miðvikudagur, júní 29, 2011

Fréttnæmt: Útskrift Signýjar

Nú er stutt í sumarfrí í leikskólanum. Þá tekur við mánaðartími í fríi með þeim Signýju og Hugrúnu. Gaman væri að samræma sig áætlunum annarra og gera eitthvað skemmtilegt í sumar - helst eitthvað einfalt og ódýrt. Óvissuferðir í strætó? Viðeyjardvöl í góðu veðri? Göngutúrar og léttar ferðir upp á Esju eða önnur fjöll og fell? Tjaldferðir í Heiðmörkinni? Nú eða busl i lauginni okkar í gaðrinum þegar vel viðrar?

Eftir um það bil mánuð fer Signý aftur í leikskólann í um það bil tvær vikur og byrjar svo í Grandaskóla. Hún er formlega útskrifuð reyndar. Það var í vikunni áður en ég fór út. Í ljósi ferðalagsins var ég heppin að geta verið viðstaddur. Signý tók á móti rós og viðurkenningarskjali með jafnöldrum sínum í nettri og afslappaðri athöfn. Hún var mjög stolt og bar sig vel. Ég hefði ekki viljað missa af þessu. Fyrsti stóri áfanginn á langri leið.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Lestu þetta blogg eftir Ómar Ragnarsson. Þetta er punktur sem maður hefur varla þorað að koma í orð á undanförnum árum sökum nýfrjálshyggju sem reið hér vötnum.
http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1176756/
Kv
JM