mánudagur, febrúar 23, 2009
Daglegt líf: Hægfara höfuðbati
Í dag er vika síðan ég lagðist inn í Borgarspítalann. Höfuðið er að komast í lag smám saman. Smá seyðingur og almennur doði og svo örlítill hausverkur ef ég halla mér fram eða ræski mig. Vonandi er þetta allt á undanhaldi. Ég treysti mér ekki til að mæta til vinnu í dag en er að spá í að fara að minnsta kosti í heimsókn á morgun og sjá hvort áreitin þar eru innan "þolmarka". Það er nefnilega svo lúmskt hvað maður þolir lítið mótlæti og spennu í þessu ástandi - og þá er skólinn kannski ekki heppilegur staður. En það er ekki heldur uppbyggilegt að sitja heima, hálfur maður, og velta fyrir sér hvenær maður sé tilbúinn. Það er þunglyndishvetjandi að hugsa of mikið um sjálfan sig, sérstaklega ef höfuðið er dofið. Þá er betra að henda sér út á færibandið (þ.e. daglega rútínu) og hafa svigrúm til að draga sig aftur í hlé.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli