að liggja út af. Tímunum saman átti ég erfitt með að festa svefn. Að morgni fórum við Vigdís saman, fyrst með Signýju og Hugrúnu (í leikskólann) og því næst fór ég til heimilislæknis. Það eitt að renna yfir hraðahindranir var svo sársaukafullt að ég lokaði augunum (undir stýri, eins skuggalega og það hljómar). Ég fór einn til læknisins og skildi bílinn eftir hjá heilsugæslunni. Hann átti ég ekki eftir að stíga upp í á næstunni. Eftir langa og ítarlega læknisskoðun (þar sem hnakkastífni, jafnvægi og ljósfælni var meðal annars skoðuð) var ég sendur með leigubíl upp á spítala. Þar hófst önnur og lengri atburðarás (sem tekin verður fyrir í næstu færslu).
Daglegt líf: Hægfara höfuðbati
Í dag er vika síðan ég lagðist inn í Borgarspítalann. Höfuðið er að komast í lag smám saman. Smá seyðingur og almennur doði og svo örlítill hausverkur ef ég halla mér fram eða ræski mig. Vonandi er þetta allt á undanhaldi. Ég treysti mér ekki til að mæta til vinnu í dag en er að spá í að fara að minnsta kosti í heimsókn á morgun og sjá hvort áreitin þar eru innan "þolmarka". Það er nefnilega svo lúmskt hvað maður þolir lítið mótlæti og spennu í þessu ástandi - og þá er skólinn kannski ekki heppilegur staður. En það er ekki heldur uppbyggilegt að sitja heima, hálfur maður, og velta fyrir sér hvenær maður sé tilbúinn. Það er þunglyndishvetjandi að hugsa of mikið um sjálfan sig, sérstaklega ef höfuðið er dofið. Þá er betra að henda sér út á færibandið (þ.e. daglega rútínu) og hafa svigrúm til að draga sig aftur í hlé.
fimmtudagur, febrúar 19, 2009
Fréttnæmt: Spítaladvöl
Jæja, nú er ég kominn heim aftur eftir "langt ferðalag".
Fyrir þá sem ekki vita þurfti ég að fara í skyndi á spítala á mánudaginn var vegna sérkennilegs hausverkjar og hitavellu sem honum fylgdi. Til að gera langa sögu stutta þá greindist ég með sýkingu í mænuvökva, sem gefur sýklum greiða leið að heilanum (þetta er svona eins og ef hryðjuverkamenn komast inn í Hvíta húsið og eiga bara eftir að athafna sig). Ekki var ljóst í byrjun hvort um hvort veirur eða bakteríur var að ræða en í seinna tilvikinu hefði þetta getað verið mjög alvarlegt. Ég var undir stöðugu eftirliti (á gjörgæslu á tímabili) og hitinn náði góðum toppi, en svo fór mér batnandi. Eftir rúmlega tveggja sólarhringa dvöl leit allt út fyrir að um tiltölulega hættulausa veirusýkingu væri að ræða. Ég var hitalaus í um sólarhring á spítalanum áður en ég treysti mér til að fara heim. Eftir situr doði þar sem hausverkurinn var, örlítill seyðingur öðru hvoru, og þreyta í hnakka sem kemur í hvert skipti sem ég beiti mér vitlaust. Eina ráðið gegn heilahimnubólgu af völdum vírussýkingar er hvíld og það hefur ekki farið fram hjá mér (ég get enn sem komið er ekki verið á fótum lengur en einn til tvo tíma í senn án þess að leggja mig á milli). Líkaminn ræður við þetta á endanum, segja þau, en það gæti tekið 2-3 vikur að ná fullri starfsorku.
Ég verð heima fram yfir helgi og sé svo til hvort ég treysti mér til að vinna eftir það. Kannski bara í áföngum.
Fyrir þá sem ekki vita þurfti ég að fara í skyndi á spítala á mánudaginn var vegna sérkennilegs hausverkjar og hitavellu sem honum fylgdi. Til að gera langa sögu stutta þá greindist ég með sýkingu í mænuvökva, sem gefur sýklum greiða leið að heilanum (þetta er svona eins og ef hryðjuverkamenn komast inn í Hvíta húsið og eiga bara eftir að athafna sig). Ekki var ljóst í byrjun hvort um hvort veirur eða bakteríur var að ræða en í seinna tilvikinu hefði þetta getað verið mjög alvarlegt. Ég var undir stöðugu eftirliti (á gjörgæslu á tímabili) og hitinn náði góðum toppi, en svo fór mér batnandi. Eftir rúmlega tveggja sólarhringa dvöl leit allt út fyrir að um tiltölulega hættulausa veirusýkingu væri að ræða. Ég var hitalaus í um sólarhring á spítalanum áður en ég treysti mér til að fara heim. Eftir situr doði þar sem hausverkurinn var, örlítill seyðingur öðru hvoru, og þreyta í hnakka sem kemur í hvert skipti sem ég beiti mér vitlaust. Eina ráðið gegn heilahimnubólgu af völdum vírussýkingar er hvíld og það hefur ekki farið fram hjá mér (ég get enn sem komið er ekki verið á fótum lengur en einn til tvo tíma í senn án þess að leggja mig á milli). Líkaminn ræður við þetta á endanum, segja þau, en það gæti tekið 2-3 vikur að ná fullri starfsorku.
Ég verð heima fram yfir helgi og sé svo til hvort ég treysti mér til að vinna eftir það. Kannski bara í áföngum.
föstudagur, febrúar 13, 2009
Þroskaferli: S, V og H.
Mikið er gaman að fylgjast með Signýju þessa dagana. Hún er öll að vakna til vitundar um heiminn eins og hann leggur sig. Ég talaði síðast um heimskortalestur. Núna nýlega er hún líka farin að gefa stöfunum gaum, sérstaklega sínum eigin (S), Hugrúnar (H) og mömmu sinnar (V). Það er heppilegt hvað þessir þrír eru mjög afgerandi og skýrir. Ég hef otað að henni fleiri stöfum og hún þekkir nokkra í viðbót, en hinir geta ruglast svolítið ("Þ" og "B" til dæmis). Þess vegna hef ég passað upp á að færa henni ekki of mikið í fang í einu. Hún fór nefnilega sjálf að forvitnast og ég treysti því að henni farnist best ef hún heldur frumkvæðinu.
Signýju líður ferlega vel með það að sjá þessa þrjá stafi allt í kringum sig. Núna keyrir maður ekki lengur gegnum bæinn án þess að hún hrópi upp yfir sig: "Pabbi, ég sá stafinn hennar mömmu!" eða "Sjáðu! Þarna er stafurinn minn!". Bílar með auglýsingum eða skilti í vegkantinum eru orðin mjög spennandi tilsýndar. Um daginn tók hún meira að segja upp á því að skrifa þessa þrjá stafi og gerði býsna skýran greinarmun á öllum þessum þremur stöfum (nú er það blað í öruggri vörslu ásamt öðrum merkum og dagsettum pappír inni í geymslu).
Í gær tók Signý eftir því í baði að "stafurinn hennar Hugrúnar" væri á veggnum. Ég horfði á flísarnar á veggnum á móti, sem eru ferningslaga, og áttaði mig á því að hún hlyti að hafa séð "H" út úr rétthyrndu línunum milli flísanna. Þá tók ég mig til og prófaði að yfirfæra. Ég sá fyrir mér aðrar flísar (á öðrum baðvegg) sem ágætis grunn fyrir "S" vegna þess að þær lágu á ská. Á milli þeirra var línan eins og "x" og með góðum vilja gat ég búið til köntótt "s"). Á þetta strengdi ég glært límband og dró skýra línu á límbandið með vatnsheldum tússpenna (ekki gat ég tússað yfir flísarnar sjálfar!). Signý horfði á þetta og kannaðist ekkert við stafinn sinn. Mér tókst sem sagt ekki að kveikja áhuga hennar á þessum skásettu flísum með sama hætti og hún hafði fengið áhuga á hinum. Ég sagði henni gagngert að þetta væri "S" en hún bara samþykkti það ekki. Þá fór ég að leika mér með límbandið og ákvað að mýkja línurnar, færði það til og lét það falla þvert yfir flísarnar í fallegum mjúkum boga. Þá tók mín við sér og kannaðist við stafinn sinn. Hún skoðaði hann nánar og sagði síðan ánægð: "slanga". Þá fattaði ég að mýktin í stafnum er aðalmálið. Stafurinn verður að vekja upp tilfinningu fyrir slöngu. Auðvitað.
Signýju líður ferlega vel með það að sjá þessa þrjá stafi allt í kringum sig. Núna keyrir maður ekki lengur gegnum bæinn án þess að hún hrópi upp yfir sig: "Pabbi, ég sá stafinn hennar mömmu!" eða "Sjáðu! Þarna er stafurinn minn!". Bílar með auglýsingum eða skilti í vegkantinum eru orðin mjög spennandi tilsýndar. Um daginn tók hún meira að segja upp á því að skrifa þessa þrjá stafi og gerði býsna skýran greinarmun á öllum þessum þremur stöfum (nú er það blað í öruggri vörslu ásamt öðrum merkum og dagsettum pappír inni í geymslu).
Í gær tók Signý eftir því í baði að "stafurinn hennar Hugrúnar" væri á veggnum. Ég horfði á flísarnar á veggnum á móti, sem eru ferningslaga, og áttaði mig á því að hún hlyti að hafa séð "H" út úr rétthyrndu línunum milli flísanna. Þá tók ég mig til og prófaði að yfirfæra. Ég sá fyrir mér aðrar flísar (á öðrum baðvegg) sem ágætis grunn fyrir "S" vegna þess að þær lágu á ská. Á milli þeirra var línan eins og "x" og með góðum vilja gat ég búið til köntótt "s"). Á þetta strengdi ég glært límband og dró skýra línu á límbandið með vatnsheldum tússpenna (ekki gat ég tússað yfir flísarnar sjálfar!). Signý horfði á þetta og kannaðist ekkert við stafinn sinn. Mér tókst sem sagt ekki að kveikja áhuga hennar á þessum skásettu flísum með sama hætti og hún hafði fengið áhuga á hinum. Ég sagði henni gagngert að þetta væri "S" en hún bara samþykkti það ekki. Þá fór ég að leika mér með límbandið og ákvað að mýkja línurnar, færði það til og lét það falla þvert yfir flísarnar í fallegum mjúkum boga. Þá tók mín við sér og kannaðist við stafinn sinn. Hún skoðaði hann nánar og sagði síðan ánægð: "slanga". Þá fattaði ég að mýktin í stafnum er aðalmálið. Stafurinn verður að vekja upp tilfinningu fyrir slöngu. Auðvitað.
mánudagur, febrúar 09, 2009
Daglegt líf: Tíu daga törn
Nú er frekar strembin vika að baki, sem hófst með því að Signý veiktist kvöldið sem ég skrifaði síðustu færslu (föstudaginn fyrir tíu dögum síðan). Hún var lasin fram yfir helgi og við vorum orðin uggandi yfir því hvað hitinn mallaði lengi. Svo lagaðist þetta snarlega á þriðjudaginn og hún fór í leikskólann aftur daginn eftir. Þá var Hugrún orðin eitthvað kvefuð og pirruð, en veiktist samt ekki. Á föstudaginn var litu þær báðar mjög frísklega út - fullar orku - en þurftu hins vegar að vera heima vegna starfsdags í leikskólanum. Vigdís var þá á morgunvakt sem hún gat ekki hliðrað til, svo við urðum að redda pössun. Reyndar var Vigdís búin að vera á kvöldvakt daginn á undan þannig að við vorum ansi þreytt þegar helgin loksins hófst. Vorum slöpp og fannst okkur báðum við vera hálf lasin. Héldum okkur að mestu innandyra og söfnuðum kröftum. Þannig rann afmælisdagur Vigdísar í gegn, í algjöru orkuleysi, en við leyfðum okkur þó að horfa á góða mynd saman. Daginn eftir var hins vegar haldið aðeins veglegar upp á tímamótin og við fórum saman út að borða með Ásdísi og Togga (gamla góða Ítalía). Aftur fengum við pössun. Í fyrra skiptið hafði það verið tengdó (Sirrý) en í þetta skiptið var það Begga systir. Það er gott að eiga góða að. Signý og Hugrún fengu því líka einhverja tilbreytingu út úr þessu öllu saman. Svo fórum við í mat í gær (sunnudag) til mömmu (sem systrunum finnst alltaf mjög spennandi).
Signý og Hugrún taka eftir öllu sem fyrir augu ber. Á leið til mömmu varð Hugrúnu litið niður á stéttina, sem var samansett úr litlum hellum (eins og "i" með þverstriki uppi og niðri, sem gengur hvert inn í annað). Hún var fljót að tengja þetta við daglega reynslu og sagði "puttlið haddna" (púsl hérna). Signý tók hins vegar eftir kamínunni sem mamma og pabbi eru með í sjónvarpsherberginu sínu. Þetta er stærðarinnar leirker, með opi að framanverðu og loftop að ofan. Hún sá hins vegar strax að þetta var "strompur". Hvar kynntist hún annars strompi? Er það eitthvað sem börnin sjá í barnabókum? Mér er spurn, því strompar eru ekki áberandi í borgarlandslaginu kringum okkur.
Signý og Hugrún taka eftir öllu sem fyrir augu ber. Á leið til mömmu varð Hugrúnu litið niður á stéttina, sem var samansett úr litlum hellum (eins og "i" með þverstriki uppi og niðri, sem gengur hvert inn í annað). Hún var fljót að tengja þetta við daglega reynslu og sagði "puttlið haddna" (púsl hérna). Signý tók hins vegar eftir kamínunni sem mamma og pabbi eru með í sjónvarpsherberginu sínu. Þetta er stærðarinnar leirker, með opi að framanverðu og loftop að ofan. Hún sá hins vegar strax að þetta var "strompur". Hvar kynntist hún annars strompi? Er það eitthvað sem börnin sjá í barnabókum? Mér er spurn, því strompar eru ekki áberandi í borgarlandslaginu kringum okkur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)