mánudagur, október 25, 2004

Fréttnæmt: Bústaðarferð á Arnarstapa

Ég kem sem endurnýjaður í vinnuna á mánudagsmorgni eftir afslappandi dvöl á Arnarstapa. Þar gistum við Vigdís í sumarbústað sem systir hennar leigði yfir helgina. Reyndar var mannmargt í húsinu, rúmlega hálf fjölskyldan hennar - með tilheyrandi partísveiflu, pottadvöl og viðhafnarmáltíð, en mér tókst inn á milli að leggja mig og hvílast rækilega. Ég lagði mig oft. Þess á milli fór ég í göngutúra, meðal annars upp á hrygg Arnarstapa að aftanverðu. Það vakti upp gamlar kenndir úr landvörslunni. Mig langar eindregið að leggja meiri rækt við náttúrupríl og fjallgöngur. Á heimleiðinni á sunnudaginn tókum við lífinu með ró og stoppuðum við hvert tækifæri a leið okkar um nesið ýmist vegna útsýnis eða kaffifreistinga. Svoleiðis á það að vera.

Engin ummæli: