laugardagur, janúar 21, 2012
Fréttnæmt: Friðarstund í hríðarbyl
Veðrið er búið að vera sviptingasamt að undanförnu. Umhleypingar og hríðir skiptast á. Um daginn var stórhríð og ófært víða um land. Þá fór ég í jarðarför í Áskirkju. Þar var Þórunn Guðmundsdóttir jörðuð. Hún er ekki blóðskyld mér en þó mjög nátengd fjölskyldunni á sérstakan máta. Hún var móðir eiginkonu tvíburabróður mömmu, fyrir þá sem átta sig á þeirri tengingu. Mamma og Rabbi eru sem sagt tvíburar og hafa alltaf verið náin og því mikil tengsl minnar fjölskyldu við fjölskyldu hans. Þegar amma og afi móðurmegin létust (þegar ég var smá polli) upplifði maður líklega fyrir vikið enn sterkari tengsl við Þórunni "gömlu" og manninn hennar, hann Óskar (sem reyndar lést fyrir um tuttugu árum). Nú eru þau væntanlega sameinuð á ný eftir mjög farsæla og langa ævi. Við eigum öll mjög góðar minningar tengdum þeim hjónum og nokkrar þeirra rötuðu í minningargrein sem mamma setti saman á dögunum í spjalli við okkur hin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli