föstudagur, júní 17, 2011
Ferðasaga: Kominn til Maine
Þá er ég kominn til Maine í Bandaríkjunum. Vigdís og stelpurnar eru heima en ég í fríi í útlöndum. Hvernig stendur á þessu? Þetta byrjaði sem skólaferð. Brúarskóli (sem ég tilheyri) fór í kynnisferð til Boston til að skoða sérskóla. Þetta var fimm daga ferð. Fyrstu tveir dagarnir voru frjálsir og notaðir til að ná áttum. Næstu tveir voru "vinnudagar" með frítíma um kvöldið. Síðasti dagurinn var svo aftur frjáls. Í gær var svo brottfarardagur. Flestir fóru heim til Íslands, þó ekki alveg allir (eins og gengur). Ég bjó hins vegar svo vel að því að eiga góðan vin í nágrannafylkinu Maine þangað sem ég fór í heimsókn til að dvelja í um vikutíma. Það er ekki nema fjögurra tíma rútuferð á milli Boston og Bangor (í Maine) þar sem ég er núna í góðu yfirlæti. Eins og heima er netsamband búið að vera stopult á ferðalaginu. Tölvutíminn var dýr á hótelinu. Hérna er ég hins vegar kominn í fyrsta flokks aðstöðu og verð vonandi duglegur að skrifa um upplifun mína næstu dagana.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli