Jæja, það stóðst að við Vigdís myndum flytja um mánaðarmótin. Það útskýrir jafnframt tiltölulega langa þögn þar til nú. Við fengum veður af íbúð gegnum vinafólk á afar hagstæðu verði í Granaskjóli vestur í bæ. Ég hef aldrei búið þar áður og er afar spenntur yfir öllu hverfinu. Melabúðin er að mínu mati besta matvörubúðin á landinu. Mig langar virkilega til að taka út stærðfræðilegt hlutfall af matvöru versus gólfpláss. Ótrúleg búð það sem allt fæst, með mat á alla kanta rétt eins og á innimarkaði í þriðja heiminum. Þetta meina ég náttúrulega í bestu merkingu þess orðs. En hvað um það, við erum flutt í þetta fína húsnæði í 85 fermetra kjallara. Í leiðinni er ég búinn að kasta af mér gamla landsbyggðarnúmerinu (sem byrjaði á 487...) og tekið upp nýtt númer.
Steini
fimmtudagur, október 09, 2003
föstudagur, september 19, 2003
Þórsmerkursmekkleysa
Ég fór í Þórsmörk fyrir um viku síðan, á fimmtudaginn ellefta sept. Þetta var svona nýnemaferð fyrir FÁ-inga þar sem til stóð að busa þá og fleira. Ég álpaðist þangað með frænda mínum sem á við þá fötlun að stríða að vera Asperger (skylt einhverfu) og mitt hlutverk var að hafa auga með honum. Það var út af fyrir sig heilmikil vinna sem ég fer ekkert nánar út í hér. Hins vegar finnst mér verulega frásagnarvert að hafa upplifað skemmtiatriði nemendafélagsins á kvöldvökunni. Nemendafélagið stjórnaði sem sé kvöldinu af yfirvegun og kúlheitum á meðan ólgandi nýnemar allt í kring reyndu að finna sig í hópnum. Atriðin voru öll fremur ósmekkleg eins og reyndar mátti búast við. Sjálfboðaliðar lentu í leikjum þar sem þeir þurftu að borða einhvern viðbjóð (tveggja vikna gamalt þurrt skyr eða súkkulaðihjúpaðan hákarl) eða standa vandræðalega fyrir framan félagana og syngja einsöng. Gott og vel. Svona er þetta. Hins vegar fóru þeir yfir strikið með því að hafa berstrípunarkeppni milli kynjanna! Hvort lið (tveir strákar og tvær stelpur) átti að leggja föt sín á gólfið og mynda með þeim sem lengstan taum. Það lið vann sem var áræðnara í að afklæðast fyrir framan jafnaldrana, fyrst peysan, svo bolurinn, buxurnar og svo framvegis. Sniðugar reglur, verð ég að viðurkenna, en vafasamur húmor. Næsta atriði var hins vegar öllu verra. Þá áttu fjórir strákar úr nemendafélaginu að taka þátt í atriðinu. Það þýddi, fyrirsjáanlega, að þeirra hlutverk gat ekki verið sérlega slæmt. Jafnmargra sjálfboðaliða var krafist úr salnum og áttu þeir allir að vera kvenkyns. Svo settust drengirnir á stóla og tóku fram banana sem þeir héldu uppréttum í klofstað. Framhaldið segir sig sjálft. Sú sem stæði sig "best" átti að vinna. Ein stúlka hætti við. Gott hjá henni. Þegar fundin var önnur í hennar stað hélt leikurinn áfram. Þær sátu hins vegar vandræðalegar í drjúga stund fyrir framan reðurtáknið á meðan "lýðurinn" hvatti ákaft. Þegar sú fyrsta reið á vaðið fylgdu hinar fylgdu ákaft eftir. Atriðið vakti mikla lukku meðal nemenda og gott ef hópurinn hristist ekki saman við þetta atlæti. En hvaða höft voru rofin með þessu? Hvaða tilfinning situr eftir þegar hópurinn heldur galvaskur til baka til borgarinnar eftir þessa innvígsluathöfn, - þessa upphitun? Hver eru skilaboðin?
Steini
Ég fór í Þórsmörk fyrir um viku síðan, á fimmtudaginn ellefta sept. Þetta var svona nýnemaferð fyrir FÁ-inga þar sem til stóð að busa þá og fleira. Ég álpaðist þangað með frænda mínum sem á við þá fötlun að stríða að vera Asperger (skylt einhverfu) og mitt hlutverk var að hafa auga með honum. Það var út af fyrir sig heilmikil vinna sem ég fer ekkert nánar út í hér. Hins vegar finnst mér verulega frásagnarvert að hafa upplifað skemmtiatriði nemendafélagsins á kvöldvökunni. Nemendafélagið stjórnaði sem sé kvöldinu af yfirvegun og kúlheitum á meðan ólgandi nýnemar allt í kring reyndu að finna sig í hópnum. Atriðin voru öll fremur ósmekkleg eins og reyndar mátti búast við. Sjálfboðaliðar lentu í leikjum þar sem þeir þurftu að borða einhvern viðbjóð (tveggja vikna gamalt þurrt skyr eða súkkulaðihjúpaðan hákarl) eða standa vandræðalega fyrir framan félagana og syngja einsöng. Gott og vel. Svona er þetta. Hins vegar fóru þeir yfir strikið með því að hafa berstrípunarkeppni milli kynjanna! Hvort lið (tveir strákar og tvær stelpur) átti að leggja föt sín á gólfið og mynda með þeim sem lengstan taum. Það lið vann sem var áræðnara í að afklæðast fyrir framan jafnaldrana, fyrst peysan, svo bolurinn, buxurnar og svo framvegis. Sniðugar reglur, verð ég að viðurkenna, en vafasamur húmor. Næsta atriði var hins vegar öllu verra. Þá áttu fjórir strákar úr nemendafélaginu að taka þátt í atriðinu. Það þýddi, fyrirsjáanlega, að þeirra hlutverk gat ekki verið sérlega slæmt. Jafnmargra sjálfboðaliða var krafist úr salnum og áttu þeir allir að vera kvenkyns. Svo settust drengirnir á stóla og tóku fram banana sem þeir héldu uppréttum í klofstað. Framhaldið segir sig sjálft. Sú sem stæði sig "best" átti að vinna. Ein stúlka hætti við. Gott hjá henni. Þegar fundin var önnur í hennar stað hélt leikurinn áfram. Þær sátu hins vegar vandræðalegar í drjúga stund fyrir framan reðurtáknið á meðan "lýðurinn" hvatti ákaft. Þegar sú fyrsta reið á vaðið fylgdu hinar fylgdu ákaft eftir. Atriðið vakti mikla lukku meðal nemenda og gott ef hópurinn hristist ekki saman við þetta atlæti. En hvaða höft voru rofin með þessu? Hvaða tilfinning situr eftir þegar hópurinn heldur galvaskur til baka til borgarinnar eftir þessa innvígsluathöfn, - þessa upphitun? Hver eru skilaboðin?
Steini
fimmtudagur, september 04, 2003
Skólinn er að byrja og erill vetrarins leggst yfir. Myrkrið fellur mér vel í geð. Ég er upptekinn þessa dagana við að sjá myndir á Kvikmyndahátíðinni bresku og skrifa grein um Gaia-kenninguna (fyrir vísindavefinn). Í lok vikunnar tekur maður námið með trukki. Í miðjum september er planið svo að leita að næstu íbúð og flytjast búferlum um mánaðarmótin.
Steini flakkari
Steini flakkari
fimmtudagur, ágúst 21, 2003
Kominn heim. Einum og hálfum mánuði í Skaftafelli er lokið. Í raun er ég feginn að vera búinn með þennan kafla því maður hvíldist illa í þessari vinnu. Við bjuggum tíu saman í húsnæði sem hentar fjórum. Þar við bættist stöðugt álag í vinnunni, túristaágangur eins og hann gerist verstur, og ekki bætti úr skák að við bjuggum nánast á bílastæðinu við innkomuna á svæðið. Fyrir vikið var stöðugt bankað upp á hjá okkur þegar við vorum í pásu eða að vinnudegi loknum.
Náttúran stóð hins vegar fyrir sínu. Jökullinn, Skaftafellsheiðin, Morsárdalur, plöntur og fuglalíf allt þetta var í miklum blóma enda veðrið í sumar eins og best verður á kosið (þrátt fyrir rigningarlegu byrjunina sem ég skrifaði um í fyrsta Skaftafellspósti).
Persónulega er ég fyrst og fremst hæstánægður með að hafa náð góðum tökum á starfi mínu sem landvörður. Það felur í sér að fara með ferðamenn í skipulagðar göngur og magna upp upplifun þeirra gegnum frásagnir og ýmiss konar fróðleik á meðan gangan stendur yfir. Einum varð svo á orði að gönguferðin upp að Skaftafellsjökli (sem farin var á hverjum morgni) hefði verið mjög "ljóðræn" upplifun. Það eru bestu meðmæli sem ég get beðið um því takmarkið með göngunni er að hjálpa fólki til að upplifa náttúruna án of mikilla útskýringa.
Núna er ég kominn heim í gamla húsnæðið mitt. Þannig var að ég framleigði út vistarverur mínar og þurfti því ekki að borga undir húsnæðið á meðan ég var í burtu. Ég fann hins vegar framleigjanda sem var til í að vera þarna í þennan stutta tíma þannig að ég átti von á að eiga mér samastað þegar ég kæmi til baka. Svo fór reyndar að viðkomandi reyndist leigusala mínum ekki góður leigjandi og var sparkað út eftir um það bil mánuð. Ég tryggði mér hins vegar að ég yrði ekki milligöngumaður milli leigusala og framleigjanda og kem því að auðu borði á ný, sáttur við mitt hlutskipti.
Steini
Náttúran stóð hins vegar fyrir sínu. Jökullinn, Skaftafellsheiðin, Morsárdalur, plöntur og fuglalíf allt þetta var í miklum blóma enda veðrið í sumar eins og best verður á kosið (þrátt fyrir rigningarlegu byrjunina sem ég skrifaði um í fyrsta Skaftafellspósti).
Persónulega er ég fyrst og fremst hæstánægður með að hafa náð góðum tökum á starfi mínu sem landvörður. Það felur í sér að fara með ferðamenn í skipulagðar göngur og magna upp upplifun þeirra gegnum frásagnir og ýmiss konar fróðleik á meðan gangan stendur yfir. Einum varð svo á orði að gönguferðin upp að Skaftafellsjökli (sem farin var á hverjum morgni) hefði verið mjög "ljóðræn" upplifun. Það eru bestu meðmæli sem ég get beðið um því takmarkið með göngunni er að hjálpa fólki til að upplifa náttúruna án of mikilla útskýringa.
Núna er ég kominn heim í gamla húsnæðið mitt. Þannig var að ég framleigði út vistarverur mínar og þurfti því ekki að borga undir húsnæðið á meðan ég var í burtu. Ég fann hins vegar framleigjanda sem var til í að vera þarna í þennan stutta tíma þannig að ég átti von á að eiga mér samastað þegar ég kæmi til baka. Svo fór reyndar að viðkomandi reyndist leigusala mínum ekki góður leigjandi og var sparkað út eftir um það bil mánuð. Ég tryggði mér hins vegar að ég yrði ekki milligöngumaður milli leigusala og framleigjanda og kem því að auðu borði á ný, sáttur við mitt hlutskipti.
Steini
föstudagur, júlí 18, 2003
Frí í Reykjavík gerði mér gott. Læknir kippti ofnæminu í lag með einni sprautu. Ég anda. Endurfæddur, nánast. Ótrúlega gaman að upplifa glæsilegt sumarið án pirrings í öllum vitum. Keypti mér meira að segja sumarföt, léttar kálfsíðar buxur í stíl við sumarskyrtu. Nú er gaman að vera til. Við Vigdís höfum eytt megninu af mínu þriggja daga fríi í rólegheitum. Engar langferðir eða neitt í þeim dúr, nema hvað, við fórum í Hvalaskoðun út frá Reykjavíkurhöfn. Elding stendur sig í stykkinu með skjólgóðum báti. Það er frábær skemmtun að elda hvali í góðu veðri og spóka sig í leiðinni á þilfarinu.
Í fyrramálið fer ég eldsnemma með rútu og mæti í Skaftafell síðdegis, vel birgður bókakosti um sveitina: Fornir búskaparhættir og Saga Skeiðarárhlaupanna er svona það helsta að ótöldum blómaskruddum af ýmsum stærðum :-)
Steini
Í fyrramálið fer ég eldsnemma með rútu og mæti í Skaftafell síðdegis, vel birgður bókakosti um sveitina: Fornir búskaparhættir og Saga Skeiðarárhlaupanna er svona það helsta að ótöldum blómaskruddum af ýmsum stærðum :-)
Steini
föstudagur, júlí 04, 2003
Nú er ég kominn í Skaftafell þar sem rignir daglega, - að minnsta kosti enn sem komið er. Veður er samt að mestu leyti skaplegt og laust við hvassviðri. Á hverjum degi hef ég verið að ganga upp í hæðirnar að skoða fossana eða tölta upp að rótum Skaftafellsjökuls þar sem lofthitinn lækkar um fimm gráður eftir því sem maður nálgast. Svæðið er magnað en vistarverur nokkur hráslagalegar. Ofnæmið kroppar andstyggilega í öll vit. Þessu þarf ég að redda þegar ég kem heim í frí í þrjá daga kringum miðjan júní. Annars er ég sáttur við stöðu mála, sérstaklega við að hafa náð að framleigja íbúðina mína í bænum. Með því móti náði ég að halda einum þriðja af vistarverunum út af fyrir mig en leigja út hina tvo þriðju og spara mér þannig nokkra tugi þúsunda. Jafnframt sé ég fram á að geta nýtt mér holuna mína í haust til að hafa það gott þegar ég kem til baka, helli mér út í vetrarvinnuna, skólann og alla þá rútínu áður en ég fer að skima um eftir nýju húsnæði í sept./okt.
Kveðja,
Þorsteinn
Kveðja,
Þorsteinn
mánudagur, júní 23, 2003
Ferðasagan, annar hluti.
Dagur eitt: Fyrst ég var byrjaður að segja frá því þegar ég var nappaður á leið í frí og var auk þess kominn með beinagrind að sögu er ekki úr vegi að bæta við. Við Vigdís gistum í góðu yfirlæti á Höfn eftir ansi langan akstur. Þoka var þétt langtímum saman svo við vissum hreint ekkert hvar við vorum um tíma og komum á endanum mjög seint til Hafnar. Klukkan var rúmlega tíu um kvöld og áttum við þá enn eftir að tryggja okkur gistingu, sem við reyndar gerðum á gistihemilinu Hvammi og fengum þetta líka fína útsýni yfir höfnina úr herbergi númer eitt. En klukkan var orðin óþægilega margt og á þessum tíma dags er ekki hlaupið að því að finna sér eitthvað að borða, allra síst úti á landi þar sem kyrrðin er enn einhvers virði. Þarna var reyndar opin unglingasjoppa í grenndinni (Hafnarbúðin) sem seldi samlokur til hálf tólf. Fram hjá henni renndum við hins vegar á bílnum í átt að kaffihúsi bæjarins, Kaffi Horninu, sem ég vissi til að seldi prýðilegan mat. Húsið var opið, gott og vel, en eldhúsið lokað enda klukkan orðin rúmlega hálf ellefu. Sama var uppi á teningnum á litlum pizza-stað þar nærri. Þá var aðeins eitt örþrifaráð eftir: Hótelið. Hótel áttu eftir að koma verulega við sögu í þessari ferð sem var að hefjast því það er makalaust hvað þau geta redda hlutum fyrir horn þegar fokið er í flest skjól. Á þessum fyrsta áningarstað borðuðum við því ágætis kvöldsnarl þegar samfélagið var lagst til hvílu. Því var vippað fram í snarheitum af kokki hótelsins. Næturvaktin sá til þess að við gátum borðað í ró og næði og sötrað öl með. Góður endir á löngum degi. Heima á gistiheimili sváfum við vært þá nóttina meðan bátarnir vögguðu í höfninni.
Dagur tvö: Næsta stopp Djúpivogur. Ekkert kaffihús opið. "Þau opna víst ekki fyrr en í júníbyrjun" sagði fólkið mér í bensínsjoppunni. Við renndum hýru auga til hótelsins og lékum sama leikinn og áður. Fyrst Hótelið á Höfn gat komið í staða matsölustaða þá hljóta þau að geta boðið upp á kaffi eins og hvert annað kaffihús. Og mikið rétt, kaffi og með'ðí. Dýrindis rækjubrauðsneið í Hótel Framtíð sem er sannarlega hús með sál. Mæli eindregið með viðdvöl á þessum stað hvort sem kaffihús bæjarins eru opin eða ekki. Með koffín í æðum héldum við til Stöðvarfjarðar þar sem Bjartur vinur minn bjó ásamt kærustu sinni Jóhönnu. Þau annast tónlistarlífið á bænum, hann sem tónlistarkennari og -skólastjóri og hún sem söngkona. Þar gistum við Vigdís í góðu yfirlæti eftir smá viðdvöl á eftirminnilegu steinasafni Petru við innkomuna í bæinn. Mikið var skrafað fram eftir kvöldi í húsakynnum Bjarts og Jóhönnu, borðuðum góðan mat og spiluðum stokkinn fram eftir kvöldi. Öll þurftum við hins vegar að hafa hemil á gleðinni því við Vigdís þurftum að vakna eldsnemma til að keyra til Seyðisfjarðar morguninn eftir auk þess sem gestgjafarnir þurftu að undirbúa jarðarför á sama tíma. Sannkölluð gæðastund milli stríða, ef svo mætti að orði komast.
Næsta færsla fjallar um sjálfa ferðina með Norrænu og dvölina í Færeyjum.
Steini
Dagur eitt: Fyrst ég var byrjaður að segja frá því þegar ég var nappaður á leið í frí og var auk þess kominn með beinagrind að sögu er ekki úr vegi að bæta við. Við Vigdís gistum í góðu yfirlæti á Höfn eftir ansi langan akstur. Þoka var þétt langtímum saman svo við vissum hreint ekkert hvar við vorum um tíma og komum á endanum mjög seint til Hafnar. Klukkan var rúmlega tíu um kvöld og áttum við þá enn eftir að tryggja okkur gistingu, sem við reyndar gerðum á gistihemilinu Hvammi og fengum þetta líka fína útsýni yfir höfnina úr herbergi númer eitt. En klukkan var orðin óþægilega margt og á þessum tíma dags er ekki hlaupið að því að finna sér eitthvað að borða, allra síst úti á landi þar sem kyrrðin er enn einhvers virði. Þarna var reyndar opin unglingasjoppa í grenndinni (Hafnarbúðin) sem seldi samlokur til hálf tólf. Fram hjá henni renndum við hins vegar á bílnum í átt að kaffihúsi bæjarins, Kaffi Horninu, sem ég vissi til að seldi prýðilegan mat. Húsið var opið, gott og vel, en eldhúsið lokað enda klukkan orðin rúmlega hálf ellefu. Sama var uppi á teningnum á litlum pizza-stað þar nærri. Þá var aðeins eitt örþrifaráð eftir: Hótelið. Hótel áttu eftir að koma verulega við sögu í þessari ferð sem var að hefjast því það er makalaust hvað þau geta redda hlutum fyrir horn þegar fokið er í flest skjól. Á þessum fyrsta áningarstað borðuðum við því ágætis kvöldsnarl þegar samfélagið var lagst til hvílu. Því var vippað fram í snarheitum af kokki hótelsins. Næturvaktin sá til þess að við gátum borðað í ró og næði og sötrað öl með. Góður endir á löngum degi. Heima á gistiheimili sváfum við vært þá nóttina meðan bátarnir vögguðu í höfninni.
Dagur tvö: Næsta stopp Djúpivogur. Ekkert kaffihús opið. "Þau opna víst ekki fyrr en í júníbyrjun" sagði fólkið mér í bensínsjoppunni. Við renndum hýru auga til hótelsins og lékum sama leikinn og áður. Fyrst Hótelið á Höfn gat komið í staða matsölustaða þá hljóta þau að geta boðið upp á kaffi eins og hvert annað kaffihús. Og mikið rétt, kaffi og með'ðí. Dýrindis rækjubrauðsneið í Hótel Framtíð sem er sannarlega hús með sál. Mæli eindregið með viðdvöl á þessum stað hvort sem kaffihús bæjarins eru opin eða ekki. Með koffín í æðum héldum við til Stöðvarfjarðar þar sem Bjartur vinur minn bjó ásamt kærustu sinni Jóhönnu. Þau annast tónlistarlífið á bænum, hann sem tónlistarkennari og -skólastjóri og hún sem söngkona. Þar gistum við Vigdís í góðu yfirlæti eftir smá viðdvöl á eftirminnilegu steinasafni Petru við innkomuna í bæinn. Mikið var skrafað fram eftir kvöldi í húsakynnum Bjarts og Jóhönnu, borðuðum góðan mat og spiluðum stokkinn fram eftir kvöldi. Öll þurftum við hins vegar að hafa hemil á gleðinni því við Vigdís þurftum að vakna eldsnemma til að keyra til Seyðisfjarðar morguninn eftir auk þess sem gestgjafarnir þurftu að undirbúa jarðarför á sama tíma. Sannkölluð gæðastund milli stríða, ef svo mætti að orði komast.
Næsta færsla fjallar um sjálfa ferðina með Norrænu og dvölina í Færeyjum.
Steini
þriðjudagur, júní 17, 2003
Nýlega barst mér ansi blóðugt bréf frá Lögreglustjóranum í Vík titlað "Sektarboð". Þannig var að ég ók 20. maí sem leið lá austur eftir á flötu suðurlandinu með sanda á báðar hliðar og auðan og beinan veginn nokkra kílómetra framundan. Svo kom eitt lítið rokklag í útvarpinu með Guns N´Roses sem virkaði ögn ögrandi og óafvitandi seig bensíngjöfin örlítið niður fyrir vikið. Ég sem hef ekki einu sinni gaman af Guns N´Roses! Birtist þá ekki lögreglubíll við næsta leiti og blikkar á mig eins og könguló sem stekkur á bráð sína. Ég hægi örlítið á mér um leið og ég sé bílinn og horfi um leið á hraðamælinn sem lækkar úr 110 í 105 km/klst. Mér datt ekki í hug að þeir myndu stoppa mig fyrir hraðaakstur því ég fór ekki einu sinni hratt, miðað við aðstæður. Mér brá hins vegar þegar ég sá mælinguna inn i hjá þeim sem var 115 km/klst og varð að orði að ég vissi ekki að bíllinn kæmist svona hratt! Þá svaraði annar lögreglumaðurinn þurrt "Þú þarft ekkert að tjá þig um þetta frekar en þú vilt!". Ég hafði það á tilfinningunni að þeim leiddist þessum gaurum og hefðu einfaldlega ekkert betra að gera. Auðvitað fór ég hægast allra á þjóðveginum og sá menn taka fram úr mér trekk í trekk hægastur allra. Upp frá því vissi ég að ég þyrfti að passa mig í umferðinni, ekki á því að fara of hratt heldur á löggunni. Allan hringinn kringum landið ók ég á bilinu 80 - 100 km/klst og sá mælinn aldrei nálgast þann hraða sem ég var mældur með þennan daginn.
Hvað sem því líður barst mér þessi tilkynning frá löggunni í Vík um daginn (og hef ég fjarlægt óþarfa tilvísanir í reglur til að gera textann læsilegri):
Steini
---------------------------------------------------
Lögreglustjórinn í Vík gerir kunnugt:Mér hefur borist kæra á hendur yður vegna brotss á umferðarlögum nr. 50/1987, þriðjudaginn 20. maí 2003 kl. 18:24 á ökutæki númer NU 184 eins og hér segir: Vettvangur: Suðurlandsvegur, Kúðafljót, að
Brot:
1. Of hraður akstur, Hraðamæling (37. gr.)
Hraði ökutækis 111 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst
Vikmörk, 4 km/klst, voru dregin frá mældum hraða sem var 115 km/klst
<..........>
Samkvæmt heimild í 1. mgr. <...........> er yður hér með gefinn kostur á að ljúka máli þessu án dómsmeðferðar með greiðslu sektar.
Sektin ákveðst kr. 20.000. Ef hún greiðist fyrir 21. júní 2003 er veittur 25% afsláttur og verður því kr. 15.000.
Afgreiðsla málsins með þessum hætti færist ekki í sakaskrá en brotið varðar 1 punkti sbr. reglugerð um ökuferilsskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota nr. 431/1998.
Með þessum punkti hefur alls verið færður 1 punktur í ökuferilsskrá yðar.
Verði sektarboði ekki sinnt eða því hafnað verður tekin ákvörðun um saksókn eftir almennum reglum um meðferð opinberra mála.
Lögreglustjórinn í Vík
-----------------------------------
Hvað sem því líður barst mér þessi tilkynning frá löggunni í Vík um daginn (og hef ég fjarlægt óþarfa tilvísanir í reglur til að gera textann læsilegri):
Steini
---------------------------------------------------
Lögreglustjórinn í Vík gerir kunnugt:Mér hefur borist kæra á hendur yður vegna brotss á umferðarlögum nr. 50/1987, þriðjudaginn 20. maí 2003 kl. 18:24 á ökutæki númer NU 184 eins og hér segir: Vettvangur: Suðurlandsvegur, Kúðafljót, að
Brot:
1. Of hraður akstur, Hraðamæling (37. gr.)
Hraði ökutækis 111 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst
Vikmörk, 4 km/klst, voru dregin frá mældum hraða sem var 115 km/klst
<..........>
Samkvæmt heimild í 1. mgr. <...........> er yður hér með gefinn kostur á að ljúka máli þessu án dómsmeðferðar með greiðslu sektar.
Sektin ákveðst kr. 20.000. Ef hún greiðist fyrir 21. júní 2003 er veittur 25% afsláttur og verður því kr. 15.000.
Afgreiðsla málsins með þessum hætti færist ekki í sakaskrá en brotið varðar 1 punkti sbr. reglugerð um ökuferilsskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota nr. 431/1998.
Með þessum punkti hefur alls verið færður 1 punktur í ökuferilsskrá yðar.
Verði sektarboði ekki sinnt eða því hafnað verður tekin ákvörðun um saksókn eftir almennum reglum um meðferð opinberra mála.
Lögreglustjórinn í Vík
-----------------------------------
þriðjudagur, júní 10, 2003
Síðastliðinn föstudag var mér starsýnt á yfir tveggja mánaða gamlan eggjabakka inni í skáp. Einhver hafði lætt honum inn í skotið þar sem hann hvarf bak við dollur og dósir. Núna var orðið of seint að leggja sér eggin til munns að mínu mati og kalla ég þó ekki allt ömmu mína í þeim efnum. Í stað þess að farga þeim í ruslið ákvað ég að svo myndarleg egg ættu frekar heima í sínu náttúrulega umhverfi. Ég sá fyrir mér stórgrýtta fjöru, máva og hreinsandi saltan sjó. Kristján bloggmeister var tilvalinn förunautur í fjöruferðina enda á hann þessa líka fínu stafrænu myndavél. Hann valdi Geldingarnesið sem áfangastað og reyndist fjaran þar vera bæði afskekkt, villt og pólitískt áhugaverð.
"Eggjavarpið" gekk vel og sáum við á eftir eggjunum í fallegum boga niður þverhnípi þar til þau sundruðust á stóru myndarlegu grjóti. Eins og gefur að skilja kom upp gamla barnaskólakeppnisskapið í manni og mynduðumst við okkur við að reyna að hitta. Að loknum eggjum flugu ólifur. Ekki veit ég hvað lífríkið hefur um þann suðræna aðskotahlut að segja en þær flugu að minnsta kosti með myndarbrag með tækni sem við kölluðum "lófavarp" sem Kristján náði góðu taki á (sjá aftur myndasíðu hans). Eftir gott dagsverk kíktum við í gryfjuna á nesinu sem var svo umtalað í kosningabaráttu borgarinnar í fyrra. Þar bárum við okkur saman við geysilega stór vinnutæki. Mæli með þessum stað.
"Eggjavarpið" gekk vel og sáum við á eftir eggjunum í fallegum boga niður þverhnípi þar til þau sundruðust á stóru myndarlegu grjóti. Eins og gefur að skilja kom upp gamla barnaskólakeppnisskapið í manni og mynduðumst við okkur við að reyna að hitta. Að loknum eggjum flugu ólifur. Ekki veit ég hvað lífríkið hefur um þann suðræna aðskotahlut að segja en þær flugu að minnsta kosti með myndarbrag með tækni sem við kölluðum "lófavarp" sem Kristján náði góðu taki á (sjá aftur myndasíðu hans). Eftir gott dagsverk kíktum við í gryfjuna á nesinu sem var svo umtalað í kosningabaráttu borgarinnar í fyrra. Þar bárum við okkur saman við geysilega stór vinnutæki. Mæli með þessum stað.
mánudagur, júní 02, 2003
Ferðalaginu með Norrænu er lokið. Óhætt er að segja að ferðin hafi tekist vel og þróaðist hún upp í tvær ferðir, annars vegar hringferð um Ísland (tekin í tvennu lagi til og frá Seyðisfirði) og hins vegar siglingu um litlu víkingeyjarnar milli Íslands og Skotlands (Færeyjar og Hjaltlandseyjar). Ferðasagan er of margslungin til að gera viðunandi skil hér nema þá á skipulögðu hundavaði. Látum vaða:
20. maí - Lagt af stað. Við Vigdís fórum sem leið lá þjóðveginn suður með. Endað með næturgistingu á gistihemili á Höfn.
21. maí - Austfirðir. Heimagisting á Stöðvarfirði þar sem Bjartur Logi vinur minn á heima ásamt kærustu sinni Jóhönnu.
22. maí - Seyðisfjörður og Norræna. Ókum snemma til Seyðisfjarðar og sigldum með glæsilegri nýrri ferju. Næturdvöl þar í notalegu tveggja manna herbergi.
23. maí - Færeyjar fyrsti dagur. Eldsnemma mætt í þykka þoku og samfélag lamað af verkfalli. Lítill matur fáanlegur. Annar hver veitingastaður lokaður. Ekkert bensín. Við heppin að vera með fullan tank. Gisting í miðbæ Þórshafnar (Gistiheimilið Bládýpi).
24. maí - Færeyjar annar dagur. Veður skaplegt (bara alskýjað). Afslappaður dagur, rölt um til að spara bensínið (enda bærinn ekki ýkja stór). Leit að Eurovision partýi reyndist þrautin þyngri í áhugalausu landi. Enduðum á Hóteli Hafnia þar sem íslendingar héldu sig og sjónvarpsaðstaða var góð. Gisting áfram á Bládýpi.
25. maí - Færeyjar þriðji dagur - sveitirnar kannaðar. Fórum akandi í góðu veðri um eyjarnar á Seyðisfjarðarbensíni. Fallegar sveitir með lömb og fugla til hægri og vinstri. Stutt að keyra endanna á milli. Enduðum á mögnuðum stað sem heitir Gjóvg. Gistum aftur á Bládýpi.
26. maí - Norræna - dagssigling til Hjaltlandseyja. Lögðum af stað eldsnemma og komum í höfn um tíuleytið um kvöldið. Komum okkur fyrir í í miðbænum þar sem við áttum pantaða gistingu (Bonavista Guesthouse). Lerwick er huggulegur hafnarbær og allt í göngufæri (beið með það að takast á við vinstri umferð þar til daginn eftir).
27. maí - Lerwick og sveitir Hjaltlandseyja. Skoðuðum bæinn og verslanir fram yfir hádegi. Ókum síðan um sveitir landsins í brakandi blíðu. Ýmis örnefni vöktu mikla athygli okkar, eins og Tingwall. Landið er nátengt sögu okkar Íslendinga og merkilegt nokk, Tingwall svipar ótrúlega mikið til Þingvalla! Fallegt land hvert sem ekið var fram að kvöldi. Eyddum kvöldinu í Lerwick og tökum ferjuna þaðan upp úr miðnætti.
28. maí - Sigling heim á leið, 3ja tíma stopp í Færeyjum upp úr hádegi. Nóg til að fá sér að borða í landi enda ferjumaturinn orðinn leiðigjarn.
29. maí - Seyðisfjörður. Komin heim klukkan átta um morguninn. Fórum þaðan til Egilsstaða og redduðum okkur gistingu á Eyvindará (óhætt að mæla með því). Lögðum okkur (enda með sjóriðu bæði tvö) og héldum svo af stað seinni partinn að áeggjan gestgjafa okkar upp í Kárahnjúka. Vegurinn var erfiður alla leið og tók okkur líklega um sjö tíma að fara fram og til baka. Komum seint "heim" að Eyvindará.
30. maí - Ekið í átt til Akureyrar eftir hádegissnarl í Hallormsstaðaskógi. Gegnum Mývatn. Enn og aftur gistum við í miðbænum, að þessu sinni á Gistiheimilinu Ási. Vöknuðum til að kíkja á sólmyrkvann en sáum aðeins rétt móta fyrir honum gegnum mistur á jaðri skýjaþykknis áður en hann hvarf bak við næsta fjall.
31. maí - Versluðum á Akureyri (í prýðilegu Glerártorgi) eins og um útlönd væri að ræða. Héldum af stað upp úr hádegi vestur til Sauðárkróks þar sem við gistum hjá Lóu systur Vigdísar. Á leiðinni stoppuðum við á Dalvík, Ólafsfirði og tókum smá slaufu yfir til Siglufjarðar til að sjá þann sögufræga stað.
1. júní - Ekið sem leið liggur suður og heim. Sólin brakaði sem aldrei fyrr.
Þetta kalla ég beinagrind ferðarinnar og í hana á ég eflaust eftir að vísa með nánari lýsingum og frásögnum. Allir dagarnir voru í frásögur færandi :-)
kveðja,
Steini
20. maí - Lagt af stað. Við Vigdís fórum sem leið lá þjóðveginn suður með. Endað með næturgistingu á gistihemili á Höfn.
21. maí - Austfirðir. Heimagisting á Stöðvarfirði þar sem Bjartur Logi vinur minn á heima ásamt kærustu sinni Jóhönnu.
22. maí - Seyðisfjörður og Norræna. Ókum snemma til Seyðisfjarðar og sigldum með glæsilegri nýrri ferju. Næturdvöl þar í notalegu tveggja manna herbergi.
23. maí - Færeyjar fyrsti dagur. Eldsnemma mætt í þykka þoku og samfélag lamað af verkfalli. Lítill matur fáanlegur. Annar hver veitingastaður lokaður. Ekkert bensín. Við heppin að vera með fullan tank. Gisting í miðbæ Þórshafnar (Gistiheimilið Bládýpi).
24. maí - Færeyjar annar dagur. Veður skaplegt (bara alskýjað). Afslappaður dagur, rölt um til að spara bensínið (enda bærinn ekki ýkja stór). Leit að Eurovision partýi reyndist þrautin þyngri í áhugalausu landi. Enduðum á Hóteli Hafnia þar sem íslendingar héldu sig og sjónvarpsaðstaða var góð. Gisting áfram á Bládýpi.
25. maí - Færeyjar þriðji dagur - sveitirnar kannaðar. Fórum akandi í góðu veðri um eyjarnar á Seyðisfjarðarbensíni. Fallegar sveitir með lömb og fugla til hægri og vinstri. Stutt að keyra endanna á milli. Enduðum á mögnuðum stað sem heitir Gjóvg. Gistum aftur á Bládýpi.
26. maí - Norræna - dagssigling til Hjaltlandseyja. Lögðum af stað eldsnemma og komum í höfn um tíuleytið um kvöldið. Komum okkur fyrir í í miðbænum þar sem við áttum pantaða gistingu (Bonavista Guesthouse). Lerwick er huggulegur hafnarbær og allt í göngufæri (beið með það að takast á við vinstri umferð þar til daginn eftir).
27. maí - Lerwick og sveitir Hjaltlandseyja. Skoðuðum bæinn og verslanir fram yfir hádegi. Ókum síðan um sveitir landsins í brakandi blíðu. Ýmis örnefni vöktu mikla athygli okkar, eins og Tingwall. Landið er nátengt sögu okkar Íslendinga og merkilegt nokk, Tingwall svipar ótrúlega mikið til Þingvalla! Fallegt land hvert sem ekið var fram að kvöldi. Eyddum kvöldinu í Lerwick og tökum ferjuna þaðan upp úr miðnætti.
28. maí - Sigling heim á leið, 3ja tíma stopp í Færeyjum upp úr hádegi. Nóg til að fá sér að borða í landi enda ferjumaturinn orðinn leiðigjarn.
29. maí - Seyðisfjörður. Komin heim klukkan átta um morguninn. Fórum þaðan til Egilsstaða og redduðum okkur gistingu á Eyvindará (óhætt að mæla með því). Lögðum okkur (enda með sjóriðu bæði tvö) og héldum svo af stað seinni partinn að áeggjan gestgjafa okkar upp í Kárahnjúka. Vegurinn var erfiður alla leið og tók okkur líklega um sjö tíma að fara fram og til baka. Komum seint "heim" að Eyvindará.
30. maí - Ekið í átt til Akureyrar eftir hádegissnarl í Hallormsstaðaskógi. Gegnum Mývatn. Enn og aftur gistum við í miðbænum, að þessu sinni á Gistiheimilinu Ási. Vöknuðum til að kíkja á sólmyrkvann en sáum aðeins rétt móta fyrir honum gegnum mistur á jaðri skýjaþykknis áður en hann hvarf bak við næsta fjall.
31. maí - Versluðum á Akureyri (í prýðilegu Glerártorgi) eins og um útlönd væri að ræða. Héldum af stað upp úr hádegi vestur til Sauðárkróks þar sem við gistum hjá Lóu systur Vigdísar. Á leiðinni stoppuðum við á Dalvík, Ólafsfirði og tókum smá slaufu yfir til Siglufjarðar til að sjá þann sögufræga stað.
1. júní - Ekið sem leið liggur suður og heim. Sólin brakaði sem aldrei fyrr.
Þetta kalla ég beinagrind ferðarinnar og í hana á ég eflaust eftir að vísa með nánari lýsingum og frásögnum. Allir dagarnir voru í frásögur færandi :-)
kveðja,
Steini
föstudagur, maí 16, 2003
Nú er ég að sýsla í blogginu mínu með Kristjáni vini mínum. Hann hefur þá innsýn sem mig vantar til að koma af stað stórum breytingum. En núna, sem sé, tilkynni ég um slíkar breytingar. Dagbókin er orðin þreföld. Þessi, næsta og svo hin. Þ.e.a.s. Venjuleg dagbók, pælingabók (Hugarfóstur) og dagbók á ensku (Reguliary). Vonandi verð ég jafn virkur á þeim öllum.
föstudagur, maí 09, 2003
mánudagur, maí 05, 2003
Ekki mikið að frétta af mér þessa dagana annað en það að verkefnin sem hrúguðust upp hefur mestmegnis verið dömpað yfir til kennaranna. Frá og með mánudeginum fimmta upplifi ég mig sem frjálsan mann og get farið að einbeita mér að því að undirbúa sumarið. Þar lætur ýmislegt á sér kræla. Spurning með Landvörslu en hins vegar ekki nein spurning með Norrænuferð í lok maí. Færeyjar og Hjaltlandseyjar. Happy, happy days :-))
sunnudagur, apríl 27, 2003
Þessa dagana hrúgast upp verkefni í skólanum auk dálaglegrar tarnar í vinnunni. Svo söng ég á tónleikum með Seltjarnarnesskirkjukórnum í dag (Bach: Magnificat). Nóg að gera. Hins vegar tók ég mér gott frí um páskana og fór upp í sumarbústað ásamt Vigdísi. Við vorum þar tvö ein og létum huggulegheitin ráða ríkjum. Ótrúlegt að heyra þögn allt í kring milli þess sem spóinn og hrossagaukurinn enduróma til skiptis í fjarska. Fullt af fuglum komnir á kreik greinilega, gluggakistan iðandi í flugum og hunangsflugur sveima um eins og stór þykkildi. Þetta verður víst mikið skordýravor. Spurning hvort ekki væri gott að fá smá kuldakast :-) Annars var þessi dvöl hin þægilegasta uppi í Úthlíð. Að lokum skiluðum við lyklunum til "Björns bónda". Mér fannst það fyndið! Við máttum ekki skila lyklunum til Péturs og Páls heldur "Björns bónda". Það er sko ekki það sama Jón og séra Jón, hah!
þriðjudagur, apríl 15, 2003
Nú er ég búinn að lifa án tölvunnar minnar í heila viku. Þetta var ný kristaltær tölva í orðsins fyllstu merkingu. Mitt lán í öllu þessu óláni var að tölvan var splunkuný þannig að ég var enn ekki búinn að fylla hana af ómetanlegum gögnum. Sem betur fer. Satt að segja er ég fyrst og fremst feginn því að óþokkinn skemmdi ekki íbúðina og stal restinni af dótinu mínu. Þarna lágu óhreifð myndavél, ferðageislaspilari, nokkur hundruð geisladiskar, möppur með alls kyns gögnum (vegabréf og fleira). Ég hefði getað farið mun verr út úr þessu. 150 þúsund króna tölva er hins vegar nokkuð sem stuggar við manni fjárhagslega.
Rannsóknin er í gangi. Lögreglan er búinn að kíkja í fimm mínútur og taka málamyndaskýrslu og setja hana í skúffu. Þetta er of lítilshátta innbrot til að þeir nenni að eyða miklum tíma í það. Svo er ekkert um skýrar vísbendingar að sjá. Engin fingraför. Ég þarf að fara á stúfana sjálfur. Spyrjast fyrir um hvar maður kaupir þýfi. Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því. Kannski er það einhvers virði að verða fyrir svona áfalli ef það opnar manni augun fyrir undirheimum Reykjavíkur. Ég er sem sé fastagestur á subbulegri pöbbum bæjarins þessa dagana :-)
Rannsóknin er í gangi. Lögreglan er búinn að kíkja í fimm mínútur og taka málamyndaskýrslu og setja hana í skúffu. Þetta er of lítilshátta innbrot til að þeir nenni að eyða miklum tíma í það. Svo er ekkert um skýrar vísbendingar að sjá. Engin fingraför. Ég þarf að fara á stúfana sjálfur. Spyrjast fyrir um hvar maður kaupir þýfi. Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því. Kannski er það einhvers virði að verða fyrir svona áfalli ef það opnar manni augun fyrir undirheimum Reykjavíkur. Ég er sem sé fastagestur á subbulegri pöbbum bæjarins þessa dagana :-)
föstudagur, apríl 11, 2003
Síðastliðinn mánudag kom ég heim klukkan hálf fimm eftir tveggja klukkustunda dvöl uppi í skóla. Mér brá snögglega við að sjá það að tölvan mín var horfin!!! Skrifborðið stóð aðeins frá veggnum með lausum snúrum á gólfinu. Engin tölva og enginn skjár.
Um þetta hef ég ekki meira að segja í bili annað en það að þjófurinn hefur líklega verið öllum hnútum kunnugur og gengið að þessu markvisst. Ég er enn að brjóta heilann um þetta. Með hausverk. Hundfúll.
Um þetta hef ég ekki meira að segja í bili annað en það að þjófurinn hefur líklega verið öllum hnútum kunnugur og gengið að þessu markvisst. Ég er enn að brjóta heilann um þetta. Með hausverk. Hundfúll.
laugardagur, apríl 05, 2003
Undanfarna viku hefur verið gestkvæmt hjá mér. Ég fékk góða vinkonu frá þýskalandi, Leonie, og vin hennar, Heiko, í heimsókn. Hann gisti hjá mér í tíu daga. Leonie hafði húsaskjól annars staðar en var heimagangur flesta daga. Mér fannst tilbreytingin góð, strax fyrsta daginn, að koma heim eftir erfiðan vinnudag og finna matarilm. Holan sem ég bý í á Grettisgötu er í alla staði mjög hugguleg en hún öðlaðist óneitanlega meira gildi í þessum í tíu daga félagsskap. Við gerðum ýmislegt saman en eitt það allra skemmtilegasta var að vinna að verkefni sem ég þurfti að skila inn í Kennaraháskólanum! :-) Þau gátu hjálpað mér því ég þurfti að skila inn nokkurra mínútna kennslumyndbandi. Efnistökin það frjáls að ég gat leyft mér að taka upp þýskukennslu á myndband. Þetta kallast að slá tvær þýskar flugur í einu höggi. Hugmyndin tókst á flug og við eyddum heilum degi í að uppgötva Reykjavík og taka mynd af því á meðan. Á endanum horfðum við saman á um það bil klukkutímalangt efni af líflegu bæjarrölti. Kaflarnir verða eftirfarandi: Kaffisopi í bakaríinu, á rölti um götur bæjarins, Í kolaportinu, uppi í Hallgrímskirkjuturni, ís í Perlunni og vídeóspóla að kveldi dags. Núna gerast hlutirnir hratt í Gagnasmiðju Kennaraháskólans. Ég er búinn að færa spóluna yfir á stafrænt form og leik mér að því næstu daga að klippa efnið til. Útkoman verður líklega knappt fimm mínútna kennslumyndband (samkvæmt forskrift verkefnisins). Ég vil hins vegar búa til aðra útgáfu fyrir sjálfan mig, eins konar "Director´s Cut", og klippa til mynd sem spannar líklega um fimmtán til tuttugu mínútur. Hún verður vandaðri, flottari og segir meiri sögu enda þarf ég ekki að takmarka hana við athyglisbrest venjulegs unglings í þýskutíma.
föstudagur, mars 28, 2003
Hér birtast á næstunni ýmsar vangaveltur frá mér. Líklega hef ég þann háttinn á að skrifa um það bil vikulega. Auðvitað brýt ég það upp ef innblásturinn knýr mig til þess. Að öðru leyti verður rytminn vikulegur og bera dagbókarbrotin heitið "vikuþankar". Núna langar mig til dæmis að benda lesendum á að ég skrifaði umsögn um Nóa albínóa á kvikmyndir.is. Hana sá ég í síðustu viku og er enn að ná mér. Hún á eftir að verða "cult"-mynd eftir nokkur ár eins og "Með allt á hreinu" er í dag. Að öðru leyti vil ég ekki líkja þessum myndum saman. Til þess eru þær of ólíkar. Meira að segja árstíðin er ekki sú sama :-)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)