föstudagur, janúar 13, 2012

Pæling: Hvernig koss?

Fyrst ég er farinn að vitna í Signýju þá er við hæfi að hafa eftir henni skemmtilega athugsemd um kossa. Hún var eitthvað hugsi um daginn. Hugrún hafði þá haldið því fram að það ætti bara að kyssa fólk á kinnina en ekki á munninn. Þetta hafði hún frá mömmu sinni, sem hafði verið að leiðbeina Hugrúnu með þetta (Hugrún átti það til að kyssa á munninn). En þetta olli Signýju heilabrotum og hún spurði mig bara út í hvað væri réttast að gera. Ég hugsaði mig vandlega um og ákvað að fara ekki út í nákvæman mun á siðvenjum þjóða hvað þetta varðar og ég lét líka eiga sig að minnast á það hvað þetta væri nú breytilegt eftir því hvar og hvernig fólk er alið upp. Ég sagði henni bara að yfirleitt sé það þannig að fólk kyssist á kinnina. En þegar maður kyssir manninn sinn eða konuna sína þá má alveg kyssa á munninn. Þá fattaði hún muninn og sagði til baka: "Já, þá má kyssa á munninn þegar maður er ástafanginn!" :-)

Engin ummæli: