Ég var í heimsókn hjá vini mínum í gær og varð viðþolslaus eftir um það bil hálftíma, byrjaði að hnerra og fann fyrir logandi kláða í augum - allur pakkinn. Varð nánast að flýja út. Hálftíma seinna voru óþægindin liðin hjá eins snögglega og þau gerðu vart við sig. Þetta hef ég upplifað áður á sama stað þannig að það er ljóslega eitthvað þarna inni sem espir þessi viðbrögð upp. Líklegasta orsökin er tveir litlir kettir sem trítla um í hægðum sínum. Ekki kannast ég við að hafa nokkurn tímann haft ofnæmi fyrir köttum (hef meira að segja haft kött á eigin heimili). Mér skilst að ofnæmi getur bæði komið og farið á fullorðinsárum. Einnig getur þetta verið bundið einstökum kattategundum. Ég vona það frekar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli