föstudagur, janúar 13, 2012

Hugsun: Hvað er matur?

Signý lét út úr sér skemmtilegar athugasemd í morgun. Þá var ég á leið í vinnuna, búin að skutla Vigdísi og sá fram á að hafa tíma til að skjótast aðeins heim og ná í nesti sem ég gleymdi. Þá sagði sú litla: "Þú þarf ekkert nesti, pabbi!". Ég spurði auðvitað hvað hún meinti með því, þá svaraði hún: "Þú opnar bara ísskápinn!" (sem er í eldhúsinu í skólanum, eins og það sé alltaf sjálfkrafa matur þar inni) og bætti svo við, minnug þess sem við gerum oft í eldhúsinu í skólanum rétt fyrir jólin: "Þú bakar bara piparkökuhús!"

Engin ummæli: