Ég var að koma af kaffihúsarölti með Jóni Má. Það fór öðruvísi en ætlaði því upphaflega stóð til að fara í bíó, á myndina "Capitalism: A Love Story" (nýjustu Michael Moore myndina). Ég átti tilboðsmiða á myndina (tveir fyrir einn). Það gekk ekki betur en svo að tilboðið var háð greiðslu með Mastercard korti. Það stóð reyndar á miðanum ef rýnt var í smáa letrið en auðvitað hafði það farið fram hjá mér. Mér fannst líka skjóta verulega skökku við að mynd sem gagnrýnir peningahyggju samfélagsins skuli vera kynnt af markaðsráðandi kortafyrirtæki (og að tilboðið skuli háð skilyrðum frá þeim). Við hugsuðum okkur um andartak, því til greina kom að fara á myndina þrátt fyrir allt, en ákváðum að skella okkur í bæinn á endanum. Prinsippið vóg þar þungt.
Við gerðum það ansi gott í bænum. Satt að segja má segja að um hugmyndafræðilega byltingu hafi verið hjá mér að ræða persónulega því í stað þess að rölta á milli hvimleiðra kaffihúsa, uppfullum af skemmtanaglöðum (eða -þreyttum) Íslendingum fórum við á hótelin. Þar er mikið notalegri stemning en úti í samfélaginu. Þar er mjög huggulegt að spjalla í tímalausu umhverfi, fámennt og yfirvegað - jafnvel þegar lætin eru sem mest úti (eða því trúði einn þjónninn fyrir mér aðspurður). Það er einnig óhætt að segja um aðbúnaðinn á hótelunum að húsgögnin séu almennt vandaðri og þægilegri en annars staðar, enda ekki sami ólifnaðurinn sem líðst á hótelum og úti í samfélaginu. Það sem kom mér hins vegar mest á óvart var að verðið á veitingunum er ekki hærra en annars staðar. Kannski var það meinloka frá ferðum mínum erlendis sem fékk mig til að brennimerkja öll hótel sem ofurdýr afdrep. Það á líklega við víðast erlendis en ferðamenn hérlendis eru hins vegar varir um sig í okkar dýra landi. Það heldur verðinu á hótelveitingum verulega niðri, geri ég ráð fyrir. Til dæmis fékk ég mér sérlega myndarlegan og rausnarlegan kaffi latte á Radisonhótelinu á 390 krónur. Ég efast um að uppáhellingin annars staðar sé ódýrari nú til dags.
miðvikudagur, október 21, 2009
föstudagur, október 16, 2009
Daglegt líf: Veikindahrina
Nú er veikindatörn að baki. Hugrún veiktist lítillega á föstudaginn var - með magakveisu. Hún lagaðist fljótt en við létum hana vera með bleiu yfir helgina þar til hægðirnar formuðust almennilega. Á meðan veiktist Signý, aðfaranótt laugardagsins, með ælupest. Hún var strax betri á sunnudeginum. Á mánudeginum fór Hugrún í leikskólann en Signý var heima um sinn. Magakveisan tók sig hins vegar upp um kvöldið og við héldum henni heima á þriðjudag, ásamt Signýju (þær voru báðar full tæpar). Ég tók mér frí frá vinnu þann daginn enda leið Vigdísi eitthvað einkennilega, með magaverki (sem löguðust þegar á leið). Um kvöldið voru litlu stúlkurnar hins vegar orðnar bara nokkuð brattar en mér fór hins vegar að líða undarlega - með doða um liðamótin - eins konar létta beinverki. Til stóð að fara í bíó um kvöldið og var ég efins um þau áform. Eftir mælingu reyndist ég alveg hitalaus og skellti mér.
Fór með Jóni Má á "Stúlkuna sem lék sér að eldinum". Við urðum báðir fyrir vonbrigðum með myndina, sérstaklega í samanburði við fyrstu söguna (sem ég hafði séð og hann lesið). Atburðarásin var ótrúverðug á köflum, þræðir sögunnar of margir og flóknir (fyrir mig að minnsta kosti), og andhetjur sögunnar lygilegar í anda heljarmenna úr James Bond sagnabálkinum. Nei, hún skildi lítið eftir sig samanborið við fyrsta hluta. Ég held að veikindin hafi ekki haft mikið með matið að segja en ég verð samt að viðurkenna að mér var farið að líða undarlega, með skjálfta og beinverki þegar á leið.
Síðan á þriðjudag hafa Signý og Hugrún farið í leikskólann eins og ekkert sé á meðan ég hef verið heima lasinn. Ég skalf eins og hrísla um tíma og á miðvikudag var hitinn stöðugt vaxandi frá mildum ca. 38 stiga hita og upp í 39 og toppaði í 39,4 en verið hægt og rólega á undanhaldi eftir það (hitalaus í gærkvöldi). Núna er ég með leifar af veikindunum í bólgnum hálsi og með þrálátan verk í höfðinu. Hlýt að verða fullfrískur yfir helgina. Ef maður setur þetta í stærra samhengi þá skilst mér að svínaflensan sé mikið öflugri. Þá á maður víst að steinliggja. Hún kemur með mjög háan hita og er með engin vettlingatök ólíkt þessari flensu. Í gær var ég meira að segja nógu brattur til að keyra Vigdísi upp á spítala. Hún er í vaktafríi en þurfti að láta sprauta sig eins og allt heilbrigðisstarfsfólk. Nú bara vonar maður það besta. Ekki nenni ég að vera veikur aftur.
Fór með Jóni Má á "Stúlkuna sem lék sér að eldinum". Við urðum báðir fyrir vonbrigðum með myndina, sérstaklega í samanburði við fyrstu söguna (sem ég hafði séð og hann lesið). Atburðarásin var ótrúverðug á köflum, þræðir sögunnar of margir og flóknir (fyrir mig að minnsta kosti), og andhetjur sögunnar lygilegar í anda heljarmenna úr James Bond sagnabálkinum. Nei, hún skildi lítið eftir sig samanborið við fyrsta hluta. Ég held að veikindin hafi ekki haft mikið með matið að segja en ég verð samt að viðurkenna að mér var farið að líða undarlega, með skjálfta og beinverki þegar á leið.
Síðan á þriðjudag hafa Signý og Hugrún farið í leikskólann eins og ekkert sé á meðan ég hef verið heima lasinn. Ég skalf eins og hrísla um tíma og á miðvikudag var hitinn stöðugt vaxandi frá mildum ca. 38 stiga hita og upp í 39 og toppaði í 39,4 en verið hægt og rólega á undanhaldi eftir það (hitalaus í gærkvöldi). Núna er ég með leifar af veikindunum í bólgnum hálsi og með þrálátan verk í höfðinu. Hlýt að verða fullfrískur yfir helgina. Ef maður setur þetta í stærra samhengi þá skilst mér að svínaflensan sé mikið öflugri. Þá á maður víst að steinliggja. Hún kemur með mjög háan hita og er með engin vettlingatök ólíkt þessari flensu. Í gær var ég meira að segja nógu brattur til að keyra Vigdísi upp á spítala. Hún er í vaktafríi en þurfti að láta sprauta sig eins og allt heilbrigðisstarfsfólk. Nú bara vonar maður það besta. Ekki nenni ég að vera veikur aftur.
miðvikudagur, október 07, 2009
Daglegt líf: Tvenns konar sýn á Fróða
Signý og Hugrún eru í þessum skrifuðum orðum að horfa á barnaefnið í sjónvarpinu. Nú er verið að sýna gömlu góðu þættina Einu sinni var. Þar er hvíthærði öldungurinn Fróði í broddi fylkingar og leiðir ætt sína gegnum mannkynssöguna. Núna er hann víst staddur á köldu hellisgólfi á forsögulegum tíma (þáttur tvö, held ég). Við lentum inn í miðjum þætti þegar ég kveikti á sjónvarpinu og hvíthært andlit Fróða birtist skyndilega í nærmynd. Þá hrópaði Hugrún upp yfir sig: Jólasveinninn! Signý hristi hins vegar hausinn, fannst þetta greinilega mikil fjarstæða, og leiðrétti hana strax: Nei, þetta er api!
fimmtudagur, október 01, 2009
Þroskaferli: Burt með allar bleyjur
Hugrún hefur staðið sig sérlega vel undanfarnar þrjár vikur við að losa sig við bleyjurnar og pissar nú nánast eftir pöntun. Fyrir mánuði síðan leit þetta ekki svona vel út. Reyndar nær sagan ár aftur til þess tíma þegar Signý var að venja sig af bleyjum. Þá vildi Hugrún prófa líka að pissa í kopp. Okkur fannst hún þessleg að hún myndi ná þessu fljótlega. Hún sat hins vegar upp á "sportið" en náði aldrei árangri. Þar sem blöðrubólguvandinn var enn til staðar vildum við ekki setja á hana neina pressu að svo stöddu og vonuðumst bara til að þetta kæmi af sjálfu sér. Jólin gengu í garð og ekki vildi hún klára dæmið. Hún var ekki orðin tveggja ára - og átti raunar nokkuð í land með það (fjóra mánuði eða svo) - þannig að við sátum bara hjá og reiknuðum með að páskarnir yrðu gjöfulli. Þeir fóru hins vegar eins og þeir fóru - ég nánast hinum megin á hnettinum og aðalmálið að raska ekki heimilislífinu of mikið á meðan, enda nóg að gera fyrir. Þá fór sumrið að líta vel út. Það þarf nefnilega gott svigrúm til að koppavenja, helst frí, þannig að maður geti veitt aðhald allan sólarhringinn. Sumarið hefur mörgum reynst vel því þá er auðvelt að láta börnin spranga um úti bleyjulaus þar til eitthvað gerist (engum húsgögnum fórnað). Við vorum sannfærð um að þetta gengi auðveldlega eftir, enda Hugrún orðin rúmlega tveggja ára á þeim tímapunkti. En allt kom fyrir ekki. Við tókum af henni bleyjuna langtímum saman en það var sem hún héldi í sér á meðan, frá hádegi og langt fram á kvöld. Þetta leist okkur ekki vel á með tilliti til blöðrubólgunnar svo við leyfðum henni að losa í bleyju öðru hvoru. Það flækti hlutina. Hún var viljug til að sitja á koppinum - það vantaði ekki - en ekkert gerðist í svo ótalmörg skipti. Stundum losaði hún eftir að hafa nýlega staðið upp. Maður klóraði sig í kollinum - hefur hún sjálfstjórn (heldur í sér) eða ekki (nær ekki að losa)? Ég neita ekki að það var oft stutt í gremjuna.
Í lok júlí fórum við með Hugrúnu í rannsókn, eins og ég skrifaði um á sínum tíma. Þá gerðist nokkuð sérstakt. Í þvagblöðruna var dælt vökva með skuggaefni sem gerir þvagið sýnilegra á myndunum. Hún átti að pissa á meðan þau fylgdust með leið þvagsins. Ekkert gerðist hins vegar. Þá datt hjúkrunafræðingnum í hug að setja hana á kopp. "Glætan" hugsaði ég og fannst ólíklegt að hún myndi skila árangri svona eftir pöntun þegar við vorum búin að reyna mánuðum saman heima. En viti menn, hún pissaði! Væntanlega var hún komin alveg í spreng út af viðbótarvökvanum og mátti ekki við því að setjast upp. Sú litla var hins vegar mjög stolt og talaði um það reglulega á eftir hvað hún hafði verið "duleg a pissa í koppinn". Nú heldum við að hún væri bara búin að "fatta" þetta en samt varð bið á næsta árangri. Nokkrum vikum seinna kom næsta buna. Síðan ekki fyrr en fyrir þremur vikum síðan, einmitt þegar þær systur fóru í pössun til Beggu frænku sinnar, að hún pissaði í þriðja skiptið. Þá er eins og björninn hafi verið unninn, loksins. Eftir það náði hún árangri á hverjum degi - stundum að eigin frumkvæði og yfirleitt eftir pöntun. Hún er nú nýfarin að sleppa bleyju í leikskólanum og stendur sig bara ljómandi vel.
Í lok júlí fórum við með Hugrúnu í rannsókn, eins og ég skrifaði um á sínum tíma. Þá gerðist nokkuð sérstakt. Í þvagblöðruna var dælt vökva með skuggaefni sem gerir þvagið sýnilegra á myndunum. Hún átti að pissa á meðan þau fylgdust með leið þvagsins. Ekkert gerðist hins vegar. Þá datt hjúkrunafræðingnum í hug að setja hana á kopp. "Glætan" hugsaði ég og fannst ólíklegt að hún myndi skila árangri svona eftir pöntun þegar við vorum búin að reyna mánuðum saman heima. En viti menn, hún pissaði! Væntanlega var hún komin alveg í spreng út af viðbótarvökvanum og mátti ekki við því að setjast upp. Sú litla var hins vegar mjög stolt og talaði um það reglulega á eftir hvað hún hafði verið "duleg a pissa í koppinn". Nú heldum við að hún væri bara búin að "fatta" þetta en samt varð bið á næsta árangri. Nokkrum vikum seinna kom næsta buna. Síðan ekki fyrr en fyrir þremur vikum síðan, einmitt þegar þær systur fóru í pössun til Beggu frænku sinnar, að hún pissaði í þriðja skiptið. Þá er eins og björninn hafi verið unninn, loksins. Eftir það náði hún árangri á hverjum degi - stundum að eigin frumkvæði og yfirleitt eftir pöntun. Hún er nú nýfarin að sleppa bleyju í leikskólanum og stendur sig bara ljómandi vel.
Daglegt líf: Síðasta uppskeran
Frostið framundan kallar uppskeruna inn. Ég hentist út í garð og náði í lokaskammtinn af gulrótauppskerunni okkar. Hún fyllti litla skál, gómsætar en smáar. Við köllum þær "barnagulrætur" og þær eru étnar eins og sælgæti af okkur öllum. Ætli sumrinu sé ekki endanlega lokið hér með?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)