fimmtudagur, febrúar 19, 2009

Fréttnæmt: Spítaladvöl

Jæja, nú er ég kominn heim aftur eftir "langt ferðalag".

Fyrir þá sem ekki vita þurfti ég að fara í skyndi á spítala á mánudaginn var vegna sérkennilegs hausverkjar og hitavellu sem honum fylgdi. Til að gera langa sögu stutta þá greindist ég með sýkingu í mænuvökva, sem gefur sýklum greiða leið að heilanum (þetta er svona eins og ef hryðjuverkamenn komast inn í Hvíta húsið og eiga bara eftir að athafna sig). Ekki var ljóst í byrjun hvort um hvort veirur eða bakteríur var að ræða en í seinna tilvikinu hefði þetta getað verið mjög alvarlegt. Ég var undir stöðugu eftirliti (á gjörgæslu á tímabili) og hitinn náði góðum toppi, en svo fór mér batnandi. Eftir rúmlega tveggja sólarhringa dvöl leit allt út fyrir að um tiltölulega hættulausa veirusýkingu væri að ræða. Ég var hitalaus í um sólarhring á spítalanum áður en ég treysti mér til að fara heim. Eftir situr doði þar sem hausverkurinn var, örlítill seyðingur öðru hvoru, og þreyta í hnakka sem kemur í hvert skipti sem ég beiti mér vitlaust. Eina ráðið gegn heilahimnubólgu af völdum vírussýkingar er hvíld og það hefur ekki farið fram hjá mér (ég get enn sem komið er ekki verið á fótum lengur en einn til tvo tíma í senn án þess að leggja mig á milli). Líkaminn ræður við þetta á endanum, segja þau, en það gæti tekið 2-3 vikur að ná fullri starfsorku.

Ég verð heima fram yfir helgi og sé svo til hvort ég treysti mér til að vinna eftir það. Kannski bara í áföngum.

Engin ummæli: